19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 23

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 23
séu hjá öðru, komi kostir hjá hinu. Lítum nú nokkuð á afstöðu manna til ellinnar á okkar landi á fyrri tíð. Af fornum íslenzkum heimildum má ráða, að í heiðnum sið ríkti mikil virðing fyrir manninum á hans bezta aldri, en minni, að því er séð verður, í ellinni. „Svo ergist hver, sem hann eldizt“ segir í Hrafnkels sögu Freysgoða. I ýmsum kveðskap fornum kemur fram beiskja yfir ellinni: „Því að alþjóð jyr augum verðr gamals þegns gengileysi“. segir Egill í Sonatorreki. En mannvit hins aldraða naut virðingar, og í Hávamálum segir: „At hárum þul hlœ þú aldregi; oþt er gótt, þat es gamlir kveða“. Lítum nú nokkuð á aðgerðir þjóðfélagsins til að tryggja aðbúnað hinna öldruðu. Nauðsyn þess, að hið opinbera tryggði að einhverju aðbúnað aldraðs fólks, var viðurkennt í hinum elztu, ís- lenzku lögum, að vísu með misjafnlega mannúð- legum hætti. Gamalt fólk og óvinnufært var þá ómagar, en nú er öldin önnur. I ómagabálki Grá- gásar segir: „Sína ómaga á hver maður fram að færa á landi hér. Móður sína á maður fyrst fram að færa. En ef hann orkar betur, þá skal1 hann færa fram föður sinn“. Og svo er áfram talið, unz náði til fimmmenninga. Framfærslumál aldraðra og fátækra voru til forna oft útkljáð á opinberum fundum, og komu þá í heiðnum sið í hallæri og óáran stundum upp grimmilegar hugmyndir, svo grimmilegar, að furðu gegnir fyrir okkur nútímabörn. t í Svaða þætti og Arnórs kerlingarnefs segir frá því, er Arnór kom heim til móður sinnar af héraðs- fundi, þar sem samþykkt var vegna hallæris og ( sultar að gefa upp gamla menn, lama og vanheila, og veita enga björg og eigi skyldi herbergja þá. , Móðir hans sagði: „Nú vit fyrir víst, þó að þú gerir eigi sjálfur slíka hluti, þá ertu allt að einu með engu móti hlutlaus eða sýkn af þessu glæpa- fullu manndrápi, þar sem þú ert höfðingi og for- maður annarra, ef þú leyfir þínum undirmönn- um að úthýsa í hríðum feðginum eða frændum nánum, og jafnvel þó að þú leyfir eigi, ef þú stend- ur eigi með öllu afli á mót slíkum ódáðum“. Arn- ór skildi góðfýsi móður sinnar, og tók vel áskor- an hennar, safnaði saman öllu útreknu gamal- menni og lét „næra með allri líkn“. Annan dag stefndi hann saman fjölda bænda, og sagði meðal annars: „Hirtur sannri skynsemd iðrumst ég mjög svo illskufullrar og ódæmilegrar gerðar. Nú þar um hugsandi hefi ég fundið það ráð, sem vér skul- um allir hafa og halda, það er: að sýna manndóm og miskunn við mennina, svo að hver hjálpi sín- um frændum, svo framast sem hefur föng á, eink- anlega föður og móður og þar útífrá, þeir er betur mega, fyrir sulti og lífsháska aðra sína náfrænd- ur. Skulum vér þar til leggja allan vorn kost og kvikendi að veita mönnum lífsbjörg og drepa til hjálpar vorum frændum fararskjóta vora, held- ur en láta þá farast úr sulti“. Þetta gerðist í heiðnum sið, skömmu fyrir kristnitöku, og Amór sagði ennfremur: „Nú, ef sá er sannur Guð, er sólina hefur skapað, til þess að birta og fegra veröldina, og ef honum líkar vel mildi og réttlæti, sem vér höfum heyrt sagt, þá sýni hann oss miskun sína“. Undir orð Arnórs var tekið, og samþykkt var framfærsluskylda ættingja, og minna má á, að morguninn eftir brá árferði strax til batnaðar. „Morguninn eftir var á brautu allur grimmleikur frostsins, en kominn í staðinn hlær sunnanvindur og hinn bezti þeyr. Gerði þaðan af hæga veðr- áttu og blíðar sólbráðir". Þetta var saga um framfærsluskyldu ættingja. Þeir sem engan lögskyldan aflögufæran fram- færanda áttu að, gátu, ef þeir áttu eignir, selt arfsali, eða gert próventugerning. En ef gamal- menni, sem engan framfæranda átti að, hins veg- ar var snautt af veraldarefnum, var því heimiluð för um tiltekið svæði, og mátti beiðast fæðis og gistingar. Byggðist skipting landsins í hreppa upphaflega á þessum sjónarmiðum. Lagaákvæði um þessi efni eru mjög gömul og ýtarleg. Þá má minna á, að vísir að elli- og örorku- tryggingum má segja, að komið hafi til sögunnar 1096 með tíundarlögunum, en þá var fyrst lög- leitt fast gjald til þarfa fátækra. Upphaflega var það notað til að styðja til sjálfshjálpar þá, sem ekki höfðu sagt sig á hendur framfærenda eða hreppi. Er leið á Jónsbókartímabilið eftir 1281, var farið að nota tekjur sveitarinnar til að greiða með ómögum, sem niður voru settir. Stundum var - 19. JÚNÍ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.