19. júní


19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1963, Blaðsíða 8
og enginn geisli i hjarta mínu bjó. og fyrr en varði allt var orðið svart Eg kann þér þakkir fyrir allt og allt og ekki saka vil ég þig um neitt. Þitt hjarta líka kannski er orðið kalt og kvöl þin sár — og það þykir mér leitt. Nú rofar vinur alcLrei aftur til, þvi út er brunnið Ijós á mínum kveik. Og lífsins eru þetta þáttaskil og þar með kveð ég manninn, er ég sveik. ÍJr bréfi íil mömmii Eg má til að yrkja, en á ekkert lag og oftast er falskur minn strengur, en þér færi eg, mamma, minn þýðasta brag og þú fyllir hug minn nótt og dag unz lifið og ég er ei lengur. En hvað er þá lifið? Ein sorgarstund sár, ég sé enga birtu, en langar i gleði og fegurð, en fæ aðeins tár sem friða ekki lengur, en auka mér þrár eftir Ijósi og lifi sem angar. Börnin mín bæði Ó, Gagga min litla, eg geng hér svo ein á grýttum og ósléttum vegi, þó lifað ég hafi við margs konar mein mín móðurást dvínar þó eigi, en hugur á draumvœngjum heldur til þín þú hjartkæra elskaða dóttirin min■ í suðrinu bláa nú birtist mér sýn að brátt muni rofa af degi. Og Hjálmar minn litli, ég hugsa lil þín á hljóðlátum andvökustundum þó örlaganornin og ógæfa min mig elti og ræni okkur fundum. Að sjá þig og heyra er hjarta mins þrá og horfa i augu þin fögur og blá. En sólgyðjan kemur með brosið á brá og birtu og vonir i mundum. p-Æ / • 'rá álf'iAm í Eyfellskum sögnum II. bindi er merkileg frá- sögn af því, hvernig íslenzki þjóðbúningurinn er tilkominn, þ.e.a.s. nýja skautið, sem svo er kall- að og okkur hefur verið talin trú um að Sigurð- ur málari hafi einn staðið að og þar hafi engin kona komið nærri. En samkvæmt frásögn Ingi- bjargar Bjarnadóttur í Varmahlíð, eru það tvær konur, sem eru höfundar hans, þó hvergi hafi þeirra sést getið fyrr í því sambandi. Það eru þær Kristín dóttir séra Björns Þorvaldssonar í Lóni og Hólmfríður kona Jóns Guðmundssonar rit- stjóra, en hún var föðursystir Kristínar. Þarna segir frá því er Kristín Björnsdóttir var unglingur heima á Stafafelli og sat kvíaær föður síns meðan annað fólk var við messu. Hana sótti þá svo ákafur svefn, að hún lagðist fyrir undir álfasteini nokkrum skammt frá Stafafelli. Þótti henni þá steinninn opnast og kom þar út kona fríð álitum og tíguleg, með slegið hár, glóbjart. Kon- an var skrautklædd í samfellu forkunnarfagurri og með sprotabelti gullið, á höfði bar hún skaut- fald, var gullhlað um enni, en hvít blæja reis upp frá því og féll niður herðarnar. Hafði Kristín ekki séð slíkan kvenbúning áður, né svo fagran. Seinna segir frá því, er Kristín dvaldi í Reykja- vík á heimili Hóhnfríðar og Jóns ritstjóra. Þá var Sigurður Guðmundsson þar heimagangur og end- urbætti hann þá íslenzka búninginn, með ráði Hólmfríðar. Fylgdist Kristín Björnsdóttir með því verki og sá þar verða til búning álfkonunnar í Stafafelli, svo að ekkert bar á milli. Halldóra Björnsdóttir, hálfsystir Kristínar, var fædd 1846. Hún var fermd árið 1860 og var þá klædd hinum nýja skautbúningi, mun hún hafa borið hann einna fyrst kvenna. Móðir hennar, mad. Sólveig Einarsdóttir, seinni kona séra Björns, bar þó gamla faldinn við altarisgöngu til æviloka, og höfðu þau hjón ekki verið sérlega hrifin af þessum siðaskiptum. Eggert Ólafsson skrifaði um faldbúninginn og 19. JÚNÍ 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.