19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 46

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 46
MERK LOG Framh. af bls. 24 hæstaréttarritara, Guðmundi Guðmundssyni, tryggingafræðingi og Sigtryggi Klemenssyni, ráðu- neytisstjóra. Fjármálaráðherra, Gunnar Thorodd- sen, hafði falið þeim að endurskoða lögin, og var frumvarpið lagt fyrir þingið sem stjórnarfrum- varp. Aðalbreytingarnar eftir þessum nýju lögum eru, að lífeyrissjóðurinn starfar nú sem viðbótar- trygging við almennar tryggingar og ellilífeyri eða eftirl'aun, eins og þetta hefur venjulega verið nefnt, miðast nú ekki lengur við 10 síðustu starfsár sjóðsfélaga, heldur við þau laun, er hann hafði síðasta árið. Að sjálfsögðu er um ýmsar fleiri breytingar að ræða, en hér er eigi rúm til að rekja það nánar. Lög þessi öðlast gildi 1. janú- ar 1964. Að síðustu vil ég minnast á eitt mál enn, og er þar á ferð algert nýmæli að því leyti að eigi hafa verið til lög um það áður. A ég hér við lög um byggingasjóð aldraðs fólks. Hér er einnig um stjórnarfrumvarp að ræða sem var undirbúið af nefnd. I nefndinni voru Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, sem var formaður nefndarinnar, Sigríður Thorlacius, og læknarnir Alfreð Gíslason, Kjartan Jóhannsson og Olafur Olafsson. Byggingarsjóður þessi á að veita lán og styrki til að byggja fyrir aldrað fólk. Einn megin tekju- stofn sjóðsins er viss hluti af ágóða happdrættis aldraðra sjómanna. Stjórn sjóðsins annast Trygg- ingastofnun ríkisins, en fulltrúi stjórnar happ- drættis D.A.S. skal eiga tillögurétt um lánveit- ingar. Samhliða frumvarpinu um byggingasjóð aldr- aðs fólks samdi nefndin tvö önnur frumvörp. Ann- að er um breytingu á lögum um heimilishjálp í viðlögum. Hitt er um breytingu á lögum um happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna. AMt þetta í sameiningu stefnir að því, að búa öldruðu fólki þau skilyrði, að það geti sem lengst lifað eðlilegu lífi innan um heilbrigt, starfandi fólk og haft tækifæri til þess að nota starfsorku sína sem lengst og bezt. Það segir sig sjálft, hversu mikils virði þetta er bæði fyrir gamla fólkið sjálft og þjóðfélögið. Það var aldrei ætlunin að rekja þessi merku mál hér til neinnar hlítar, heldur aðeins vekja á þeim eftirtekt og getur þá hver, sem þess óskar aflað sér um þau nánari vitneskju. Guðný Helgadóttir. (Í^roótnir hiebhir Þessar félagskonur hafa látizt síðan blaðið kom út í fyrra: Asta Magnúsdóttir fyrrv. ríkisféhirðir. Hún var fædd 27 febrúar 1888 d. 26. maí 1962. Hún var mjög vel menntuð og mikilhæf kona. Tuttugu og tveggja ára gömul var hún skipuð ritari og síðar fulltrúi í skrifstofu landsféhirðis og loks var hún skipuð ríkisféhirðir 1. okt 1933. Þóttu það undur mikil, að konu skyldi veitt slík ábyrgðarstaða, enda höfðu kvenréttindakonur safnað fjölda undirskrifta til að skora á ríkisstjómina að veita henni stöðuna. Þegar hún lét af störfum 71 árs, hafði hún starfað í nálega 49 ár samfel'lt á skrifstofu ríkisfé- hirðis. Samstarfsmaður hennar skrifar um hana látna: ,,Með henni er fallinn í valinn einn af þeim embættismönnum, sem störfuðu á mörkum tveggja tíma og báru keim af báðum. Eins og að líkum lætur með konu af jafn góðum stofni og jafn trausta skapgerð, tileinkaði hún sér beztu þætti þess aldarfars, er hún bjó við. Fornar dyggðir embættismannsins, samvizku- semi, heiðarleiki og virðuleiki voru henni í blóð bornar, en kröfur tímans voru henni líka auðveld- ar viðfangs, til þess átti hún næga víðsýni og öfga- laust frjálslyndi. Lipurð og kurteisi hennar áttu sér rætur í góðu hjartalagi, því að hún vildi leysa vanda hvers manns“. Hún var sæmd bæði riddarakrossi og stórridd- arakrossi Fálkaorðunnar fyrir vel unnin störf í þjónustu ríkisins. Ásta Ólafsdóttir, f. 18 jan. 1893, d. 13. apríl 1963. Hún var gift Magnúsi Erlendssyni úrsmið og áttu þau eina dóttur, sem er gift og býr í Danmörku. Ásta starfaði lengi í Landsbankanum og var sér- lega trygglynd og vel látin af þeim, sem þekktu hana. Jóna Ingunn Sigfúsdóttir f. 1. apríl 1932 d. 27. desember 1962. Árið 1958 giftist hún Aage Moland- er og áttu þau eina dóttur. Jóna vann í tíu ár á Veðurstofunni og var ákaflega vel látin og góð- ur starfsmaður. Sem dæmi um þrek hennar og áhuga fyrir starf- inu má geta þess, að þrátt fyrir erfið veikindi, 44 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.