19. júní - 19.06.1963, Side 31
ið svo þjált, að þeir fái fullnægt löngunum sín-
um og þrám, án þess að gjalda fyrir svo hátt
verð, að síðar blandist mönnum hugur um, hvort
það hnoss var dýrara, sem haldið var, en hitt
sem ef til vil'l var innan seilingar. Og alltaf verða
þeir margir, sem finnst lífið aldrei hafa léð sér
neitt valfrelsi, en þvingað sig frá hugðarefnunum
á veg skyldunnar, grýttan og torgenginn.
Lífshamingja er ekki hugtak, sem mælt verð-
ur sama mælikvarða hjá öllum, til þess eru ein-
staklingarnir of ólíkir. En hitt eru menn sammála
um, að flestir þeir verði glaðari menn, sem fá
tækifæri til' að þroska hæfileika sína og njóta
sem flestra þeirra við störf. Af rannsóknum mann-
fræðinga mun nú glötuð sú trú, sem menn áður
höfðu á því, að hreinust og dýpst væri lífshamingja
þess fólk sem yndi við frumstæða lifnaðarhætti
í hagstæðu umhverfi frá náttúrunnar hendi. Þeg-
ar farið var að skoða niður í kjölinn samfélög
flestra hinna frumstæðu náttúrubarna, kom í ljós,
að margt skyggir á þeirra lífsgleði. Fjandsamlegir
vættir búa hjá þeim í stokkum og steinum, þeir
þjást af sjúkdómum m.a. vegna skorts á hreinlæti
og sambúðarlögmál þeirra eru yfirleitt fjarri því
að byggjast á góðvild og samúð. Sem sagt, sá
efniviður, sem mannskepnan er af gerð reynist
hvergi fullkominn, en hvert samfélag skapar sitt
lífsform og tekst að vísu misvel um val þeirra
hugsjóna, sem eftir er stýrt.
Á því stigi, sem við nú stöndum hér, viljum
við að saman fari „alefling andans og athöfn
þörf“. Með bóklegri og verklegri menntun við
hæfi, teljum við einstaklingnum sköpuð bezt
þroskaskilyrði, þó að lengi megi deila um, hvaða
tegund menntunar verði notadrýgst. Skoðanir
eru einnig skiptar um það hvort konum og körl-
um hæfi samskonar menntun, hvort það leiði
ekki af eðlismun þeirra, að æskilegt sé að þau
skipti með sér störfum í þjóðfélaginu. Hvað sem
sérhæfingu líður, þá er víst, að mestur hluti al-
mennrar menntunar notast jafnt konum sem körl-
um til persónuþroska í þeim skilningi, sem nú-
tímamenning er mæld.
Enginn ber framar brigður á, að hver sú kona,
sem aflar sér góðrar verkþekkingar standi betur
að vígi í lífsbaráttunni en sú, sem litla sérkunn-
áttu hefur, og það jafnt hvort starfssviðið, sem
hún hefur valið sér, er ein grein þeirra starfa,
sem framkvæma verður á hverju heimili eða
ekki. Hins vegar hafa menn síður verið sam-
mála um, hvort bóknám væri konum jafn hag-
kvæmt og körlum. Ganga andmæli sumra svo
langt, að þeir segja, að það sé sóun á fjármunum
þjóðarinnar að kosta stúlkur til langskólanáms,
og heimskuleg ráðstöfun á tíma stúlknanna að
leggja í slíkt, þar sem flestar þeirra giftist og
fari að eiga börn og hafi engin not af náminu.
Þessi röksemdafærsla hefur mér alltaf þótt
mjög einkennileg. Er þá menntun ekkert annað
en aðferð til að auka fjáröflunarmöguleika fólks?
Ef menntun leiðir ekki til frjórra andlegs lífs,
þá er eitthvað bogið við það fóður, sem skólarnir
bjóða nemendum sínum. Og hverjum er nauð-
synlegra að eiga traustan forða andlegra verðmæta
en konunum, sem eiga að vera félagar eiginmanna
sinna og uppalendur barnanna? Er ekki sífellt
klifað á því, að menn búi lengst og mest að
þeirri fræðslu og siðgæðishugmyndum, sem þeir
hafi tileinkað sér við móðurkné?
Ef það er ekki grundvallarmisskilningur, að
kynni af því, sem mest hefur þótt til koma í
bókmenntum og öðrum listum, í heimspeki, trú-
arbrögðum og fleiri greinum séu göfgandi og
þroskandi, þá virðist auðsætt, að fáir hafi betri að-
stöðu til að skila þeim áhrifum til komandi kyn-
slóða en konurnar. Fyrir þeirra tilstilli ættu áhrif
hinna mestu anda að eiga greiðastan gang inn
í hversdagslíf manna og áhrif listanna að verða
drýgst. Konan er að jafnaði meira á heimilinu en
karlmaðurinn og mótar meira allan brag þess. Það
er gott og blessað að koma saman á sýningum
og söfnum til að njóta myndlistar, eða á hljóm-
leikum til að hlusta á tónlist, en slíkt varir aðeins
fáar stundir hins daglega lífs. Konan, sem ann list-
um og veit á þeim einhver skil, leiðir áhrif frá
þeim inn á heimili sitt hvern dag. Móðir, sem
kennir barni sínu ljóð og segir því sögu,
sem vekur forvitni þess á góðum bókmennt-
um eða sveigir smekk þess á tónlist eftir
eigin, þróuðum smekk, er virkur aðili í að
miðla hinum mannbætandi áhrifum listanna. Hún
fremur en nokkur annar aðili, getur vakið hjá
æskufólki áhuga á hugðarefnum, sem endast alla
ævina til þess, að frístundirnar auðgi líf þeirra,
í stað þess að hverfa við neikvæðar lífsvenjur.
Ef við miðum við það, að stúlka, sem hefur
góða greind og er hneigð til bóknáms, ljúki stúd-
entsprófi um tvítugt, giftist svo og stofni heimili,
þá finnst mér vandséð, að hún sé verr á vegi
stödd en stallsystir hennar, sem aðeins hefur lok-
19. JÚNÍ
29