19. júní


19. júní - 19.06.1975, Page 43

19. júní - 19.06.1975, Page 43
AmnoMty lnl<‘rn;il ioiiiil Samtök, sem berjast fyrir verndun mannréttinda og hafa ráðgefandi stöðu innan SÞ og Evrópuráðsins. liOM IC I I XM.I I.SI Fangelsisvist þeirra kvenna, sem hér eru nafngreind- ar er brot á sumum eða öllum eftirfarandi greinum Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: cnnur grein: 1) Hver maður skal eiga kröfu á rétt- indum þeim og því frjálsræði, sem felast í yfirlýs- ingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kjmferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra aðstæðna. fimmta grein: Enginn maður skal sæta pyntingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. þrettánda grein: 2) Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sinu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns. átjánda grein: Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. nitjánda grein: Hver maður skal frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. tuttugasta grein: Hverjum manni skal frjálst að eiga þátt í friðsamlegum fundahöldum og félagsskap. Tnngangur Starf Amnesty International, til að látnir verði laus- ir allir fangar, sem varpað hefur verið í fangelsi vegna sannfæringar sinnar, og afnumdar verði lík- amlegar misþyrmingar og dauðarefsingar, takmark- ast hvorki né stjórnast af íhugun um þjóðemi fang- ans, hugmyndafræði, trúarbrögð eða kynferði. Á árinu 1975, sem Sameinuðu þjóðimar hafa ákveðið, að skuli vera Alþjóðlegt kvennaár, virðist samt sem áður sérstaklega mikilvægt að vekja afhygli á iliri aðbúð kvenna, sem eru i fangelsum um heim allan fyrir stjórnmálaskoðanir sínar, fyrir trúarskoð- anir og af þjóðernislegum ástæðum. T þessu skjali, sem hefst með nákvæmri lýsingu á aðstæðum fjögurra slíkra kvenna, eru nöfn 252 kvenna, sem eru í fangelsi eða búa við skert frelsi í 25 löndum. Margar þessara kvenna hafa hvorki ver- ið ákærðar né réttarhöld farið fram yfir þeim. Mál þeirra kvenna, sem hér eiga hlut að máli, hefur Amnesty International annaðhvort tekið að sér eða er að kynna sér þau. Allar eru þessar konur í fangelsi sannfæringar sinnar vegna. 1 skránni em aðeins nöfn kvenna, sem Amnesty Intemational er kunnugt um, og þess vegna er skráin langt frá þvi að vera fullnægjandi. Sú staðreynd, að land er ekki nefnt, grundvallast ekki nauðsynlega á þvi, að engar konur séu þar í fangelsi, heldur einungis að nöfn þeirra hafa ekki borizt í hendur Amnesty Intemational. T Tndónesíu einni saman eru um þúsund konur í haldi af stjórnmálaástæðum síðan 1965, en við getum aðeins nefnt þær sextíu, sem við vitum um með nafni. Hér em aðeins nefndar þrettán konur frá Chile úr hópi meira en fimm hundmð kvenna, sem eru í fangelsi. Auk kynferðisins eiga allar þessar konur sameig- inlegt að handtaka þeirra er brot á Mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna, þar sem að handtöku þeirra hafa staðið stjómvöld rikja, sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum og undirritað hafa Mann- réttindayfirlýsinguna. Sumar þessara kvenna eru í fangelsi vegna þess, að þær hafa haft afskipti af stjórnmálum, félagsmálum og efnahagsmálum sinna eigin rikja. Þær hafa venð teknar höndum vegna þess, að þær hafa viljað njóta gmndvallarmannrétt- inda svo sem málfrelsis. Sú staðreynd, að hér eiga konur i hlut, gerir það að verkum, að þær em sér- staklega viðkvæmar fyrir pyntingum og illri með- ferð. Aðskilnaður frá börnum og fjölskyldu verður þeim sérstaklega þungbær. Aðrar úr hópi Jiessara kvenna höfðu bein afskipti af kvenréttindamálum, annaðhvort með stjómmála- afskiptum eins og á Spáni eða með gerð menntunar- 19. JÚNÍ 41

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.