19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 34

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 34
en á sumrin vann ég heima, þ.e.a.s. fyrstu náms- árin“. Þetta eru útvegsjarðir þarna suðiur með sjó, er ekki svo, og því nóg að starfa? „Já, þá voru víðast hvar stundaðir róðrar með búskapnum. A þeim tíma voru frystihúsin ekki komin og því erfiðara að koma aflanum í verð og einnig minna um vinnu. Nú sækja allir nær ótakmarkaða vinnu í frystihúsin en hafa búskap- inn frekar í hjáverkum“. Þú hefur ef til vill stundað sjóinn á meðan þú vannst heima? ,,Eg kom á sjó, en ekki til að afla tekna, ein- göngu til gamans. Að róa í góðu veðri er með því skemmtilegasta, sem ég veit“. En vinnan með náminu? „Ýmis konar störf. Eftir að ég kom í Háskólann, vann ég nokkra mánuði hér á Keldum og eins vann ég hér eitt ár eftir að ég lauk prófi“. Hvemig hófst svo framhaldsnámið? „Árið 1957 hlaut ég styrk frá Heilbrigðisstofn- un Sameinuðu þjóðanna. Á þessum styrk fór ég til Englands og dvaldist þar 3 mánuði, þaðan til Bandaríkjanna að kynna mér rannsóknir á mænu- sóttarveirum við ýmsar tilraunastöðvar. í árs- byrjun 1958 réðst ég á spítala í New York og ætlaði að vera þar „kandídatsárið“. Ég var þar þó ekki árið út, því um haustið fékk ég styrk úr Vísinda- sjóði til náms í veirufræði. Fór ég til Yale há- skóla í sept. 1958 og var þar fram í maí 1960. Þá hóf ég starfið hér á Keldum og hefi verið hér síðan“. I hverju er svo starfið hér á Keldum aðallcga fólgið? „Tilraunastöðin hér er fyrst og fremst ætluð til rannsókna á dýrasjúkdómum. Þetta er þó eini staðurinn hér á landi, þar sem aðstæður eru góð- ar til veirurannsókna og hefur svo farið, að rann- sóknir á mannasjúkdómum hafa vaxið, þótt auð- vitað fari mestur hluti tímans til dýrasjúkdóma- rannsókna. Sjúkrahúsin og héraðslæknar senda oft til okkar sýni, sem við reynum að rannsaka. Má eiginlega flokka það starf í þrennt. í fyrsta lagi reynum við að rækta veirur frá sjúklingum, sem grunaðir eru um að hafa ákveðna sjúkdóma, t.d. mænusótt, influenzur eða heilabólgur. í öðru lagi reynum við að greina þær veirur, sem vaxa og finna hvaða tegund þær tilheyra. í þriðja lagi er svo reynt að athuga nánar, ef fram koma nýir stofnar. Þannig hefur visnu-veiran úr sjúkum kindum verið rannsökuð mikið um árabil og kemur æ betur í ljós, að þar er mjög merkileg veira á ferðinni“. Nýir stofnar? Ég tók eftir að þú talaðir um heilabólgur, eru ef til vill til margir stofnar af veirum, sem valda heilabólgum? „Já, veirur skiptast í ætthvíslir, tegundir og undirtegundir eins og annað lifandi og eru sífellt að finnast ný afbrigði“. Eru það afbrigði, sem eru að myndast? „Já, stundum er það, en aðallega er þó um að ræða veirur, sem ekki tókst að rækta áður. Með nýrri tækni hefur veiru-rannsóknum fleygt fram á seinni árum. Veirufræði er ung fræðigrein, þótt veiusjúkdómar hafi fylgt mannkyninu meir en 2000 ár svo vitað sé. Um síðustu aldamót fundust fyrstu sannanir þess, að veirur valdi dýra- og mannasjúkdómum. Um 1930 tókst vísindamönnum að sýkja smádýr með veirum og bætti það mjög allar aðstæður til veirurannsókna frá því sem áð- ur hafði verið. Um 1950 má segja að orðið hafi gerbylting á sviði veirurannsókna. Þá tókst að finna aðferð til þess að rækta mænusóttarveirur og með því var lagður grundvöllur að bólusetn- ingu gegn mænusótt. Sú ræktunaraðferð, sem þá fannst, hefur orðið til þess að auðvelda mjög leit- ina að nýjum veirum. Er nú auðvelt að rækta margar veirur, sem áður voru óþekktar og rann- saka sjúkdóma, sem menn vissu áður næsta lítið um“. Það væri fróðlegt að heyra nöfn á einhverjum algengustu veirusjúkdómunum. „Þeir eru margir, t.d. mænusótt, heilabólgur, heilahimnubólgur, hettusótt, mislingar, rauðir hundar, influenzur, ýmis kvef og lungnabóigur11. Þú minntist á bólusetningu áðan. „Við sjáum ekki um neinar bólusetningar hér, nema gegn dýrasjúkdómum. Þegar Asíu-innflu- enzan kom var að vísu framleitt bóluefni hér, af því að stofninn var nýr og hvergi hægt að fá bólu- efni keypt. Slík framleiðsla er þó bæði erfið og dýr og er mun hagkvæmara að kaupa influenzubólu- efnið hjá stærri lyfjaverksmiðjum, þegar það er hægt“. Eitthvað varst þú þó viðriðin mislingabólusetn- ingu s.I. sumar, ef ég man rétt? „Það var um að ræða tilraun, sem framkvæmd var á vegum Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í 6 löndum í senn. Beðið var um leyfi heilbrigðisyfirvaldanna til þess að framkvæma 32 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.