19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 17
arar ríkisins hefja starf í 14. launaflokki, og fyrst eftir fjögurra ára starfstíma þar komast upp í 13. launaflokk, þar sem þeim er svo ætlað að dúsa ævilangt. Máli mínu til sönnunar skal ég taka hér eitt dæmi af mörgum: 16 ára gömul stúlka tók við rit- arastarfi hjá einni ríkisstofnun hér í bænum, sem samkv. ráðherrabréfi var metið í 13. launaflokki. Hún var i þessu starfi í 2 ár, eða til 18 ára aldurs, er henni datt í hug að auka við menntun sína og sagði starfinu lausu, fór i Menntaskólann og lauk þaðan stúdentsprófi að tilskildum tíma liðnum. Er hún hafði lokið prófi, fékk hún ritarastarf, hlið- stætt því, er hún hafði áður haft á hendi, hjá ann- arri ríkisstofnun, að öðru leyti en því, að það var sízt vandaminna. Nú skyldi maður ætla, að hún hefði ekki átt að lækka í launastiganum við það að vera orðin 4 árum eldri og búin að afla sér stúdentsprófs, auk þess, sem hún var orðin æfðari í starfi. hún hafði unnið á sumrin við hliðstæð störf. En það var ekki því að heilsa. Hún var sett í 14. launaflokk, einum launaflokki neðar en hún hafði verið í, þegar hún var sextán ára ung- lingur, samkvæmt nýju launalögunum. Því þar er riturum tilskilinn 4 ára fortími í 14. launaflokki, alveg skilyrðislaust, áður en þeir komast upp í 13. launaflokk. Þá eru og fjölmörg dæmi þess, að konur, sem taka við ritarastarfi þeirra fyrirrennara sinna, sem hafa verið í hærri launaflokkum, fá ekki sömu laun og þeir höfðu meðan þeir gegndu starfinu, vegna þess að nýju launalögin eru þar þröskuldur í vegi. Nei, það væri synd að segja, að vélriturum, eða riturum, eins og þeir heita, samkvæmt virðulegu starfsheiti, sé gert hátt undir höfði hjá ríkinu. Þó fer allur ,,correspondance“ ríkisins í gegnum þá, svo hann virðist ekki vera mjög merkilegur, eftir því að dæma. Það er ætlazt til þess, að ritarar geti skrifað bréf á tveim, þrem til fjórum tungumál- um og jafnvel þaðan af fleiri, þar að auki er kraf- izt af þeim, að þeir séu bæði fljótvirkir og vand- virkir, og sitji við daginn út og daginn inn með sveittan skallann, eins og þeir ættu lífið að leysa, enda satt bezt að segja, að þeir, sem vit og kunn- áttu hafa á þessum málum, telja vélritunarstarfið eitt af vandameiri og erfiðari skrifstofustörfum. En ritarar hafa yfirleitt ekki mótorhjólspróf, og það gerir gæfumuninn. Af þessu fer maður að skilja, að það er ekki út í bláinn, að eitthvert vinsælasta starfsheiti ríkisins til handa þeim konum, sem vinna í þágu þess, er starfsheitið ritari, sem obbinn af þeim konum, sem ráðnar eru í þjónustu þess, eru ráðnar undir, oft og tíðum í blóra við, hvaða störf þær eru látnar vinna. Niðurstöður nefndar þeirrar, sem kosin var til þess að kynna sér launamál kvenna, sem vinna hjá ríkinu,, og birtist á öðrum stað hér í blaðinu í stórum dráttum, sýna, svo ekki verður um villzt, sem reyndar hefur lengi verið opinbert leyndar- mál, að konur, sem vinna sömu störf eða hliðstæð störf og karlar, fá lægri laun en þeir, þvert ofan í landslög. Með öðrum orðum, ríkið hefur sjálft brotið þau lög, sem það hefur sett, og skálkaskjól- ið er röng eða fölsk starfsheiti kvenna, og oft er ekki einu sinni því til að dreifa. Það er ekki óalgengt, að kona, sem tekur við starfi, er karlmaður hefur gegnt á undan henni, fái lægri laun en hann hafði, er hún tekur við starfinu. Ég skal taka hér eitt dæmi: Kona tók við nákvæmlega sama starfi og karlmaður hafði haft á hendi. Hann var í 10. launaflokki meðan hann gegndi starfinu, en þegar hún tók við því, var 13. launaflokkur talinn fullgóður handa henni. Og í 9l/2 ár var hún látin vera í 13. launaflokki. Þið getið reiknað saman, ef þið viljið, launamismun- inn, sem hún að réttu lagi á inni hjá ríkinu, ef að lögum væri farið. Þes skal getið, að hún er nú ný- komin í 10. launaflokk. En það tók hana fleiri ár að fá þetta réttlætismál í gegn. Sömuleiðis er það ekki fátítt um konur, sem ráðnar eru til símavörzlu (í 14. launaflokki), og samkvæmt því ættu ekki að hafa annan starfa á höndum, að dembt er á þær ýmsum störfum í ofanálag, svo sem vélritun, útreikningum ýmiss konar o. fl. o. fl. af venjulegri skrifstofuvinnu, eftir því sem til fellur, og útkoman verður sú, að þær, þessar allra lægst launuðu, hafa eitthvert erfið- asta starfið að vinna. Getur hver og einn farið í eigin barm og ímyndað sér, hvernig það muni vera að vinna að hinum og þessum störfum með símann alltaf sítruflandi fyrir framan sig. Stundum slá stofnanimar þennan varnagla í auglýsingum sín- um, eins og eftirfarandi auglýsingar bera með sér. Auglýsing í Lögbirtingablaðinu . 25. júní 1955. Fyrirsögn: Laust starf. „Stúlku vantar í skrifstofu Mjólkureftirlits ríkisins til símvörzlu, vélritunar o. fl. Laun samkv. 14. launaflokki. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, skal senda í skrifstofu Mjólkureftirlits ríkisins fyrir 10. júlí n. k. Mjólkureftirlitsmaður rikisins.“ 19. JONl 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.