19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 18

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 18
GÖMLU ELDHÚSIN Af því að gömlu hlóðareldhúsin mega nú kall- ast horfin úr sögunni, ætla ég að lýsa þeim laus- lega og nokkrum, gömlum áhöldum, sem hafa horfið með þeim. Algengast var að eldhúsin væru sem allra næst útidyrum, að eldhúsdyrnar væru fyrstu dyr, sem tóku við á aðra hönd, þegar gengið var inn úr bæj- ardyrum og lagt inn í göngin, sem lágu til hýbýla fólksins og annarra vinnustöðva á bænum. Þessi húsaskipun mun hafa orðið hefðbundin vegna þess, að hægara var að hleypa eldhúsreyknum út, ef eldhúsin voru sem næst útidyrum. Var það gert með því að „skýla hjá“, sem svo var kallað og var hjáskjólið líka kallað rangskjól. Þegar mikill reyk- ur var, svo eldakonan sá ekki handa sinna skil, og ætlaði alveg að kafna, var óumflýjanlegt að skýla hjá. Hitt var henni ekki vorkennt að þola, þó að henni „súrnaði sjáldur í augum“, þegar reykjar- beltið lá eins og veggur um eldhúsið mitt og í þessu kafi yrði hún að standa og stumra yfir pott- um tímunum saman. Það var ekki fyrr en kafið fyllti eldhúsið ofan í gólf, að sumar eldabuskur skýldu hjá, svo vel þoldu þær reykinn. — Oft leit- aði mökkurinn inn til baðstofu, hversu löng sem göngin voru, og það þótti ekki þolandi þar, að reykjarsvæla tefði menn við vinnu sína. Venju- lega var skýlt úr bæjardyrum, þeim megin sem vindur blés, ef vindþotur slógu reyknum ofan í strompa og inn um dyr, kæfði niður, eins og það var stundum kallað. Oft þurfti bæði að setja rangskjól við stromp og dyr, ef úr hófi keyrði. Eldsneyti var misjafnlega reykjarsælt, eins og kunnugt er. Af öllu, sem brann seint, orsakaðist meiri reykur. Eins var reykurinn misjafnlega rammur og var spýtnareykur stingandi bitur í augu, háls og nef, ef votur trjáviður var í eldi. Aft- ur kom sjaldan kaf af þurrum spýtum, því þær brunnu oft glatt og þeyttu reyknum hátt upp. Hér á Austurlandi sá ég hlóðir allar með sama sniði, lágar, jafnvel niður við gólf, svo það þurfti að bogra við þær, og sitja nærri flötum beinum við að baka flatbrauð, svíða, brenna kaffi í eimyrj- unni o.fl. Var allt of lítið vandað til bygginga á hlóðum hér, og næsta merkilegt að menn skyldu ekki koma auga á það, hvaða óþægindi, strit og vinnutöf það bakaði eldakonum, hvað illa var um hlóðirnar búið. Að einhverju leyti hefur það verið orsök þess, hvað hlóðir voru hér hafðar lágar, að þá var hægara um hönd að hlóða pottana, sem oft- ast var ætlað eldabuskunni, hversu stórir sem þeir voru. Gat það einatt hent, að eldakona væri ein í bænum og yrði því sjálf að taka ofan pottinn, og það í skyndi. Er þá augljós munurinn á því tvennu, að taka ofan pott af lágu hlóðunum, eða hlóðum, sem voru í mátulegri hæð, til að standa við. Hef ég hugmynd um, að í Skaftafellssýslu hafi verið betri hlóðagerð en hér. Dreg ég þá ályktun af því, að skaftfellsk kona lenti einu sinni hér norður, og hjá henni sá ég fyrirmyndar hlóðir, sem ég vil sýna þann sóma að lýsa. Upp frá gólfi voru hlaðnir tveir, vel hnéháir veggir, með stuttu bili á milli. Var bilið klætt innan með stuttum hell'um og hellulok fyrir því. Ofan á þetta holrúm var sett járnrist. Þá var haldið áfram með veggina í hlóða- hæð og eldholið þakið hlóðahellum umhverfis pottinn. Út frá pottinum var stallur, sem var hellu- lagður og hafður til að setja pottana á. Þurfti því ekki annað en færa pottinn örlítið um set, þegar tekið var ofan. Aldrei þurfti að taka ösku undan potti í þessum ágætu hlóðum, aðeins að skara í og þá skilaði askan sér niður um ristina og ofan í öskuholið, sem var svo tæmt, þegar þess þurfti. Það var ekki sambærilegt að vinna við svona hlóð- ir og hinar, sem konur áttu að venjast. Þarna log- aði eldurinn margfalt betur, því loft blés í hann að neðan, gegnum ristina. Gætti því varla reykjar. Auk þess var þrifnaðurinn eins og bezt varð á kosið í hlóðahúsi, því nær ekkert öskuryk, og ekkert sótregn ofan úr ræfrinu. Maturinn varð því bragðbetri og að öllu leyti aðgengilegri, auk alls stritsins, sem þessar góðu hlóðir spöruðu. Næst ætla ég að bregða upp ófullkominni mynd af hlóða- eldhúsi, eins og þau voru víðast á myndarlegri heimilum, þegar ég var að vaxa upp úr bernsk- unni. Eins vil ég lauslega kynna ýmis áhöld, sem nú eru horfin úr sögunni eins og vöndinn, viðjuna, hrælinn, flautaþyrilinn, þvegilinn og þvöguna og fleira, sem tilheyrði sérstaklega eldhúsinu og þóttu 16 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.