19. júní - 19.06.1975, Qupperneq 28
ustu svo og við framleiðslustörfin. En sterkust voru
þau rök fyrir aðgerðum í skattamálum hjóna að
ekki væri sæmandi fyrir löggjafann að vinna gegn
hjónaböndum.
Svo var það loks árið 1956 að þáverandi fjár-
málaráðherra, Eysteinn Jónsson, skipaði nefnd til
að „athuga lög um skattamál hjóna og gera tillögur
um þau mál.“ 1 nefndinni voru Karl Kristjánsson
þáverandi alþingismaður, formaður, Adda Bára Sig-
fúsdóttir, Guðmundur Þorláksson, Magnús Guðjóns-
son og Valborg Bentsdóttir.
Við konumar í nefndinni komum auðvitað brynj-
aðar rökum og útreikningum, sem KBFf hafði aflað
ámm saman, um það hvemig hjón væm leikin af
skattalögum, ef konan hefði sértekjur. Okkar ágætu
samstarfsmenn kynntu sér málið rækilega og vom
því sammála að ekki væri rétt að íþyngja hjónum
umfram þá sem ekki hirtu um að gifta sig og fengju
skattgjald sem einstaklingar.
Með tilliti til þágildandi slíattalaga komst nefnd-
in að þeirri niðurstöðu, sem byggðist á grandgæfileg-
um útreikningum, að ef tekjur konu væru helming-
aðai og helmingur lagður við skattatekjur eigin-
mannsins myndu þau samanlagt ekki bera hærri
skattabyrðar gift en ógift. Með þessu vom einungis
jöfnuð metin milli hjóna og tveggja einstaklinga.
En þessi heimili fengu ekki þau friSindi, sem giltu
um önnur heimili, sem höfÖu skattfrjálsa vinnu
konu heima.
f þessari lagabreytingu var gert ráð fyrir, að ef
hjón vildu telja fram hvort i sínu lagi væri það 'heim-
ilt, og áttu þau að skattleggjast sem tveir einstakling-
ar. Auk þess var lögleiddur sérstakur frádráttur
vegna heimila sem einstætt foreldri stæði fyrir. Sá
frádráttur var miðaður við persónufrádrátt, sem er
breytilegur. En misvitur nefnd, sem athugaði skatta-
lögin tveim ámm síðar breytti því ákvæði í ákveðna
fjárhæð, sem svo fylgdi ekki eftir vaxandi dýrtið.
Svo sú réttarbót var stórskert strax tveim ámm eftir
að lögin tóku gildi. Ennfremur á sú sama endurskoð-
unarnefnd sök á þvi, að hjón gátu ekki, án skaða,
talið fram sitt í hvom lagi, því persónufrádráttur
hjóna var gerður lægri en tveggja einstaklinga.
Síðan þessi lög voru samin hafa allmiklar breyting-
ar orðið í þjóðfélaginu. Góðu heilli hefur það aukist,
að konur fengju sæmileg laun fyrir störf sín og
hálaunakonur em farnar að fyrirfinnast, þó enn séu
karlmenn fleiri, sem við það borð sitja. Og þegar frá
líður og gleymt er það ófremdarástand, sem ríkti
í skattamálum meðan hægt var að benda á að lög-
gjafinn virtist andvígur hjónaböndum, fara að koma
fram raddir með öfundartón. 50% frádrátturinn er
fríðindi, sem þær giftar konur einar hafa sem vinna
úti. Hvers vegna gilti þetta ekki um allar konur?
En mér er spurn. Er hægt að hafa meiri fríðindi en
að hafa alla vinnu sína skattfrjálsa?
Ef 50% reglan er orðin of hagstæð með breyttum
skattstiga og bættum launakjörum kvenna er hægt
að stinga upp á því að meta hvers virði hin skatt-
frjálsa vinna er. Ekki til að skattleggja hana heldur
til að hafa viðmiðun til að meta hvers heimili missa,
sem ekki hafa konu, sem vinnur heima. Við getum
varla farið lægra í mati en að miða við aðkeypta
húshjálp. T. d. hefur Reykjavíkurborg konur í slíkri
vinnu til að annast aldraða og sjúka. Væri þá komið
nær jöfnuði en að hafa vissan hundraðshluta af tekj-
um skattfrjálsan. Mælti þá ætla öllum heimilum
skattfrjálst jafnvirði vinnu konu á heimili, ef um
fulla vinnu væri að ræða, og hlutfallslega, ef ekki
væri unnið heilan dag. Og svo kæmu til greina ýmis
afbrigði, sem auðvelt ætti að vera að leysa t. d. ef
kona er óvinnufær ætti heimilið að sjálfsögðu að
njóta sömu skattfríðinda.
Flogið hefur fyrir, bæði fyrr og síðar sú furðu-
lega hugmynd, að það eitt væri réttlátt gagnvart
heimilum að leggja saman tekjur hjóna, deila með
tveimur og láta hjón greiða skatt af 'hálfu hvort.
Við getum til gamans og vonandi gagns lífca reikn-
að eitt slíkt dæmi. Við getum kallað vinnutekjm-
húsföður X, vinnutekjur konu utan heimilis Y og
vinnutekjur heimakonu O.
Dæmin yrðu þá
X + O
X + Y
2
Og svo setjum við tölur inn í hin tilteknu dæmi.
Við getum til gamans látið húsbóndann hafa jafn-
virði ráðherralauna eins og þau eru reiknuð nú í
april. Ég tel fullvíst að allmargir karlmenn hafi nú-
orðin ámóta laun. Til að hafa konuna sæmilega laun-
aða gætum við tekið laun alþingismanns. Að visu
er það sjaldgæfara að konur hafi það há laun, en
þess munu þó dæmi, og konur eru til á þingi þó fáar
séu. Heimakonan hefur engar framtalsskyldar tekjur
svo þar kæmi ekkert til viðbótar. Til hagræðis nota
ég þann skattstiga sem boðaður er i frumvarpi tíl
laga um efnahagsmál og læt brúttótekjur gilda sem
hreinar tekjur. Mér skilst að 50% reglan væri þá
úr sögunni og miða ekki við hana.
tJt úr dæmunum fékk ég það að í fyrra dæminu
26
19. JÚNÍ