19. júní


19. júní - 19.06.1975, Side 30

19. júní - 19.06.1975, Side 30
hýsa myndar miðbæinn. Argentínumenn nefna hana perlu Atlantshafsins, og er hún af mörgum talin feg- ursta borg Suður-Ameríku. Þar er spilavíti, sem Argentinumenn segja stærst í heimi, og dregur það mjög að sér fólk, skreppa menn gjaman frá Buenos Aires til Mar del Plata um 'helgar til að spila í rúllettunni, en flestir ganga slyppir frá þeim leik. Það er til marks um spilafíkn manna, að um páskana 1974 var þriggja daga velta sem svarar 180 milljónum króna á núverandi gengi, af því komu um 25% í hlut stofnunarinnar, sem rekin er af rík- inu, og er ágóðanum varið til reksturs sjúkrahúsa. Það er sérkennilegt við borgina, að þar liggja allar götur hornrétt hver á aðra og er alls staðar jafnlangt milli götuhoma, 100 metrar. Slíkt skipulag er algengt í Argentínu, einkum í nýrri borgum og bæjum, og hefur það til síns ágætis, að auðratað er fyrir ókunn- uga. Vel gekk að fá húsnæði, við leigðum lítið ein- býlishús í úthverfi á rólegum stað. Elzti sonurinn byrjaði skólagöngu i marz 1969, þá orðinn altalandi á spönsku sem og hinir tveir, vom synimir sýnu fljótari en foreldrarnir að ná fullkomnu valdi á mál- inu og ósparir á að leiðrétta vitleysurnar, sem við létum okkur um munn fara til að byrja með. Böm byrja sex ára gömul að ganga í skóla, og skólakerfið er nokkuð gott. Þó finnst útlendingi fullmikil áherzla lögð á sögu Argentínu, það er byrjað að kenna krökk- unum sex ára gömlum, hvað þessir gömlu leiðtogar FAO inenn á ferð á Eldlandi. Höfundnr lengst til vinstri. 28 t Fiskibátar í liiifn í Mar del I’lata. þeirra hafi verið fullkomnir og miklar hetjur. I þeim skóla, sem okkar strákar gengu í, var lögð mikil áherzla á, að börnin lærðu að vinna sjálfstætt, og fannst okkur árangurinn ágætur. Konan var fljót að komast upp á lag með að verzla, og eftir stuttan tíma vorum við eins og heima hjá okkur. Mataræði Argentínumanna er nokkuð ein- hæft, nautakjöt í flesta mata, alltaf nýtt, og græn- meti og ávextir eftir árstíðum. Síðustu árin hefur neyzla nautakjöts numið um 90 kg á ibúa á ári, en á sama tíma eru étin aðeins 3 kg af fiski. Kindakjöt, svínakjöt og kjúkhngar em einnig á matseðlinum, en í augum Argentínumanna er nautakjötið það eina, sem raunverulega getur talizt matur, hitt er svona til uppfyllingar, og er auðvelt að fallast á þá kenn- ingu, eftir að hafa kynnzt þvi. Veðurfar við Atlantshafsströnd Argentínu norðan- verða er nokkuð svipað því, sem við eigum að venjast hér suðvestanlands, mjög umhleypingasamt, en að visu hlýrra. í Mar del Plata er meðalhiti í janúar, sem er heitastur, 21 stig á Celsíus, en svalastur í júlí með tæp 8 stig. Þá fer hiti oft niður fyrir frostmark um nætur. Raki er mikill í lofti, er þvi oft napurt, og kvefsótt herjar mjög á fólk. Einstaka sinnum gerir haglél, helzt þegar líða tekur á vorið. Gera þau mik- inn usla á gróðri og skemma jafnvel bíla. Eitt slíkt gerði í desember 1971, þá var talið að um 5000 bílar liefðu skemmzt í borginni, þar af voru tveir þeirra fjögurra, sem við FAO-menn höfðum til umráða. 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.