19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 15
börn eiga í hlut, það er eitt af mörgum; sum börn eru betur komin í fóstri eða í stofnun. 4. Er líklegt, að barnlaus hjón, sem ættleiða barn vegna ýmissa hjúskaparvandkvæða og ef til vill yfirvofandi skilnaðar, séu heppilegir uppal- endur? Ekki nær nokkurri átt að láta kjörbarn til hjóna, þegar svo stendur á. Barnlaus hjón vilja stundum taka kjörbarn af því, að hjónaband þeirra er að fara út um þúfur, ganga þau, — eða annað hvort þeirra — með þá grillu, að barnið muni bæta sambúð þeirra og bjarga hjónaband- inu. En þetta eru nær ávallt tálvonir og þetta við- horf þeirra er barninu mjög óhagstætt. Barnið má með engu móti verða fórnardýr við tilraunir þeirra til þess að bjarga misheppnuðu hjónabandi. Slíkum hjónum ganga ekki réttar hvatir til þess að taka kjörbarn, heldur gera þau eigingjarnar og ósanngjarnar kröfur til barnsins. Þau munu brátt komast að því, að barnið megnar ekki að bæta samlíf þeirra, þau verða fyrir vonbrigðum af því, og getur þetta leitt til þess, að þau verða því meira eða minna fráhverf, og nýtur barnið þá ekki lengur hjá þeim þess ástríkis og örygg- is, sem það þarfnast. Stundum endar slíkt hjóna- band með skilnaði. Ein sú meginkrafa, sem gera verður til væntan- legra kjörforeldra, er, að hjónaband þeirra sé traust og gott. Eins verða hjónin að vera sam- mála og samtaka um að taka kjörbarn. Sem sagt, ef hvatir hjóna til þess að taka kjör- barn eru þær að gera tilraun til þess að bjarga misheppnuðu hjónabandi, kemur ekki til' mála að fá þeim kjörbörn í hendur. Nær ávallt gera þau sér allt far um að dylja ættleiðingarmiðlarann þessar- ar ástæðu, en náin athugun hans á högum þeirra og hvötum leiðir oftast viðhorf þeirra í ljós, svo að unnt er að forðast slík mistök. 5. Viljið þér nefna einhver önnur atriði sem þér teljið að hafa beri sérstaklega í huga í sambandi við ættleiðingar? Brýn nauðsyn er á því, að undirbúa ættleið- ingar miklu rækilegar en nú er gert hér á landi. Árangur ættleiðingar sem uppeldisúrræðis veltur mjög á því, hvernig undirbúningi hennar er hátt- að. Margs konar vandasamar athuganir og rann- sóknir þurfa að réttu lagi að fara fram, áður en hún er fullákveðin. Ef lítt er vandað til þessa starfs og á því er mikið handahóf, verða við ætt- leiðingar mörg mistök, sem valda ógæfu og óham- ingju öllum, sem hlut eiga að máli: kynforeldri, kjörforeldrum og síðast en ekki sízt kjörbörnun- um, en ættleiðingin á framar öllu að stuðla að þroska þeirra og lífshamingju. Ef nógu vel er vandað til undirbúnings ættleiðingarinnar, má forðast flest slík mistök og draga mjög úr áhættu þeirri, sem henni eru samfara. Sérmenntað starfs- lið þarf að hafa þessa rannsókn á hendi, en hún varðar þrjá aðila: foreldra barnsins, sérstaklega móður þess, barnið sjálft og væntanlega kjörfor- eldra þess. Móðurinni verður að koma til skilnings á aðstæðum sínum, svo að hún geti tekið ákvörðun, sem heillaríkust er henni og barninu. í öðru lagi verður að reyna að ganga úr skugga um, hvort barnið er heilbrigt á sál og líkama. í þriðja lagi verður að ráða í með nokkurri vissu, hvernig hjón þau, sem um ræðir, munu reynast sem kjör- foreldrar og veita þeim stundum ýmsa aðstoð og leiðbeiningar, einkum fyrst í stað. Stefna ber að því nú þegar, að sérfrótt starfs- lið taki alla ættleiðingarmiðlun í sínar hendur. Samstarfshópur þessi yrði skipaður minnst þrem- ur mönnum: Sérmenntuðum ármanni eða árkonu (social worker) í ættleiðingarmálum, geðlækni, helzt barnageðlækni, og barnasálfræðingi. Þetta gæti annað hvort verið sjálfstæð stofnun eða deild í annarri stofnun eða stofnunum, svo sem barna- verndarnefnd Reykjavíkur eða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nær helmingur allra ættleiðinga kemur til umsagnar barnaverndarnefndar Reykja- víkur, en tala ættleiddra barna var hér á landi 105 til jafnaðar á árunum 1959—1961. Væri því vel til fallið að barnaverndarnefnd höfuðstaðarins riði á vaðið og gerði þegar ráðstafanir til þess að fá í þjónustu sína sérfróðan mann (social work- er) um ættleiðingarmiðhin. Gæti hann jafnframt verið öðrum barnaverndarnefndum, a.m.k. hér suðvestanlands til ráðuneytis. Á þennan hátt, fengist reynsla um ættleiðingarmiðlun, sem yrði til mikils stuðnings við að finna þessu máli sem hentugasta skipun í framtíðinni. Sigríður Hjálmarsdóttir: STAKA Vetrarkvíði víkúr senn Vakna úr hýði stráin vorið býður okkur enn út i viðan bláinn. 19. JÚNÍ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.