19. júní


19. júní - 19.06.1963, Side 14

19. júní - 19.06.1963, Side 14
koma aðstæðum móður í það horf, að skynsamleg ástæða sé til þess að ætla, að hún geti veitt barn- inu gott uppeldi og hvort hún sé til þess hæf sak- ir vitrænna eða geðrænna annmarka. Alls kon- ar áhyggjur og örðugleikar steðja oft að ógiftri móður og tilfinningar hennar eru í uppnámi fyrst eftir að hún hefir alið barn sitt. Stundum er hún gripin vonleysi og örvæntingu, einkum þegar hún er umkomulaus, á sér einskis stuðnings að vænta frá barnsföður sínum né ættingjum. Sakir þessa er hún fyrst eftir barnsburðinn illa fær um að taka ful'lnaðarákvörðun um framtíð barnsins, og ef hún tekur ákvörðun um að láta barnið til ætt- leiðingar í slíku ástandi, er hætt við, að hún iðr- ist hennar seinna og þjáist svo af samvizkubiti. Þess vegna er það almenn regla, sem fylgt er nú orðið víðast hvar eða alls staðar, þar sem ættleið- ingarmiðlun er í góðu lagi, að móðir veiti ekki að jafnaði fullnaðarsamþykki til ættleiðingar fyrr en 2—3 mánuðum eftir fæðingu barnsins. Er þetta gert til þess að girða fyrir það, að móðir afsali sér barninu fyrir fullt og allt í fljótræði og undir áhrifum frá örðugleikum þeim, sem fæðing þess hefur í för með sér. Ef móðir hefur veitt sam- þykki til ættleiðingar áður en barnið fæðist, skal leitað staðfestingar hennar á því eftir 2—3 mán- uði frá fæðingu barnsins. Reynslan hefur sýnt, að ekki er fátítt, að móður snúist hugur, þegar hún hefur fætt barnið, og vilji með engu móti láta það frá sér og væri þá í fyllsta máta ómannúðlegt að slíta það frá henni. Þá er heldur ekki fátítt, að ættingjar hennar sjái sig um hönd, þegar barnið er fætt, eða eygi úrræði til þess að veita henni stuðning við uppeldi þess. 2. Teljið þér áhættu felast í því að halda leyndu fyrir barni raunverulegum uppruna þess, en láta það halda, að það sé afkvæmi kjörforeldranna? Vafalaust felst í því mikil áhætta. Um það er enginn ágreiningur meðal sérfræðinga í ættleið- ingarmálum, að kjörforeldrar eigi að segja barn- inu, að þeir séu ekki kynforeldrar þess og að mjög mikilvægt sé, að þetta sé gert snemma, helzt ekki síðar en við 4—5 ára aldur. Barnið þarf að alast upp með þessari vitneskju frá því, að það man eft- ir sér, þá tekur það högum sínum sem eðlilegum hlut og veldur hún þá engri röskun á sálarlífi þess. Barnið kemst ávallt fyrr eða síðar að raun um, að það sé ættleitt; því eldra sem barnið verð- ur, því meiri hætta er á, að það verði þess áskynja, oft við óheppilegar aðstæður, félagar þess segja því t.d. frá þessu, af óvitaskap eða til þess að stríða því. Þegar barn fær ekki að vita fyrr en seint og síðarmeir, að það sé kjörbarn, getur það hlotið við það mikið sálrænt áfall, svo að það bíði þess ekki bætur og þar með spillist samband þess við kjörforeldrana. Þegar kjörforeldrar segja barninu snemma hið sanna í þessu efni, er engin hætta á, að þeir glati við það ást þess, en það eiga þeir á hættu, þegar þeir draga von úr viti að fræða það um þetta. Oft verða þeir of seinir og barnið fréttir þetta utan að sér. Þetta er einn vís- asti vegurinn til þess að spilla sambandi kjörbarns og kjörforeldra. Kjörforeldrum verður því að gera vel Ijóst þetta mikilvæga atriði. í Noregi hefur t.d. dómsmálaráðuneytið gefið út þau fyrirmæli, að þegar ungt barn er ættleitt, skuli fylkisstjórinn leggja skriflega fyrir kjörforeldra þess að segja því snemma, að það sé kjörbarn þeirra. 3. Teljið þér, að ættleiðing á heilbrigðum grund- velli hafi meiri möguleika til að skapa barni trausta og örugga tilveru en fóstur? Já, í fjölmörgum tilfellum. Ef rétt er til ættleið- ingar stofnað, myndast með henni traustara og innilegra samband milli kjörbarns og kjörforeldra en alla jafnan verður milli fósturbarns og fóstur- foreldra. Kjörforeldrar ættleiða barn í þeim til- gangi að veita því sömu stöðu innan fjölskyldunn- ar og þeirra eigið barn myndi hafa. Þeir vilja koma því til þess þroska, sem hneigðir þess og hæfileikar leyfa, eins og væru þeir réttir foreldr- ar þess, ganga því að öllu leyti í foreldra stað. Þegar vel er til ættleiðingar stofnað, verður sam- bandið milli kjörforeldra og kjörbarns svo til hið sama að traustleika og innileik og það er milli kynforeldra og barna þeirra; en þegar um fóstur er að ræða, er sambandið milli þeirra oft miklu lausara. Með ættleiðingu eru mynduð skilyrði til innilegasta fóstursambands, sem jafngildir því, sem myndast milli foreldra og barna. Ættleiðing er því oft allra bezta uppeldisúrræðið, sem kost- ur er á, þegar umkomulaus börn eiga í hlut. Með því móti hefur hundruðum barna hér á landi ver- ið tryggt betra uppeldi og betur séð fyrir því, að þau fengju neytt hæfileika sinna og þroskamögu- leika en annars hefði verið unnt. Ég tel því ekki koma til mála að afnema ættleiðingu, eins og mér skilst, að raddir hafi verið uppi um, en hins veg- ar er þess brýn þörf að vanda betur til ættleiðinga en nú er gert. Muna verður, að ættleiðing er ekk- ert alls herjar uppeldisúrræði, þegar umkomulaus 12 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.