19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 9
gerði margar teikningar af honum eins og hann var um hans daga. Jónas Hallgrímsson ritaði einn- ig afar skemmtilega grein um íslenzka kvenbún- inga. Er hún talin vera með því síðasta, sem Jónas skrifaði og mun hafa átt að birtast í Fjölni, en af því varð þó ekki og er hún fyrst prentuð í Fjall- konunni, blaði Valdimars Asmundssonar, ein- hvern tíma á árunum 1885—97. Þó grein Jónasar birtist ekki á prenti fyrr en þetta, er hún ekki óþessleg að hafa einmitt komið þessu máli á rekspöl'. Vel kynni Sigurður að hafa vitað um hana, þegar hann fór að skrifa um bún- inginn 1857 og hófst handa um að ndurbæta hann. Hefir þessi nýja gerð búningsins þá verið sam- vinna skálds og myndlistarmanns, að ógleymd- um þætti kvennanna sem fyrr segir. Jónas er ekki nærri eins óánægður með gamla búninginn og átelur kvenfólkið harðlega fyrir þann hégómaskap að leggja niður sinn eigin þjóð- búning og halda það fínna að klæðast útlendum fatnaði, sem honum þykir með öllu afkáralegur. Það er einkum faldurinn, sem Jónasi þykir þörf að breyta, og það er einmitt hann, sem Sigurð- ur gerir mestar breytingar á, en gerði þó allan búninginn einfaldari og stílhreinni. Annars veit enginn, hve gamall íslenzki kven- búningurinn er, né hvar hann á sitt upphaf. Hann hefir að sjálfsögðu alltaf lagað sig nokkuð eftir klæðaburði annarra þjóða, eða eftir útlendum þjóðbúningum, þó hann beri enn nokkurn keim af fornöld. íslenzkar konur höfðu jafnan lítil tækifæri til að ferðast til annarra landa, fyrr en kemur fram á tuttugustu öld. Þó hafa þær slæðst utan ein og ein og má ætla, að þær hafi þá gefið því auga, hvernig konur hinna landanna klæddust, og tekið eitt og annað eftir þeim. Og alltaf hefur eitthvað af búningnum verið úr útlendu efni, t.d. hálsklút- urinn. En allar breytingar hafa þá verið hægfara þar eins og hér. Víða má enn finna nokkra líkingu með faldin- um okkar, t.d. í afskekktum sveitum á Norður- löndum. í Armeníu eru sumir gömlu þjóðbúning- arnir afar líkir íslenzka skautbúningnum, nema þeir eru aldrei svartir, kvensilfrið og skautið eru á sumum þeirra nálega eins og hjá okkur. Það er fleira, sem er svo líkt með armenskum þjóðháttum og íslenzkum, að varla getur verið hending ein. Þjóðbúningar eru ekki fyrst og fremst tízka, sem hefur dagað uppi, þeir eru engu síður spegil- mynd af þjóðlegri menningu og listrænum smekk fólksins. íslenzki faldbúningurinn er fallegur og virðu- legur í þeirri mynd, sem hann er nú. Þó er hann líklega of einskorðaður við svarta litinn. ★ En það er ýmislegt við aðrar gerðir íslenzka búningsins að athuga, t.d. svuntan. Hún er nú oft höfð svo breið að næstum nær saman að aft- an og er það ekki fallegt, þó kannski beri það vott um auðlegð. Þó er enn verr komið fyrir húfunni. Það er orðin raun að horfa á þessar hlemmistóru flauel'shúfur, sem ekki halda neinni lögun, þegar þær koma á höfuðið, en teygjast í allar áttir eins og verkast vill. Þó er verst að sjá skúfhólkinn hanga, eins og hann gerir oft, næstum útaf öxlinni og hver veit, hvað hann á eftir að síga enn. Eða títuprjónarnir. Varla getur nokkur kona borið þennan búning án þess að ergja sig yfir þeim, enda munu þeir eiga drýgstan þátt í því að fæla ungar stúlkur frá því að klæðast honum. Þeir hafa líka næstum ekkert hald í stuttklipptu hári, sem þó fer langbezt við húfuna. Þá mætti skúfurinn styttast um helming, eða meira. Fyrst þetta mál ber á góma, langar mig til að gera eina uppástungu viðvíkjandi skotthúf- unni. Það þarf að samræma hana meira öðrum höfuðfötum. Fyrir nokkrum árum voru í tízku af- arlitlir hattar, sem sátu ofan á höfðinu eins og skotthúfan og mátti heita að hefðu sömu lögun og hún. Hattar þessir höfðu stíft form og áfast því voru lykkjur eða klemmur, sem héldu hatt- inum föstum en hurfu alveg í hárið. Margir þeirra voru úr svörtu flaueli og hefði ekki þurft að breyta þeim mikið til þess að hægt væri að nota þá sem skotthúfur, varla annað en festa á þá hólkinn og skúfinn. Ef þetta tækist vel, væri húfan aftur orðin nothæft höfuðfat, en það hefur hún ekki verið síðan stóru prjónuðu húfurnar voru uppi, í þær þurfti enga títuprjóna. Það er fáránlegt að við, sem lifum á öld tækninnar, skulum taka því möglunarlaust að verða að festa á okkur húfunni með þessum undarlegu tilfær- ingum. En vegna þess að mér er sjálfri fyrirmunað að koma nokkru í verk, vil ég hér með gefa einhverri framtaksmanneskju þessa hugmynd. Halldóra B. Björnsson. 19. JÚNX 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.