19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 21
MEKKA TEIKNILISTARINNAR A ISLANDI Örfá hús. Verksmiðja, drift öðru nafni. Margir á bryggju. Við göngum á land söngvarinn, Ragna og ég. Gamal'l þulur staulast út úr húsi sínu og er auðséð á honum, að hann vill gefa sig á tal við okk- ur. Við stönzum og karl ávarpar okkur. — Sælt og blessað veri fólkið, segir hann. Ég er nú ekkert nema eymdin og máttleysið núorðið. Hvert eruð þið að fara og hvaðan ber ykkur að? — Ég skal segja þér það, að við komum frá Reykjavík, segir Eggert. —. Ójá, víst er það, sjálfum höfuðstaðnum, seg- ir karl. — Eigum við ekki að setjast hér á vegarbrúnina? segir Eggert og sezt. — Má ekki bjóða þér í nefið? Það má bjóða honum í nefið. Nasirnar soga hvert handarbakið úr bauknum af öðru. — Ég man nú tímana tvenna, sem yfir Bíldudal hafa gengið, lætur karl dæluna ganga. — Og mikið hefur hann nú Gísli gert fyrir plássið hér og drift- ina. Þetta var allt í niðurlægingu frá því Thor- stensen fór héðan. En nú er atvinna nóg, ekki verð- ur annað sagt, þótt ég sé orðinn svo mikið skar, að ég get ekki tekið þátt í neinu. En gott væri að geta þénað skildinginn. Þegar ég hætti sjósókn, tók ég mig til og ruddi þennan jarðarskika. Þetta var urðin ber áður en ég ruddi grjótinu burt og hlóð vegginn þann arna úr því. Við lítum á vegginn, snilldarlega hlaðinn utan um fallegt og slétt tún. — Já, einmitt, segir Eggert og snýtir sér og karl- inn snýtir sömuleiðis öllu tóbakinu, sem hann hafði innbyrt fyrir örlítilli stundu, aftur í klútinn. Til hvers eru karlar að taka í nefið? hugsa ég. Þeir snýta öllu jafnharðan út aftur. — Já, akkúrat, já, segir Eggert enn. — Svo þú kornið niður í holuna og út frá miðpunkti í all- ar áttir, hitti fyrir sér rennurnar í steininum, marð- ist sundur, þegar hryggirnir milli ásanna ultu yfir það. Að síðustu sáldaðist mjölið út á milli kvarn- anna og myndaði háan hring í kvarnarstokknum, ef ekki var sópað frá kvörninni við og við. Það var gert með reittum fuglsvæng, sem alltaf lá í kvarn- arstokknum, yzt úti í einu horninu. Var orð á því gert, hve erfitt væri að mala í handkvörn. Hefur það verið fangavinna, að standa við kvörnina frá morgni til kvölds og snúa án afláts, þar til trog- ið tæmdist. Var þó þessi vinna oft ætluð liðlétt- ingum, sem orðnir voru ófærir um stritverk utan- bæjar fyrir ellisakir eða lasleika. Urðu bæði karl- ar og konur að sætta sig við þessa þrælavinnu. Var víðast hvar hart eftir rekið, að þeir skiluðu sóma- samlegu dagsverki að dómi hinna, sem aldrei kom- ust í kynni við kvörnina. Þegar malað var venjulegt mjöl af kappi og vel var gefið í, var kvarnarhljóðið þungt og sefandi. Væri minna gefið í, heyrðist meira í „meinvætt- inni“. Ef henni var snúið tómri, gaf hún frá sér grmmdarlegt urghl'jóð. Var þá kallað að hún væri svöng. Það var stranglega bannað að urga tómri kvörn, því við það slitnuðu steinarnir. Þar sem gamalmenni voru látin mala og hart var gengið eftir því að þau skiluðu meira dags- verki, en þau voru fær um, urðu þau að mala alla vökuna út, og jafnvel fram á nætur. — Var þá ekki dæmalaust, að unglingar drægjust fram í kvarnarskotið, ef þeir áttu eitthvað bágt, höfðu verið hirtir vægðarlaust, eða sýnd önnur harð- ýðgi. Það var svo friðandi að hlusta á kvarnar- hl'jóðið og oft mýkri moðbingurinn en fletið þeirra. — Þar mættust stundum æska og elli, fundu til hvort með öðru og hugguðu hvert annað með þöglu úrræðaleysi einu saman. Þessir tímar eru nú löngu liðnir, sem betur fer. Þó margt væri tignarlegt og sérstætt í frum- stæðu, íslenzku þjóðlífi, var það einnig auðugt að ófögrum myndum, ömurlegum uppvaxtarskilyrð- um fyrir æsku landsins, og hörmulegum aðbúnaði við ellina, þó víða ættu börn og gamalmenni sæmilega ævi. Guðfinna Þorsteinsdóttir. 19. JÚNÍ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.