19. júní - 19.06.1975, Side 37
engir rnenn væru jafnvænir sem þau Víglundur og
Ketilríður“, segir í Víglundarsögu. (8. kap.)
Jafnmenni — jafnræði — jafnstaða
I Islendingasögum er áberandi, hversu menn lögðu
mikla áherslu á að jafnræði væri með hjónaefnum.
— 1 Laxdælu segir frá því er fyrsti maður Guðrún-
ar Ösvífursdóttur biður hennar: „Því máli var eigi
fjarri tekið, en þó sagði Ósvífur, að það mundi á kost-
um finna, að þau Guðrún væru eigi jafnmenni. Þor-
valdur talaði óharðfærilega, kvaðst biðja sér konu,
en ekki fjár.“ (Laxd. 34. kap.) — Oddkatla Þórólfs-
dóttir var væn kona og kunni sér allt vel. Þeirrar
konu var beðið til handa Teiti Guðmundssyni á
Helgastöðum í Reykjadal: „Það þótti jafnræði, hún
var kynstærri, en hann fémeiri, en hvort tveggja hið
vinsælasta.“ (Sturl. I.) — „Það var talað af mörg-
um, að það væri jafnræði, þó að Bjöm fengi hennar
(Oddnýjar eykyndils) sér til eiginkonu þvi að hann
var hinn skömlegasti maður og vel menntur.“
(Bjarnarsaga Hítdælakappa 1. kap.) — „Þorfinnur
lést hafa hugsað ráð fyrir honum og lést vilja biðja
honum til handa Helgu Krakadóttur. Þorsteinn kvað
sér það ofráð, er hún stóð ein til arfs eftir Kraka.
Þorfinnur kvað það jafnræði, bæði fyrir ættar sakir
og mannanar." (Þorsteinssaga hvita 4. kap.)
Kvánföng, sem þeim sómdi
Það þótti ekki aðeins sjálfsagt fyrir karlmenn að
fá konu, sem væri þeim jafnmenni, heldur var og
æskilegt, að þeim ykist frami við giftinguna. — I
Fornaldarsögum Norðurlanda segir frá drottningu
er Ólöf hét og réð fyrir Saxlandi. Hún var herkon-
ungur og fór með skjöld og brynju og var gyrð sverði
og með hjálm á höfði. Helgi konungur Hálfdanar-
son í Danmörku „fréttir nú til drottningar þeirrar
hinnar stórlátu og þótti sér mikill frami í aukast að
fá þessarar konu, hvort sem henni væri það viljugt
eða miður.“ — Jórunnar Einarsdóttur Þveræings
var beðið til handa Þorkeli Geitissyni í Krossavik
að honum forspurðum, og er um það bónorð nokk-
ur saga, og brullaup var að Þverá, áður en heim var
haldið: „Síðan fór Þorkell heim með konu sína, og
þótti hann mjög vaxið hafa af þessari ferð. Jórunn
var hinn mesti kvenskörungur, sem ætt: hennar var
til.“ Vöðubrandsþáttur 4.-5. kap.) — Um Sigmund
Þorkelsson var sagt, að hann var „mikill maður fyr-
ir sér og ætlaði að hann mundi höfðingi gerast, ef
hann fengi gott kvonfang og mága stoð.“ (Víga-
Glúmssaga 5. kap.) —- Ungir menn vom stundum
„leystir af arfi“ til þess að geta gengið í hjúskap og
hafið búskap, eins og t. d. Þorsteinn Eyjólfsson og
Ástriður Vigfúsdóttir hersis. (Víga-Glúmssaga 5.
kap.) — Ef ekki var arfsvon fengu efnilegir menn
stundum aðstoð frá frændum: „Bersi hét maður . . .
hann var skyldur þeim Hofssveinum, höfðu þeir
kvæntan hann og lagt til fé með honum.“ (Finnboga-
saga 36. kap.) Allt slíkt fé var kallað kvánarmundur.
Kvánarmundur
I Sturlungasögu, sem a. m. k. er ekki skáldsaga, er
þó nokkrum sinnum vikið að kvánarmundi. Þar er
m. a. frá því sagt, að Guðný Böðvarsdóttir lagði
Hvammsland til kvánarmundar syni sinum, Snorra
Sturlusyni. Hann hefði að öðmm kosti ekki getað
fengið svo ríkrar konu sem Herdís Bersadóttir á Borg
var. Þeir Þórður bróðir Snorra og Sæmundur Jóns-
son í Odda uppeldisbróðir hans báðu þessarar konu
lionum til handa. Snorri átti að vísu föðurarf hjá
móður sinni, en hún hafði eytt honum, því lagði
hún Hvamm í Dölum til kvánarmundar honum.
(Sturlungasaga I. 10. kap.) — Sagt er þar frá þvi, að
Sighvalur Sturluson hefði einn farið með Sturlunga-
goðorð, er átt hafði Sturla faðir þeirra bræðra, og
fengið það Sturlu syni sínum til kvánarmundar.
(Sturlungasaga II. 57. kap.) —Enn er þess getið,
að „Jón murtur hafi beðið föður sinn (Snorra Sturlu-
son), að hann skyldi leggja fé til kvánarmundar hon-
um, og vildi hann biðja Helgu Sæmundsdóttur, vildi
hafa stað í Stafaholti og þar með fé.“ (Sturlunga-
saga TT. 80. kap.) — Og enn: „Um vorið heimti
Örækja kvánarmund sinn að föður sínum (Snorra
Sturlusyni) og stað í Stafaholti.“ (Sturlungasaga II.
95. kap.) — Árið 1343 lagði Ormur biskup Ásláks-
son „ærið mikla peninga af Hólastað með Bratti
nokkmm, fátækum, svo liann fékk Oddnýjar rikrar
konu, og veitti biskup sjálfur brúðkaup þeirra með
miklum kostnaði.“ (fslands árbækur — Espólin.) —
„ögmundur biskup gaf þá (uml524) til giftingar
Jóni systursyni sínum, við Sigríði dóttur Halldórs
prests Tyrfingssonar, eitt hundrað hundraða, . .
(Espólín) — Synirnir fengu kvánarmun, en dætum-
ar heimanmund.
Karlar kvænast (konast). Konur karlast?
1 orðabók Sigfúsar Blöndals segir, að orðið kvongast
þýði á gamalli dönsku kvindes. Það útleggst að sjálf-
19. JÚNÍ
35