19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 26
um stöðum taka félagasamtök hana að sér. Væru félagasamtök hérlendis fáanleg til að taka að sér að annast slíka þjónustu, væri ekki óeðlilegt, að sveitarfélögin tækju þátt í kostnaðinum við framkvæmdina, en hann yrði ávallt minni en sá kostnaður, sem hlyti að verða af dvöl á vistheim- ili fyrir aldrað fólk. Ekki er ótrúlegt, að til starfa af þessu tagi mætti fá starfskrafta, sem ekki anna því að taka að sér heildags störf, en gætu sinnt því að aðstoða aldrað fólk nokkra tíma á dag eða nokkra tíma á viku. Erlendis tíðkast það, að sér- stakir félagsmálafulltrúar hafi eftirlit með því, að sú hjálp, sem látin er í té í þessu skyni sé full- nægjandi. Benda má líka á þann möguleika, að matarverzlanir eða veitingastaðir kynnu að ann- ast heimsendingu á tilbúnum mat til aldraðs fólks, sem þess kynni að óska. Ef horfið yrði að því á einum eða fleiri stöðum að byggja heilar íbúða- samstæður handa öldruðu fólki, mætti hugsa sér, að þar yrðu eldhús, þar sem fram færi mat- reiðsla handa þeim af íbúunum, er þess kynnu að óska. Eg hef nú rakið nokkur atriði úr niðurstöðum milliþinganefndarinnar, og í samræmi við þessar ábendingar hefur ríkisstjórnin lagt fram frum- vörp á Alþingi, sem þessa dagana eru til athug- unar þar. Þótt ekki sé fullséð um úrslit þeirra, er vonandi, að þau sjónarmið, sem í þeim koma fram, leiði til framkvæmda, sem verði til heilla þeim hluta þjóðarinnar, sem við skuldum mest, elzta fólkinu. (* Við þessi mál verður ekki svo skilist, að óget- ið sé hins mikla gagns, að vistheimilum, sem ann- azt hafa margan lúinn og lasburða borgara þessa lands. Allt frá því er fyrsta elliheimilið tók til starfa á landi hér hinn 1. janúar 1922 og þar til í dag, að þau eru orðin þrettán, og vistmannatal- an hátt á sjöunda hundrað, hafa margar hjálpfús- ar hendur verið að verki á þessum stofnunum. Sjálfsagt er þó, að áhugamenn, sveitarfélög og ríki vinni sameiginlega að því verkefni, sem fer vax- andi, að bæta aðbúð hins aldraða fólks, hvort held- ur er með vistheimilum eða aðstoð og fyrirgreiðslu utan þeirra. Þjóðfélag okkar hefur vaxið að þroska og vill sýna elztu borgurum sínum þakklæti og virðingu með því að veita þeim hina beztu aðbúð, sem völ er á. *) Frumvörp þessi voru lögfest í apríl s.l. og eru lög nr. 49, nr. 52 og nr. 58/1963. M E R K L □ G Hér á eftir skal farið nokkrum orðum um nokkur mál, sem síðasta alþing, það er þingið 1962—1963, hafði til meðferðar og afgreidd voru sem lög. Mun ég þá fyrst nefna lög um almanna- tryggingar. Frumvarp til þeirra laga var vandlega undirbúið af nefnd, sem Emil Jónsson, félagsmála- ráðherra, skipaði haustið 1960 til að endurskoða í heild lögin um almannatryggingar. I nefndinni voru: Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri, sem var formaður nefndarinnar, Gunnar J. Möller, hæstaréttarlögmaður, Sverrir Þorbjörnsson, for- stjóri Tryggingarstofnunar ríkisins, Jóhanna Egils- dóttir, sem þá var formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, og Sigríður J. Magnússon, formaður Kvenréttindafélags Islands. Nefndin hafði að fullu lokið störfum nokkru eftir að alþingi kom aftur saman eftir jólafrí þingmanna s.l. vetur. Var frum- varpið l'agt fyrir þing sem stjórnarfrumvarp. Það hlaut góðar undirtektir þingmanna yfirleitt og var afgreitt sem lög með litlum breytingum. Hin nýju lög munu öðlast gildi 1. janúar 1964. Með þessum nýju lögum hafa enn verið gerðar mjög miklar endurbætur á almannatryggingalögunum, enda munu þau vera orðin fullkomlega sambærileg við hliðstæð lög annarra þjóða þar, sem þau eru full- komnust. Það má segja, að flest veigamestu atrið- in, sem Kvenréttindafélag Islands, og raunar ýms önnur félagssamtök, hafa mjög beitt sér fyrir undanfarin ár, hafi nú verið tekin til greina að öllu eða nokkru leyti. Hér er eigi rúm til að fara út í einstök atriði, þó vil ég aðeins nefna að fjöl- skyldubætur skulu greiddar með öllum börnum, viðurkenndur réttur húsmóður til sjúkrabóta og al'lt landið eitt verðlagssvæði. Ég vil vekja sérstaka athygli á því ákvæði þess- ara nýju laga, að allir skulu greiða sömu iðgjöld til almannatrygginga, og hafa þar að sjálfsögðu sömu réttindi, hvort sem þeir eru tryggðir hjá sérsjóðum eða ekki. Mun þetta sennilega leiða til þess, að allir sérlífeyrissjóðir verði gerðir að við- bótarsjóðum við almannatryggingar,, enda með greinargerð með frumvarpinu talin æskilegasta þróun þeirra mála. Þetta hefur verið gert með Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Ný lög um þann sjóð voru sem sé afgreidd á síð- asta alþingi. Frumvarp til þeirra laga var samið af stjórn sjóðsins, þeim Hákoni Guðmundssyni, Frh. á bls. 44 24 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.