19. júní


19. júní - 19.06.1975, Síða 14

19. júní - 19.06.1975, Síða 14
Svipmyndir úr snmarlondnm cítir •lón Jónsson. jarófræóing Okkur íslendingum er nokkuð gjamt til að fyllast vandlætingu, ef við hittum fyrir fólk, sem lítið veit um okkar land, og telja slíkt bera vott um fáfræði, en okkur hættir jafnframt til að gleyma að spyrja okkur sjálf, hvað við vitum um önnur lönd og aðrar þjóðir. Þegar um það er að ræða, tökum við oftast mið af því, sem við vitum um stóru löndin í stað þess að miða við þau lönd og ríki, sem eru sambærileg við okkur að stærð eða fólksfjölda. Það virðist vera eitt af því erfiðasta, sem kemur fyrir þann, sem er lítill, að gera sér ljóst og viðurkenna sína eigin smæð. I því erum við síður en svo nokkur undantekning. Ég skal fúslega viðurkenna, þegar ég fór fyrst til starfa í Mið-Ameríku á vegum Sameinuðu þjóðanna, að þekking mín á þeim löndum var ekki miklu meiri en það, að ég gæti talið þau upp, vissi, að þar voru eldfjöll mörg og þar var töluð spænska. Þessi lönd eru í flokki þeirra, sem gjaman em nefnd þróunarlönd og ýmsum hættir til að líta nið- ur á af þeim sökum, enda þótt aldrei sé skilgreint, hvað þróun er. Væri það gert, er óvíst, að niður- staðan yrði „þróuðu“ löndunum eins hagstæð og við hyggjum. Oftast virðist sú merking lögð í orðið þróunarlönd, að það séu lönd, sem tæknilega séð em á eftir, og þurfi þess vegna hjálpar við, og er gengið út frá, að tæknin sé það allsherjar undrameðal, sem allan vanda muni leysa. Ymsir em nú famir að átta sig á, að sú niðurstaða er vægast sagt hæpin. Þau lönd, sem hér verður nokkuð fjallað um, em norðan frá talið þessi: Guatemala, Honduras, E1 Salvador, Nicaragua, Costa Rica og Panama. Spjall þetta nær þó ekki til Honduras eða Panama, þvi að þau lönd þekki ég ekki af eigin reynslu. % Öll ná þessi lönd frá hafi til hafs, að E1 Salvador undanskildu, en það land á strönd aðeins að Kyrra- hafi og er minnst þessara landa, aðeins 21.393 km2, en jafnframt þéttbýlast þeirra allra, nú með nær þrjár miljónir íbúa. Öll eru þessi lönd innan marka hitabeltisins, og þess vegna er þar sumar allan ársins hring. Árið skiptist hins vegar í regntima og þurrkatima, sem stendur frá því sem næst miðjum október til loka maí. Ekki eru þessi mörk þó jafnskýrt afmörkuð í löndunum öllum. Ekki má heldur skilja það svo, að á regntimanum sé stöðug úrkoma. Yfirleitt rignir á nóttunni og síðari hluta dags, oftast í skúmm og með sólskini á milli. Hitastig er fyrst og fremst háð hæð yfir sjó. Á láglendi er meðalhiti ársins víðast um eða yfir 25 °C. 1 Managua, höfuðborg Nicaragua, sem er að mestu í 50—100 metra ‘hæð yfir sjó, er meðalhiti ársins 27°C. Menn verða þó ekki eins mikið varir við þennan háa hita og ætla má, því að næstum aldrei er alveg logn, heldur þægileg gola, sem svalar og heldur fljúgandi skordýmm frá, en af þeim er mikið. Það rignir í logni og oft geysilega. Það er engu meira líkt en staðið væri undir góðri sturtu, en regnið er hlýtt og veldur ekki óþægindum. Það vill þó til, að þétt úðarigning geti haldist stöðugt, jafnvel nokkra daga. Þetta nefna heimamenn tem- poral, og er það fremur óþægilegt. Geta menn gert sér hugmynd um það, þegar þess er gætt, að loftið er rakamettað, þéttur regnúði, svo að drýpur af hverju blaði og strái, í um 30°C. Ekki kom þetta þó nema einu sinni fyrir á þeim tíma, sem ég dvaldist í Mið- Ameriku. Uppi á hálendinu er víðast hvar dýrðlegt loftslag, hvorki of heitt né of kalt. Á þurrkatímanum skrælnar allt, sem skrælnað getur og ekki nær til 12 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.