19. júní


19. júní - 19.06.1957, Síða 15

19. júní - 19.06.1957, Síða 15
að Hlöðum; var Ólöf snör að búast til ferðar og bar hugurinn hana hálfa leið. Flestar innlendar bækur, blöð og tímarit, er út komu á þessum árum, keypti faðir minn, auk nokk- urra erlendra bóka, og naut Ólöf góðs af. Við Ólöf skrifuðumst á í mörg ár, hún var vilj- ug að skrifa og glöddu þau mig oft, bréfin hennar. Af tilviljun rakst ég á eitt bréf Ólafar, er ég rifja upp þessar minningar. Það er skrifað á gamlaárs- dag 1913. Þar stendur: „Mig dreymir mjög oft til ykkar, er nokkuð glöð og hress og „fóstri“ furðanlegur í svo ólundar- legu tíðarfari. Mundu að kyssa á kinnar mömmu og pabba með þökk innilegri. Þau gáfu mér gleði forðum, sem ég lifði á um jól þessi og oft áður.“ Haustið 1920 andaðist Halldór á Hlöðum og var öllum harmdauði, er hann þekktu. Undi Ólöf ekki í „kotinu“ sínu eftir að Halldór var farinn og fór til Akureyrar. Kom hún í skólann og var þar vel fagnað að vanda. Vildu foreldrar minir greiða götu hennar eftir því sem í þeirra valdi stóð. Fékk hún herbergi í skólanum, sem nefnt var „Tindastóll", og var reynt að búa þar sem hlýleg- ast um hana. 1 þorrabyrjun sama ár lézt faðir minn, svo að mamma átti þá ekki lengur húsum að ráða í skól- anum. Fór hún fram á það við Sigurð Guðmunds- son skólameistara, að hann leyfði Ólöfu að vera áfram á „Tindastól“, og varð hann við bón hennar. Dvaldist Ólöf í skólanum um skeið og vildu skólameistarahjónin henni allt gott gera. Um þetta leyti flutti ég úr Eyjafirði, og skildu þá leiðir okkar Ólafar. — I þessum fáu línum hef ég rifjað upp nokkrar minningar, en þannig vil ég muna Ólöfu á Hlöð- um. HALLA LOFTSDÓTTIR: Vorvísa. Kom þú vor meS blíða blœinn, birtu og fegurð allan daginn, gröðrarskúrir, bros í bœinn, blómafjöld um hól og dal, heiÖan bláan himinsal. Láttu út um lönd og sæinn Ijóssins hörpu þína öllu flytja gleSisöngva sina. Forsíðumy:n.din er af Nínu Tryggvadóttur málara. Nína Tryggvadóttir er fædd á Seyðisfirði 16. marz 1913. Foreldrar: Gunndóra Benjaminsdóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu, og Tryggvi Guðmunds- son, ættaður úr Árnessýslu. Flutti frá Seyðisfirði til Reykjavíkur árið 1920. Hafði snemma gaman af að teikna. Hafði í barna- skóla Reykjavíkur Guðmund Jónsson sem teikni- kennara. Stundaði nám í Kvennaskóla Reykjavíkur. Teikninám hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem í skóla þeirra. Fór til Kaupmannahafnar 1935 og stundaði nám í Kunstakademíinu, Charlottenborg frá 1935—-39. Fór til Ameríku 1942 og dvaldist þar til 1947 og hafði einkasýningu í New York 1945 og aðra sýningu þar 1947. Hefur haldið sýningar í flestum höfuðborgum í Evrópu og Ameríku og tekið þátt í fjölda hópsýn- inga, eins og eftirfarandi skrá sýnir: Samsýningar: 1937 Kaupmannahöfn 1955 Paris 1938 1955 — 1940 Skandinavisk sam- 1955 — sýning í París 1955 Róm 1945 New York 1955 — 1947 Reykjavík 1956 París 1950 — 1956 — 1953 París og Nissa 1956 Amsterdam 1954 1957 Holland 1955 París, Brussel, Róm, Stokkhólmur Einkasýningar: 1942 Reykjavík 1955 Bi-ussel 1945 New York 1955 Kaupmanna 1946 Reykjavík og Osló 1948 New York 1955 Reykjavík 1951 Reykjavík 1956 — 1954 París 1957 París IJALLA LOFTSDÓTTIR: Siaka. Inn um gluggann eyrum ná óhljöö borgarinnar. Hljótt viS skuggann hörpu slá hjörtu sorgarinnar. 19. JtJNl 13

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.