19. júní - 19.06.1975, Side 8
t m •Jafiilauiiaráft
kafli úr iitvarpsrrindi,
srm i'lutt var 22. apríI 1975
eitir Sólveijfu Olafsdóttiir
Með lögum nr. 60/1961 um launajöfnuð kvenna og
karla, var mikilsverðum áfanga náð í íslenzkri laga-
setningu á grundvelli jafnlaunasamþykktarinnar frá
1951. Ekki var þó að öllu leyti gengið tryggilega frá
hnútum í þeim lögum. Ennfremur varð löng bið á
þvi, að samþykktin frá 1958, sem ísland fullgilti
1964, fengi lagastoð. Á því varð veruleg bót ráðin
með lögum nr. 37/1973 um Jafnlaunaráð. Voru þau
lög samþykkt á grundvelli þingmannafrumvarps frá
Svövu Jakobsdóttur. I 1. grein laganna segir, að kon-
um og körlum skuli greidd jöfn laun fyrir jafnverð-
mæt og að öðru leyti sambærileg störf. I lögunum
frá 1961 var hins vegar kveðið á um launajöfnuð
kvenna og karla fyrir sömu störf. Það er ljóst, að í
fjölmörgum starfsgreinum vinna konur eingöngu, og
eru því ekki við sömu störf og karlmenn, en 'hins
vegar geta þau verið jafnverðmæt. Hér er þvi um að
ræða fyllri staðfestingu á jafnlaunasamþykktinni,
sem gerir ráð fyrir starfsmati við ákvörðun launa.
2. grein laganna um Jafnlaunaráð á rætur að rekja
beint til Alþjóðasamþykktarinnar frá 1958 en í grein-
inni segir, að atvinnurekendum sé óheimilt að mis-
muna starfsfólki eftir kynferði. Gildi það ekki aðeins
um launagreiðslur, heldur um hvers konar greinar-
mun, útilokun eða forréttindi vegna kynferðis. Enn-
fremur er óheimilt að skerða jafnrétti kynjanna til
atvinnuráðningar og skipunar í starf, hlunninda,
vinnuskilyrða og hækkunar í starfi.
3. greinin fjallar svo um að setja skuli á stofn
Jafnlaunaráð, sem hafi aðsetur í Reykjavík, en starfs-
svið þess er landið allt. Ráðið skal skipað 5 mönnum
til þriggja ára í senn. Hæstiréttur skipar formann,
sem skal hafa embættispróf í lögum, félagsmálaráð-
herra skipar einn mann að fengnum tillögum Náms-
brautar í alm. þjóðfélagsfræðum við Háskóla Islands,
og síðan skipa Bandalag starfsmanna rikis og bæja,
Alþýðusamband Islands og Vinnuveitendasamband
íslands einn mann hvert.
Verkefni Jafnlaunaráðs er að vera ráðgefandi
gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og félögum í mál-
eínum er varða jafnrétti með konum og körlum í
kjaramálum og við ráðningu eða skipun til starfs.
Það á að fylgjast með þjóðfélagsþróuninni sem varða
þessi mál og gera tillögur til breytinga til samræmis
við tilgang laganna. Jafnlaunaráði ber að stuðla að
góðri samvinnu við samtök atvinnurekenda og launa-
fólks og aðra þá, sem kjaramál snerta, svo að mark-
miði laganna verði náð með sem eðlilegustum hætti.
Ráðið skal taka til rannsóknar af sjálfsdáðum hver
brögð kunna að vera að misrétti í kjaramálum að því
leyti er lög þessi varðar, og ber opinberum stofnunum
og félagssamtökum að veita hvers konar upplýsingar
í þvi sambandi. Siðast en ekki sízt skal Jafnlaunaráð
taka við ábendingum um brot á ákvæðum laga þess-
ara og rannsaka málið af því tilefni og senda að
rannsókn Jokinni málsskjöl til þeirra aðila, sem mál-
ið snertir. Þetta ákvæði er mjög mikilvægt, þvi að
hér getur hver sem er, einstaklingur jafnt sem félag,
gefið slíkar ábendingar og fengið málið rannsakað.
Telji Jafnlaunaráð að starfskjör tiltekins starfsmanns
fari i bága við fyrirmæli laganna, beinir það tilmæl-
um um breytingar til viðkomandi atvinnurekanda.
Fallist atvinnurekandinn ekki á tilmæli ráðsins er
því heimilt í samráði við starfsmanninn, að höfða
mál í umboði hans fyrir almennum dómstólum, til
að freista þess að hann nái rétti sínum.
6
19. júní