19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 28
fundi ICAO, alþjóðaflugmálastofnunarinnar, eftir stríðslok, en hann fjallaði um skipulag flugveður- þjónustunnar fyrir N-Atlanshafssvæðið, lýstu Is- lendingar og Danir vegna Grænlands því yfir að þeir gætu ekki fjárhagslega staðið undir því að fylgja þeim reglum, sem væri verið að setja um flugþjónustu, þar á meðal veðurþjónustu fyrir flugvélar. Að lokum samdist svo um árið 1948 að íslendingar fengju greitt fyrir flugþjónustu sína á norðanverðu Atlanzhafi, og er reikningurinn, sem Veðurstofa Islands nú sendir, orðinn allrífleg- ur, ca. 9 millj. kr. á ári og fæst greiddur í erl. gjald- eyri. Að baki þessum árangri og skipulagi á þjón- ust þeirra, sem veðurstofan þurfti nú að leysa af hendi, liggur mikil vinna og ófáar ferðir fór Teresía Guðmundsson til útlanda á fundi í því sambandi. Var ekki laust við, að hún fengi litla þökk fyrir frá skilningslitlum yfirvöldum — þar til féð fór að koma inn. Við allt þetta jukust að sjálfsögðu mjög störf Veðurstofu Islands, ekki sízt eftir að hún tók við veðurþjónustunni á Kefla- víkurflugvelli árið 1952. Þarf íslenzka veðurstof- an að gera veðurkort fyrir hverja millilandaflug- vél sem héðan fer og allan sólarhringinn eru sendar út í heim lendingarspár fyrir Reykjavíkur- flugvöll, Keflavíkurflugvöll, Sauðárkrók, Akur- eyri og Egilsstaði, auk þess sem veðurathugunar- stöðvum hefur orðið að fjölga vegna innanlands- flugs. Og jafnframt því, sem flugveðurþjónusta hlaut þannig að aukast, naut almenn veðurþjón- usta góðs af og mörg af hennar vandamálum leystust samhliða. Aukið starfssvið hefur á þess- um árum fjölgað starfsliði veðurstofunnar upp í 50—60. Þó hefur starfsfólki aðeins fækkað aftur vegna aukins vélakosts. Eg hefi gerst svo fjölorð um stækkun á verksviði Veðurstofu íslands á þessum árum, til að gefa hugmynd um það mikla starf, sem hvílt hefur á herðum Teresíu Guðmundsson. Teresía hefur vissulega ekki legið á liði sínu að reyna að þoka málum Veðurstofunnar áleiðis, svo við yrðum ekki á eftir á þessu sviði, þrátt fyrir stöðugan fjárskort lítill'ar þjóðar. Þegar ekki hefur fengizt fé í þarfir stofnunarinnar, hef- ur hún reynt að útvega það erlendis frá. Þannig átti hún frumkvæði að því, að útvegað var tækni- aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum til að koma upp nauðsynlegri rannsóknarstofu og smíðastofu í Veð- urstofunni, en ekkert slíkt var áður fyrir hendi. Eru þar nú margvísleg áhöld, sem illt var að komast af án. Einnig tókst að fá tækniaðstoð handa veðurfarsdeildinni, til þess að unnt væri að gera úrvinnslu gagna nákvæmari og betri. Og alveg fram á síðasta starfsdag er Teresía að vinna af kappi að því nauðsynjamáli að fá lóð undir hús Veðurstofunnar, láta athuga möguleika á að koma upp slíku húsi og leita eftir fé til þess. En hvers vegna er hún þá að hætta störfum, svona full af lífsþrótti? Um það segir hún sjálf: — Þegar maður finnur að farið er að draga úr kröftunum, er betra að hætta en verða fram- kvæmdalítill forstjóri og verða þannig dragbítur á starfið áður en næsti ungur og dugandi stjórn- andi tekur við. Maður verður að hafa starfs- krafta óskerta og halda vel á spöðunum í slíku starfi. Og ef hún er svo spurð, hvað hún ætli nú að gera, eins og ekki sé nægilegt viðfangsefni fyrir konu á efri árum að halda heimili fyrir sig og son sinn, eins og Teresía gerir, þá svarar hún: — Eg er búin að hóta háskólarektor að setjast á skólabekk og hefja nám í íslenzku í Háskólan- um. Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt að kunna ekki íslenzkuna til hlítar. Eitthvað verður maður líka að hafa fyrir stafni til að kal'ka ekki. Svo hugsa ég gott til að geta nú heimsótt einkadóttur mína, tengdason og tvö barnabörn í Los Angeles. Ann íslenzkum öræfum Frú Teresía flutti ung úr hlýlegu skógarlandi, en hún ann auðnum íslenzkrar náttúru og hefur ferðast mikið um óbyggðir íslands eða unað á skíðum í fjallabrekkum. Hún hefur gengið yfir Odáðahraun úr Herðubreiðarlindum í Svartár- kot með farangurinn á bakinu, farið ríðandi úr Hornafirði að Kirkjubæjarklaustri, gengið Horn- strandirnar frá Hólmavík að Hesteyri og dvalið á fjölmörgum stöðum í öræfunum. Ef hún er spurð, hvar henni þyki fegurst, kemur á hana hik. Staðirnir eru svo margir, en hún nefnir áreiðanlega Æðey, sem í minningu hennar er sem himnaríki á jörðu. Þangað kom hún eitt sinn á gönguferð um Snæfjallaströndina, og minnist enn hlýlegrar móttöku systkinanna þriggja, sem þar bjuggu, og fegurðar staðarins. Teresía hefur helgað íslandi starfskrafta sína, en líka kunnað að meta og njóta þess, sem það hef- ur upp á að bjóða. E. Pá. 26 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.