19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 49

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 49
HALLVEIGARSTAÐIR Það hefur lengi verið óskadraumur íslenzkra kvenna, að eignast heimil'i fyrir hina marghátt- uðu félags-starfsemi sína. En það sefur gengið illa og hafa alls konar og útrúlegustu erfiðleikar og ó- höpp verið þess valdandi. Nú hefur þó loks rofað til í þessu byggingarmáli, og er bygging hússins hafin á lóð stofnunarinnar við Garðastræti mil'li Túngötu og Öldugötu. Kvöð þeirri, sem á lóðinni hvíldi hefur verið aflétt að undangengnum dómi og skaðabóta- máli. Byggingarfélagið „Verklegar framkvæmd- ir“ hafa tekið að sér að steypa húsið upp og ganga frá öllu utan húss. Er áætlað að því verki verði lokið á þessu sumri. Þar sem bygging hússins af óviðráðanlegum á- stæðum hefur dregist svo lengi, hefur það leitt til þess, að teikningar og jafnvel sjálf hugmynd- in um Hallveigarstaði er orðin úrelt og á eftir tímanum, bæði vegna breyttra þjóðfélagshátta og ýmissa annarra aðstæðna. Þurfti því málið end- urskoðunar við. Eftir nána og rækilega athugun komst fram- kvæmdastjórn Hallveigarstaða að þeirri niður- stöðu, að heppilegast yrði að hverfa frá hinni upphaflegu hugmynd um stórhýsi, sem jafnframt yrði að nokkru leyti hótel, en að byggt yrði félags- heimili fyrir starfsemi kvenfélaganna og kven- félagasamtakanna í landinu. I húsinu verða góðir salir fyrir félagsfundi og skrifstofuherbergi fyrir þau félög og félagasam- tök, sem leitað hafa eftir því, einnig fullkomið eldhús, svo að góð aðstaða verður til veitinga. Þá er ætlunin að í húsinu verði pláss fyrir ým- ir konar starfsemi, svo sem tómstundaiðju fyrir ungar stúlkur o.fl. Hús þetta mun bæta úr brýnni þörf, því að kvenfélögin hafa oft og tíðum verið í vandræðum með að fá húsnæði fyrir fundarhöld sín og starf- semi. Hallveigarstaðir eru sjálfseignarstofnun, og er stjórn hennar þannig skipuð: Þrjár konur kosnar af Kvenfélagasambandi ís- lands, þrjár konur kosnar af Kvenréttindafélagi íslands, ein kona skipuð af ríkisstjórninni, ein kona frá borgarstjórn Reykjavíkur, og ein kona frá konum í Alþýðusambandi íslands. Hallveig- arstaðir hafa alltaf átt sína vini og velunnara, og hafa þeim oft borist stórgjafir. Nú síðast fyrir nokkrum dögum barst höfðingleg gjöf, er Ragn- heiður Runólfsdóttir, kaupmaður, Hafnarstræti 16 hér í bæ, sem andaðist 16. marz síðastliðinn arf- leiddi stofnunina að, 10 þús. kr. Aður hafði Þór- unn Jónsdóttir kaupmaður, Klapparstíg 1 arf- leitt stofnunina að 5 þúsund kr., og nokkru þar áður hafði Soffía Bertelsen arfleitt Hallveigar- staði að rúmlega 10 þús. kr. Allar þessar stóru gjafir og þann hug til Hall- veigarstaða, sem þeim fylgdi, vill framkvæmda- stjórnin þakka, og blessar minningu þessara góðu kvenna. Þá vill og framkvæmdastjórnin að þessu gefnu tilefni hvetja allar íslenzkar konur til að vera nú samtaka um að koma húsinu upp og það sem fyrst. Þetta má ekki og getur ekki dregist lengur. Það væri ekki vanzalaust fyrir íslenzkar konur, ef þær ekki gætu lyft því Grettistaki, sem það óneitanlega er að koma þesu húsi upp. Þær hafa gert annað eins, aðeins ef vilji og áhugi er fyrir hendi. form. framkvstjórnar Hallveigarstaða. Kristín L. Sigurðardóttir, f >> Menningar- og minningarsjóður kvenna Umsóknir um styrk úr sjóðnum fyrir yfir- standandi ár þurfa að berast fyrir 15. júlí næstkomandi. Eyðublöð fyrir umsóknir fást í skrifstofu sjóðsins að Laufásvegi 3, sími 18156. Skrifstofan er opin fimmtudaga kl. 4 —6. Utanáskrift sjóðsins er: Menningar- og minningarsjóður kvenna, pósthólf 1078. Stjorn Menningar- og minningarsjóðs kvenna V__________________________________________/ 19. JÚNÍ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.