19. júní


19. júní - 19.06.1957, Page 31

19. júní - 19.06.1957, Page 31
um fjölgi, — þeirri vaxtarþrá, sem brennur í blóð inu, að vita, sjá og skilja, af hverju þetta er svona og hitt hinsegin, og reyna svo að mynda sér ein- hverja ákveðna lífsstefnu út frá því, sem hægt sé að fara eftir og styðja sig við, — því æskan finnur sárt til vanmáttar síns á andlega sviðinu, — að hún er ekki komin á fastan grundvöll, meðan hún enn, af reynsluskorti, getur ekki tekið lífið ákveðn- um tökum út frá sterkri sannfæringu um að eitt sé rangt en annað rétt. Þar þarf hún sannarlega hjálpar við, og erum við, fullorðna fólkið, öll ábyrg fyrir því, hvernig til tekst í þeim efnum, og þar á ég ekki aðeins við foreldra og aðstand- endur barnanna, heldur einnig alla þá, sem á einn eða annan hátt hafa aðstöðu til að hafa áhrif á og móta gljúpa sál æskunnar til góðs éÖa ills, — þar er enginn millivegur, og undan ábyrgðinni er ekki hægt að skjóta sér. Fámenn þjóð, eins og við Islendingar, hefur sérstaklega ekki efni á að glata einum einasta unglingi inn á braut lélegs siðgæðis, livað þá glæpa óg forherðingar. Það er eftirtektarvert, að velmegun og lífsþæg- indi koma siður en svo í veg fyrir lífsleiða, — hann er alls staðar að finna, þar sem holl viðfangs- efni vantar á líðandi stund og göfugt markmið að keppa að, svo sem að vera sjálfum sér og öðrum til góðs. En lífsleiðinn brýzt svo oft út í vægast sagt óþörfum athöfnum. En meðan æskan á óbrjál- aða dómgreind, þá þráir hún að verða nýtir menn og konur, sem einhverju góðu komi til leiðar, og verða sér og sínum til sóma. Leit hennar í skemmt- unum og starfi að meiri þroska og sjálfstæði má ekki bera neikvæðan árangur, — þannig að hún villist á veginum og hætti að virða sjálfa sig og aðra og fyrirlíti bæði lög og rétt, og virði að vett- ugi heilbrigt almenningsálit á því, hvað beri að gera og hvað ógert að láta. En því miður virðist þessu oft vera svo farið, — og hvar er þá ástæðn- anna að leita? Þær eru sjálfsagt margar og marg- víslegar, en veigamest hygg ég vera það veganesti, sem börnin koma með úr foreldraliúsum, og lengi býr að fyrstu gerð. Foreldrar hafa svo sterka að- stöðu til þess að móta afkvæmi sín eftir sínum eigin lífsviðhorfum, að ábyrgð þeirra er geysileg, og ekki séð fyrir endann á þeim áhrifum, sem börnin verða fyrir á fyrstu árum ævinnar, — en þau áhrif munu að miklu leyti vera falin undir yfirborðinu, — í undirvitundinni. En svo aftur á móti, þegar á skólaaldur er komið, og eftir það, þá fer ábyrgðin að nokkru leyti af herðum for- eldra og heimilis og yfir á aðra aðila, svo sem skóla og það annað umhverfi, sem mótar börnin og unglingana. Því fara að koma þau áhrif til sögunnar, sem börnin fara vitandi vits að gera sér ljóst að stefni í ákveðnar áttir. Þegar þau t. d. eru á skemmtun, þá eru þau ör og opin, og láta í ljós gleði sína og hrifningu, eða sorg, reiði og vand- lætingu á ótvíræðan hátt; enn fremur sést fljót- lega, að þau verða fyrir sterkum áhrifum af þeim, sem túlka lífið í mismunandi myndum, og mun þá oft raskast það mat, sem höfðu fyrir um rétt og rangt. Þegar þau sjá t. d. að sá, sem ranglætið framdi, notaði lygar, blekkingar eða bara hnefana til þess að koma sinu fram, en bar svo sigur úr býtum að lokum, og var svo hafinn til skýjanna, ef hann aðeins var nógu sniðugur að koma ár sinni fyrir borð, var glæsilegur á að líta, hafði persónutöfra, og — síðast en ekki sízt — hafði samúð þess, er leikinn samdi. Og ef um kvenper- sónu er að ræða, þá fyrirgefst henni hið ótrúleg- asta á hinu hvíta tjaldi kvikmyndaluisanna og á leiksviðinu, ef hún er bæði fögur, skemmtileg og slungin, þó hún sé gersamlega samvizkulaust glæpakvendi. Hvað eiga nú börnin og unglingarn- ir að halda um svona siðftæði? Er þetta heimur hinna fullorðnu? Eru það svona manneskjur, sem maður á að kosta kapps um að líkjast, þegar mað- ur verður stór? Þá er bezt að byrja strax að æfa sig, svo maður verði ekki aftur úr í kapphlaup- inu um lífsins gæði. Væri ekki hollara, að þess háttar „litteratur“, kvikmyndir og leikrit, sem beint og óbeint halda þessari fyrirmynd að æsk- unni, mættu vera henni lokaður heimur sem lengst, eða þangað til henni væri vaxinn svo fisk- ur um hrygg, að hún gæti myndað sér sjálfstæða skoðun um þessa hluti, — skoðun, sem væri byggð á föstum grundvelli góðs uppeldis, þar sem fornar dyggðir væru í heiðri hafðar, svo sem sannleiks- ást, trúmennska, mildi og manngæði, og væri óhrædd að verja þessa skoðun sína gegn hvers kon- ar illum áhrifum, með þeirri sterku sannfæringu, að þó að glæsimennið eða konan, sem sigraði með svikum og rangindum, hafi virzt hafa yfirhöndina í bili, þá muni stund reikningsskilanna renna upp, ef hvergi annars staðar, þá við guð og samvizk- una, svo að þetta sé alls ekki hlutur, sem borgar sig á nokkurn hátt, það sé aðeins verið að svíkja sjálfan sig og leiða sorg og ógæfu yfir sig og sína. Það er einmitt þetta sjálfstæði, sem æskuna vant- ar, — ekki af því, að hún þrái það ekki, — það gerir hún einmitt, — heldur af hinu, að hin lieil- brigða réttlætiskennd, sem hverju sæmilega inn- 19. JÚNl 29

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.