19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 5

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 5
Bríet BjarnhéSinsdóttir áttrœS. Árið 1902 deyr Valdemar Ásmundsson, maður frú Bríetar, og stóð hún þá ein uppi með tvö börn þeirra ung. Sjálfsagt hefur henni verið það jafnt hjartans mál sem metnaðar, að þau fengju hina beztu menntun sem auðið var. Má nærri geta, að það hefur ekki verið átakalaust fyrir eignalausa ekkju að koma báðum börnunum áfram til háskóla- náms. Dóttir hennar, Laufey, var fyrsta stúlkan, er samkvæmt nýrri reglugerð Menntaskólans fékk að sitja í honum og tók á eftir stúdentspróf þaðan, Eftir það stundaði hún ensku og frönskunám við Kaupmannahafnarháskóla, en Héðinn, sonur Brí- etar, varð hagfræðingur frá sama skóla. Sagan um baráttuna við að ná þessu marki með þeim glæsi- leik, sem það tókst, verður ekki sögð hér, en upp úr aldamótunum verða á fleiri en einn veg þátta- skil í lífi frú Bríetar, og skal nú snúið að því. Árið 1903 var stofnað Alþjóðakvenréttindasam- bandið, sem nú er löngu þekkt um allan heim. Voru félög frá flestum löndum Norðurálfunnar í sambandi þessu frá byrjun, en inntökuskilyrði var þá, að félögin hefðu ekkert annað á stefnuskrá sinni en hrein jafnréttismál kvenna við karla. Frú Bríet ferðaðist um Norðurlönd 1904 og kynntist þá mörgum forgöngukonum kvenna i þessum mál- um og komst í samband við Mrs. Chapman Catt í New York, sem var forstöðukona og stofnandi þessara samtaka. Urðu þessi kynni til þess að Brí- etu var boðið að sækja alþjóðafund félagsins, sem haldinn var i Kaupmannahöfn sumarið 1906. Má nærri geta, hvílík opinberun og hvatning það hef- ur verið hinni íslenzku bardagakonu að hitta þarna í fyrsta sinn fjölda víðsýnna, óeigingjarnra kvenna, sem helguðu margar hverjar kvenréttindunum allt sitt starf. Þær mæðgur Bríet og Laufey sóttu siðan marga fundi þessara samtaka viðs vegar í Norður- álfunni og sóttu þangað jafnan nýjar hugmyndir, nýja trú, nýjan kraft. Mér er kunnugt um, af því að ég hef sjálf kynnzt ýmsum af forgöngukonun- um, að þær mæðgur voru mjög mikils metnar í þessum hóp, og að sæti íslands á fundum þessum þótti mjög vel skipað með þeim sem fulltrúum, og 19. JÍTNl 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.