19. júní - 19.06.1975, Qupperneq 17
löndum, og ógleymanlegt verður það hverjum þeim,
er séð hefur risavaxnar eldkeilur standa upp úr
þokuhafi, sem morgunsólin gerir að gullinni ábreiðu.
Ef til vill er náttúrufegurð hvergi meiri en í Guate-
mala, og margir þeir, er víða hafa farið, telja Atitlan
vatnið og umhverfi þess meðal fegurstu staða á vorri
jörð.
Þjóðimar, sem þessi lönd byggja, eru að mestu
leyti blandfólk milli indíána og hvítra manna, eink-
um spánverja, en í Guatemala er talið, að séu um
11/2 miljón indíána, og í sumum hémðum em um
og yfir 80% íbúanna hreinir indiánar. Hópar indíána
lifa ennþá á afskekktum svæðum svipað því og þeir
gerðu, áður en hvítir menn komu til sögunnar. Þeir
virðast una við sitt og lítt sækjast eftir samskiptum
við hvíta menn og menningu þeirra, og skal þeim það
vissulega ekki láð.
Þegar gullgráðugir spænskir ævintýramenn geyst-
ust inn í þessi lönd, strax eftir að þau fundust 1492,
hittu þeir fyrir þjóðir eða öllu heldur þjóðflokka,
sem þá þegar höfðu átt sína hámenningu. 1 þeim
löndum, sem hér er um að ræða sýnist það hafa verið
nokkuð sundurleitir hópar, sem höfðu ekki alltaf
friðsamleg samskipti hver við annan og mynduðu
ekki samfellda rikisheild. Þess vegna urðu þeir til-
tölulega auðveld bráð fyrir grimma óvini með vopn
og annan útbúnað, sem voru algerlega framandi
lý'rir indíánum. Engin miskunn var sýnd og svikum
beitt eftir fremsta megni. Sú saga er öll svo ljót, að
fara verður alla leið fram til okkar eigin tíma með
þeirra stórkostlegu tækni í mannránum, manndráp-
um og morðum á alsaklausu fólki til þess að finna
eitthvað svipað. Játað skal, að einstaka maður meðal
spánverjanna revndi að milda framferðið gegn indí-
ánunum, en fæstir spánverjanna munu hafa orðið
ellidauðir.
Gott dæmi, og eitt af þeim fáu, um saklaust gull-
hungur þessara manna er til frá Nicaragua. Þar var
og er virk mikil eldstöð, sem Masaya er nefnd, og
fræg er meðal eldfjallafræðinga. Þar munu evrópu-
menn fyrst hafa augum litið glóandi hrauntjöm
í botni gígsins. Það var einn vel metinn kirkjunnar
þjónn, sem taldi, að þarna væri um bráðið gull að
ræða, og þar eð hann virðist hafa haft nokkum áhuga
einnig fyrir hinum valta veraldarauði, taldi hann
sjálfsagt að reyna að ná nokkra af þeirri gnægð,
sem í gígnum var. Með einhverjum tilfæringum
tókst að ná sýni úr hrauntjöminni, en ekki reyndist
það gull vera, þegar upp kom. Þætti mér ekki
ólíklegt, að guðsmaðurinn hafi kennt honum „í
Indíánakona í Gnalemala. (Ljósm. Vala Jónsdóttir)
neðra“ um slík vélabrögð. Þessi urðu málalokin, en
tiltæki karls er þó áhugavert, vegna þess að vafa-
lítið er þetta í fyrsta sinn, sem sýni er tekið úr virkri
hrauntjörn, og efnagreiningin sú fyrsta, sem gerð
er á hrauni í Vesturálfu.
Saga Mið-Ameríku, eftir að Spánverjar höfðu brot-
ist þar til valda, verður ekki rakin hér. Geta má
þess, að þau lýstu yfir sjálfstæði 1821 og mynduðu
fyrst eftir það eins konar sambandsríki. Síðar liðað-
ist það sundur og hefur gengið á ýmsu um stjómar-
far og gerir svo enn. Hefur i sumum löndunum ýmist
verið algert einræði eða eitthvert málamyndalýðræði.
Hvað lýðræði snertir, sýnist Costa Rica hafa náð
lengst, enda hefur það land engan her. Stéttaskipting
er ákaflega mikil og mestur auður og atvinnutæki
í fárra manna höndum. Sagt er, að einar fjórtán fjöl-
skyldur eigi nær allar jarðeignir í E1 Salvador. Stór-
bændur þess lands era kaffibændur, sem sumir hverj-
ir hafa nokkur þúsund landsela, sem vinna fyrir þá,
búa í strákofum og hafa smálandskika, sem þeir
19. jtjní
15