19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 42
mætti lengi telja. Elliheimili eru víða á dagskrá kvenfélaganna. Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri afhenti í vetur bæjarstjórninni á Akureyri árang- urinn af áratuga starfi sínu, tilbúið elliheimili sem bærinn hafði þó auðvitað lagt fram einhverja að- stoð við að koma upp. Að minnsta kosti tvö hér- aðasambönd kvenfélaga veit ég um, að eru að vinna að því að koma upp elliheimilum, hvort í sínu héraði. Þá er að minnast á húsmæðraskólana. Þeir eru nú 10 á landinu og þeir eru til orðnir fyrir kapp, áhuga og vinnu kvenna, annaðhvort kvenfélaga- sambanda, kvenfélaga eða einstakra kvenna. Þess- ir skólar hafa ekki brugðist þjóðinni. Eg hef heyrt frá mönnum, sem til þekkja, að þeir séu einu skól- arnir, sem aldrei sé sett út á og allir virðist ánægð- ir með. Nú er ég að hugsa um að snúa mér að lagasetn- ingum, sem komist hafa á fyrir atbeina kvenna- samtakanna, og þá fyrst og fremst Kvenréttinda- félagsins, sem stofnað var 1907. Aðalmálið fram- an af var auðvitað kosningaréttur og kjörgengi kvenna. Það náðist í áföngum 1915 og 1918. Nú hugsa ég, að ungu stúlkunum detti helzt ekki í hug annað en að að við höfum alltaf búið að þessum hlunnindum, að minnsta kosti fengið þau baráttu- laust, en það var nú eitthvað annað, en of langt er að fara út í það mál hér. Kvenréttindafélagið hóf einnig þegar í stað baráttuna fyrir því að kon- ur fengju sama rétt og karlar til al'lra skóla lands- ins og allra embætta og með sömu launum. Þetta var lögleitt árið 1911. Kvenréttindafélagið hefur frá upphafi barist fyrir rétti óskilgetinna bama og mæðra þeirra. Fékk félagið því loks áorkað, að tillaga um þetta efni var borin fram á Alþingi 1919, en upp af henni óx síðan fjölskyldulöggjöfin, sem samþykkt var á Alþingi 1922 og var í þá daga ákaflega frjálslynd löggjöf. Það sem mest hefur breytt kjörum fólksins á seinni árum, þeirra sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni, er tryggingalöggjöfin, en hún lá enn fyrir Alþingi á síðastliðnum vetri með veru- legum umbótum frá því, sem áður var. Óhætt er að fullyrða, að sú löggjöf mundi líta nokkuð öðru- vísi út að ýmsu l'eyti, ef kvennasamtökin hefðu ekki verið að verki. Bæði K.R.F.Í. og Bandalag kvenna í Reykjavík hafa frá upphafi látið þessa löggjöf til sín taka og orðið ekki lítið ágengt í sambandi við hagsmuni kvenna, barna og gamal- menna. 40 Þá hafa kvenfélögin, einkum K.R.F.Í., skipt sér mjög af skattalöggjöfinni, og þeim afskiptum er það að þakka, að gifta konan getur nú fengið sér- sköttun, ef hún vinnur úti. Löggjöfin um hjálparstúlkur er komin frá Rannveigu Þorsteinsdóttur, þegar hún var alþing- ismaður, flutt í samráði við kvennasamtökin og lögin um orlof húsmæðra, sem nú er farið að fram- kvæma um allt land eru komin frá Kvenféliaga- sambandi íslands að undirlagi Bandalags kvenna. Kvenfélagasamband íslands hefur allt frá 1943 rekið ráðanautastarfsemi bæði í hússtjórn, garð- yrkju og handavinnu. Hefur þessi starfsemi hlotið viðurkenningu ríkisins með fjárframlögum. Mæðrastyrksnefnd, stofnuð að tilhlutan K.R.F.Í., hefur starfað í Reykjavík frá 1929 með einum full- trúa frá hverju kvenfélagi, sem þátt tekur í nefnd- inni. Hefur nefndin veitt mæðrum, sem þess þurfa með, al'ls konar hjálp, bæði lagalega, fjárhagslega og með sumardvöl fyrir þær og börn þeirra. Nefnd- in á nú hús uppi í Mosfellssveit, sem notað er til þessarar starfsemi allt sumarið. Á nokkrum fleiri stöðum á landinu hafa verið teknar upp mæðra- styrksnefndir, sem starfa á líkan hátt og nefnd- in í Reykjavík og kosnar af kvenfélögum. Víða hafa kvenfélög komið upp leikvöllum og jafnvel dagheimilum eða leikskólum. í Reykjavík stóð Bandalag kvenna fyrir stofnun barnavernda- félagsins Sumargjafar, sem staðið hefur fyrir barnaheimilum þar. Þá hafa kvenfélög í Reykja- vík og Hafnarfirði í mörg sumur rekið heimili til sumardvalar fyrir börn og gert þau svo ódýr, sem hægt var, bæði með fjársöfnun og sjálfboðavinnu. Vona ég að það sem hér hefur verið talið sanni, að ekki er það lítið verk, sem íslenzk kvenfélög hafa leyst af hendi. Eg vil svo að lokum benda á, að enn skortir mikið á, að konan hafi í framkvæmd jafnrétti við karlmanninn í launa- og atvinnumálum. Eru það auðvitað stéttafélög, sem vinna að lagfæringu á þessu sviði. En kvennasamtökin, aðallega auð- vitað K.R.F.Í. hafa jafnan haft þetta mál á stefnu- skrá sinni. Auk þess hefur Bandalag kvenna einn- ig hvað eftir annað lýst stuðningi sínum við það. Má í þessu sambandi minna á, að Verkakvenna- félagið Framsókn var upphaflega stofnað að til- hlutan Kvenréttindafélagsins, og Bríet Bjarnhéð- insdóttir átti sæti í fyrstu stjórn Framsóknar. Aðalbjörg Sigurðardóttir. 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.