19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 40
4>oAe>6///& 9> »> / /z /'■>//// /70/// /S ° /T /o/k 9. Vel lýstur leskrókur. Flúrpípa í bóka- hillu yfir skrifborSinu. Með því að breyta stefnu ljóssins, ljósmagni, eða lit, er hægt að gjörbreyta anda og blæ um- hverfisins og þá um leið huga og sálarástand þess, sem í því dvelst. Með ljósum má líka draga fram lögun her- bergjanna, fela eða draga úr óæskilegum afbrigð- um eins og til dæmis stokkum sem gerðir eru um leiðslur eða af of mikilli lofthæð. Reykháfur, sem rífur heild veggjar, getur horfið eða orðið uppistaða í óbeinni heildarlýsingu. Þannig getur hvert herbergi gefið tilefni til sérstakrar lýsingar, sem eykur fegurð heimilisins og unað. Við lýsingu í heimahúsum er litaval einnig mikið atriði. Sumir litir drekka ljósið í sig, en aðrir endurvarpa því, misjafnlega mikið. Hvít-gráir, gulir eða ljós-blá-grænir litir endur- varpa frá 60—70% ljósmagns þess er á þá fellur, en bleikir, brún-drapp og fjólublátt hafa miklu minni endurvarps hæfni, oft ekki nema 20—30%. Nú sem stendur virðist hvítt eða ,,beinhvítt“ mjög vera ráðandi í flestum húsum og grá eða ljós teppi, en það er sjálfsagt tíma fyrirbæri, svona litvana verða heimilin ekki lengi. Ljós og litir eru raunverulega „næring“ sem fólk getur ekki verið án til lengdar á heimilunum. Ljósabúnaður hefur breytzt um leið og her- bergin stækka. Ljósakróna í miðju lofti er nú ennþá fjær því að fullnægja hlutverki sínu; að veita almenna lýsingu. I stofur, eldhús og ganga er almenn lýsing nú fengin með því að byggja hlífar úr tré, plasti, gleri eða öðru tiltæku efni, fyrir flúrlampa, annað hvort við veggi, glugga eða á loft. Þá er það endurskinið frá vegg eða lofti, sem lýsir upp umhverfið. Flúrlampar hafa lítið verið notaðir hér í heima- húsum ennþá, en þeir hafa ýmsa kosti, til dæmis er allt að því þrisvar sinnum meiri birta frá 40 watta flúrlampa heldur en jafn sterkum glóðar- lampa. Flúr skinið hefur manni fundist vera held- ur hörð og köld birta, en nú er farið að framleiða lampa með rauðl'eitum blæ og er það mun þægi- legra. Þó að óbein lýsing sé oft mjög falleg og þægi- leg, er þörf á því að hafa með henni aðra lampa. Til dæmis á þeim stöðum sem á að vinna ljósvant verk, svo sem við stól eða skrifborð, til lesturs, við hljóðfæri, yfir borði og fleiri stöðum. Þessir lampar mega ekki vera byrgðir heldur bjartir án þess þó að birta frá þeim „skeri“ í augu. Mjólkurhvítir gler eða plasthjálmar eru mikið notaðir og eru bæði látlausir og þægilegir. Meðfylgjandi myndir sýna ljósatilhögun sem þótt hefur góð hjá nágrannaþjóðum okkar. Petrína K. Jakobsson. 38 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.