19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 15
að Hlöðum; var Ólöf snör að búast til ferðar og bar hugurinn hana hálfa leið. Flestar innlendar bækur, blöð og tímarit, er út komu á þessum árum, keypti faðir minn, auk nokk- urra erlendra bóka, og naut Ólöf góðs af. Við Ólöf skrifuðumst á í mörg ár, hún var vilj- ug að skrifa og glöddu þau mig oft, bréfin hennar. Af tilviljun rakst ég á eitt bréf Ólafar, er ég rifja upp þessar minningar. Það er skrifað á gamlaárs- dag 1913. Þar stendur: „Mig dreymir mjög oft til ykkar, er nokkuð glöð og hress og „fóstri“ furðanlegur í svo ólundar- legu tíðarfari. Mundu að kyssa á kinnar mömmu og pabba með þökk innilegri. Þau gáfu mér gleði forðum, sem ég lifði á um jól þessi og oft áður.“ Haustið 1920 andaðist Halldór á Hlöðum og var öllum harmdauði, er hann þekktu. Undi Ólöf ekki í „kotinu“ sínu eftir að Halldór var farinn og fór til Akureyrar. Kom hún í skólann og var þar vel fagnað að vanda. Vildu foreldrar minir greiða götu hennar eftir því sem í þeirra valdi stóð. Fékk hún herbergi í skólanum, sem nefnt var „Tindastóll", og var reynt að búa þar sem hlýleg- ast um hana. 1 þorrabyrjun sama ár lézt faðir minn, svo að mamma átti þá ekki lengur húsum að ráða í skól- anum. Fór hún fram á það við Sigurð Guðmunds- son skólameistara, að hann leyfði Ólöfu að vera áfram á „Tindastól“, og varð hann við bón hennar. Dvaldist Ólöf í skólanum um skeið og vildu skólameistarahjónin henni allt gott gera. Um þetta leyti flutti ég úr Eyjafirði, og skildu þá leiðir okkar Ólafar. — I þessum fáu línum hef ég rifjað upp nokkrar minningar, en þannig vil ég muna Ólöfu á Hlöð- um. HALLA LOFTSDÓTTIR: Vorvísa. Kom þú vor meS blíða blœinn, birtu og fegurð allan daginn, gröðrarskúrir, bros í bœinn, blómafjöld um hól og dal, heiÖan bláan himinsal. Láttu út um lönd og sæinn Ijóssins hörpu þína öllu flytja gleSisöngva sina. Forsíðumy:n.din er af Nínu Tryggvadóttur málara. Nína Tryggvadóttir er fædd á Seyðisfirði 16. marz 1913. Foreldrar: Gunndóra Benjaminsdóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu, og Tryggvi Guðmunds- son, ættaður úr Árnessýslu. Flutti frá Seyðisfirði til Reykjavíkur árið 1920. Hafði snemma gaman af að teikna. Hafði í barna- skóla Reykjavíkur Guðmund Jónsson sem teikni- kennara. Stundaði nám í Kvennaskóla Reykjavíkur. Teikninám hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem í skóla þeirra. Fór til Kaupmannahafnar 1935 og stundaði nám í Kunstakademíinu, Charlottenborg frá 1935—-39. Fór til Ameríku 1942 og dvaldist þar til 1947 og hafði einkasýningu í New York 1945 og aðra sýningu þar 1947. Hefur haldið sýningar í flestum höfuðborgum í Evrópu og Ameríku og tekið þátt í fjölda hópsýn- inga, eins og eftirfarandi skrá sýnir: Samsýningar: 1937 Kaupmannahöfn 1955 Paris 1938 1955 — 1940 Skandinavisk sam- 1955 — sýning í París 1955 Róm 1945 New York 1955 — 1947 Reykjavík 1956 París 1950 — 1956 — 1953 París og Nissa 1956 Amsterdam 1954 1957 Holland 1955 París, Brussel, Róm, Stokkhólmur Einkasýningar: 1942 Reykjavík 1955 Bi-ussel 1945 New York 1955 Kaupmanna 1946 Reykjavík og Osló 1948 New York 1955 Reykjavík 1951 Reykjavík 1956 — 1954 París 1957 París IJALLA LOFTSDÓTTIR: Siaka. Inn um gluggann eyrum ná óhljöö borgarinnar. Hljótt viS skuggann hörpu slá hjörtu sorgarinnar. 19. JtJNl 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.