19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 8
réttindabaráttu sinni og stóðu brátt sem þær fram- sæknustu í Alþjóðasambandi kvenréttindasamtak- anna. Vegna enskukunnáttu Laufeyjar urðum við brátt sérstaklega góðir vinir, og á Alþjóðaþingi kvenna í Kaupmannahöfn 1939 barst mér boð frá þeim mæðgum að heimsækja þær í Reykjavík, og þeir dagar, sem ég dvaldi hjá þeim á Islandi, verða mér ógleymanlegir, hið stórfenglega land og fólkið sjálft. Það var ekki eingöngu á heimili frú Bríetar, sem ég naut alúðar og gestrisni. Sem vini hennar var mér alstaðar tekið opnum örmum, og ég fann, hve mikil itök hin gamla baráttukona átti í kon- um landsins og var mikils metin, og ég stend enn- þá i djúpri þakkarskuld við þessar sjaldgæfu og mikilhæfu konur, að veita mér kost á að heim- sækja land þeirra og þjóð, — þjóð, sem ég minn- ist með djúpri aðdáun og virðingu. Ellen Hagen: Á Alþjóðafundinum um kosningarrétt kvenna í Stokkhólmi 1911 sá ég Brietu í fyrsta sinn. Hún vakti eftirtekt með sínum hyggilegu tillögum, sem báru vott um reynslu og skýrar hugsanir. Þar við bættist, hve hún var tignarleg í sínum glæsi- lega þjóðbúningi úr skinnbryddu flaueli með gull- útsaum og dýrmætum skartgripum. Allar íslenzk- ar konur líkjast drottningum í hátíðarbúningi sín- um, og Briet frekar en nokkur önnur. Seinna hittumst við eftir því sem árin liðu á kvennnfundum víðs vegar um Evrópu. í Búda- pest 1914 var hún í fylgd með ungri dóttur sinni, Laufeyju, sem seinna hélt áfram starfi móður sinn- ar, þangað til hún dó löngu fyrir aldur fram. Og ég minnist, hversu gaman var að horfa á þær mæðgumar saman. í einni veizlunni lyftu hinir fjörugu Ungverjar Laufeyju upp á borð til þess að allir gætu séð hina ungu ljóshærðu stúlku í hennar fagra búningi. Það var áhrifamikið að heyra Bríetu lýsa ástand- inu fyrir hundrað árum síðan. Hún kom frá góðu og vel stæðu heimili, og þó varð hún dálítið bitur þegar hún minntist æsku sinnar. „Ég varð að gæta fénaðarins úti um hagann, meðan bróðir minn fékk að sitja inni í hlýrri stofu og lesa. Og þó hafði ég meiri áhuga fyrir að lesa og læra en hann. Slík voru kjör dætranna.“ En með seiglu ávann hún sér þekkingu og menntun. Og ekki einungis fyrir sjálfa sig. Hún hafði forystuna um meiri réttindi fyrir allar konur, meira frelsi, aukna þekkingu og menntun, bætta félagslega og fjár- hagslega afkomu. Vopnið til að opna margar lok- aðar dyr voru kosningarrétturinn og borgaraleg réttindi. Og þess vegna tók baráttan fyrir þess- um réttindum mestan tíma hennar og vinnu. Hún gaf út Kvennablaðið í mörg ár og sagði konunum, að það væri skylda þeirra, ásamt mörg- um, að fylgjast með stjórnmálalegri framþróun. Við í Svíþjóð fengum sent Kvennablaðið og reyndum þannig að fylgjast með hinni miklu hreyfingu, sem Bríet, eftir að hún varð formaður Kvenréttindafélagsins, vakti; með blaðinu og á fyrirlestraferðum sínum. Þegar Alþingishátíðin 1930 nálgaðist, fékk ég boð frá Kvenréttindafélaginu til þessara hátíða- halda, sem allur heimurinn tók þátt í. Ég tók mér fari með „Ölafi helga“, skipinu, sem hafði innanborðs fulltrúa frá ríkisstjórnum allra Norðurlanda, háskóla- og vísindamenn. Sú fyrsta, sem kom um borð til að bjóða okkur velkomin — því gleymi ég aldrei — var Bríet Bjamhéðins- dóttir! Hversu frábærlega vel hafði ekki allt verið und- irbúið. Þeir, sem voru svo hamingjusamir að fá að taka þátt í þessum hátíðahöldum, gleyma þeim aldrei. Eftir Alþingishátíðina hafði Bríet stofnað til mikils kvennafundar i Neðri deildar-sal Alþing- is, þar sem konur viðs vegar af landinu sögðu frá, hvemig málum væri háttað í sinni sveit, ræddu óskir sinar og framtíðaráætlanir. Ég minnist enn, hversu margar konur báðu mig að bera kveðjur til Selmu Lagerlöf, með þakklæti fyrir allt það, er hún hefði veitt þeim með bókum sínum. En skýrast af öllum minningum frá samveru- stundum mínum með Bríetu, er sú stund, er ég gekk við hlið hennar um hina fjöllum kringdu Þingvelli. Hverja þýðingu sá staður, sem tengdur er hugtakinu lög og réttur, hefur haft á þjóðina í þúsund ár, varð mér ljóst við frásagnir hennar. „0, ef þið Svíar gætuð skilið, hvaða þýðingu Þing- vellir hafa fyrir okkur. Þegar móðirin leiddi börn- in sín gegn um Almannagjá og fram hjá Lögbergi voru þau hátíðleg og þögul, eins og þegar gengið er í kirkju. Og litla drengnum var sagt að halda á hrífunni sinni í hendinni.“ Á þeirri stundu var eitthvað af hinni fornu sögu- stemningu yfir hinni vökulu nútíðarkonu, sem þó horfði til framtíðarinnar. Þannig vil ég minnast Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. 6 19. JfJNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.