19. júní


19. júní - 19.06.1957, Side 18

19. júní - 19.06.1957, Side 18
önnur auglýsing í sama blaði 15. júní 1955: „Stúlku vantar í fræðslumálaskrifstofuna til síma- vörzlu, vélritunar o. fl. Laun samkv, 14. launa- flokki. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og starfsferil skal senda i fræðslumálaskrifstof- una fyrir 30. júní n.k. Fræðslumálastjóri." Þessi litlu orð: „og fleira“, sem hnýtt er aftan við störfin, sem símastúlkunum eru ætluð, síma- varzla, vélritun o. fl., geta orðið drjúg, þegar til starfanna kemur, þó þau séu meinleysisleg og láti lítið yfir sér í skammstöfun í auglýsingu, en hver svo sem þessi „fleiri“ störf eru, fá þær ekki laun samkv. þeim, heldur símavörzlunni. Nákvæmlega sömu sögu er að segja um fjöl- marga ritara, þeir eru látnir vinna ýmiss konar skrifstofustörf, eftir þvi sem þurfa þykir, og oft og tíðum er vélritun lítill hluti af vinnu þeirra, en laun skulu þær taka eftir starfsheitinu, en ekki störfunum, sem þeir eru látnir vinna. Það er þetta, sem ég kalla röng eða fölsk starfs- heiti, gerð beinlínis í því augnamiði að halda kaupi kvenna niðri og fá þannig ódýran vinnu- kraft. Við þessu er að vísu til mótleikur, sem ég vil hvetja konur til þess að beita, ef þurfa þykir og þær eru órétti beittar í þessu tilliti. Og hann er sá að biðja um erindisbréf. Þeim konum, sem látnar eru vinna önnur störf en starfsheiti þeirra gefur tilefni til að álíta að þær eigi að vinna, vil ég ein- dregið ráðleggja að fá slík bréf. Þær þurfa ekki annað en skrifa ráðuneyti viðkomandi stofnunar og óska eftir erindisbréfi, og er þá ráðuneytinu skylt að verða við þeirri ósk, samkv. 6. gr. laga II. kafla um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins, en þar segir svo: „Hver sá, er stöðu ráðstafar, getur sett starfsmanni erindisbréf, enda skal að jafnaði setja slik fyrirmæli, ef hann óskar þess, hvort sem það varðar starf hans almennt eða ein- staka grein þess eða greinar.“ Með öðrum orðum, hver fastráðinn starfsmaður á heimtingu á því að fá nákvæma skrá yfir þau störf, sem ætlazt er til, að hann leysi af hendi í starfi sínu. Margar konur hafa þá sögu að segja, að það sé eins og að fara í geitarhús að leita sér ullar, að fara í fjármálaráðuneytið til þess að fá launakjör sín leiðrétt. Persónulega þekki ég dæmi þess, að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli forstjóra um að fá leið- rétt launakjör kvenstarfsmanns sins, hefur því ekki verið sinnt. Svo vel er hægt að ímynda sér, hvern- ig ástandið muni vera, þar sem forstjórar leggja ekki hönd að verki i slíkum málum. Eftir því sem ég bezt veit, er aðeins einum manni í ráðuneytinu falið að fjalla um launamál allra starfsmanna ríkisins. Þar virðist ekki þurfa til að vanda, eðlilegra fyndist manni óneitanlega, að fleiri mönnum væru falin á hendur svo ábyrgð- armikil, viðkvæm og persónuleg mál. Og einhvern tima liefur verið skipuð nefnd á íslandi af minna tilefni. Það vakti athygli okkar, sem störfuðum að þess- um undirbúningi, hve misjöfn kjör kvenna eru hjá hinum ýmsu stofnunum. Þó manni virðist það liggja í augum uppi, að þeir, sem vinna sömu eða hliðstæð störf hjá einum og sama vinnuveitanda, eigi rétt til sömu launa, þá virðist annað vera uppi á teningnum. Það er náttúrlega engin leið í stuttu erindi að rekja starfssögu kvenna hjá mörgum stofnunum, þó freistandi hefði verið, en þó langar mig til að nefna hér eina stofnun, sem virðist ekki gera kon- um sérlega hátt undir höfði i launamálum. Af 18 konum, sem þar vinna, fyrirfinnst ekki kona í 10. launaflokki, 1 kona í 11. launaflokki, 3 í 12., 6 í 13. og 7 i 14. flokki, auk einnar, sem er sendill, en i skýrslunni var ekki tilgreint í hvaða launaflokki hún væri, en hún hefur sjálfsagt ekki kunnað á mótorhjóli og hefur þar af leiðandi ekki rétt til 12. launaflokks. Mig langar til að taka hér fáein einstök dæmi úr skýrslunni, sem okkur barst þaðan. Þar vinnur kona í 12. launaflokki við venju- leg skrifstofustörf, starfsaldur 23 ár. 1 athuga- semdadálk er skrifað: (sömu störf og karlar í 9. fl.). Kona í 13. launaflokki, starfsaldur 7 ár. I athuga- semdadálk er skrifað: (starfið áður unnið af karl- manni í 9. lfl.). Kona í 13. launaflokki, starfsald- ur 4 ár. I athugasemdadálk er skrifað: (sömu störf og karlmenn í 8. lfl.). Kona í 14. launaflokki, starfs- aldur tvö ár. 1 athugasemdadálk er skrifað: (starf- ið áður unnið af karlmanni í 10. launaflokki). Kona í 14. launaflokki, störf: venjuleg skrifstofu- störf. I athugasemdadálk er skrifað: (sömu störf og karlar í 9. lfl.). Hjá Flugráði fyrirfinnst ekki ritari, en ótrúlegt er það samt, að þar sé aldrei sleginn stafur á rit- vél. Hitt þykir mér líklegra, að forstjórinn þar hafi skilning á þeim ömurlegu kjörum, sem ritur- um eru búin, og hafi með einhverri lagni kom- izt í kring um þetta starfsheiti, þótt ég viti það ekki með vissu, þar sem við höfum ekki skýrslur þaðan. Þið hafið nú fengið svolitla nasasjón af því, hvemig þessum málum er háttað og því óréttlæti, 16 19. JÚNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.