19. júní


19. júní - 19.06.1975, Page 45

19. júní - 19.06.1975, Page 45
lika varaformaður Gerwani, fjöldahreyfingarinnar, sem barðist fyrir réttindum og menntun kvenna. Hún var handtekin í október 1965 og var í haldi í Bukit Duri kvennafangelsinu í Jakarta. Þau níu ár sem hún hefur verið í haldi, hefur hún hvorki getað fengið að njóta aðstoðar lögfræðings né hefur hún verið ákærð né stefnt fyrir rétt. Stefania Slialiafnra, Snvéiríkjunum Stefania Shabatura var handtekin í janúar 1972 í Lvov i tJkraínu ásamt nokkrum öðrum þekktum úkrainskum andófsmönnum. Hún var ákærð fyrir „andsovézkan áróður“. Réttarhöldin yfir henni fóru fram í júlí 1972, og var hún dæmd til fimm ára vist- ar i vinnubúðum í Mordoviu og lil þriggja ára útlegð- ar. 10. maí 1973 skrifuðu frú Shabatura, Nina Kara- vanskya og Iryna Kalynets í máli sinu til aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu jijóðanna og fóru fram á „eðlileg, heiðarleg og opin réttarhöld í máli sínu i viðurvist fulltrúa Sameinuðu þjóðanna“. í bréfi sínu sögðu þær einnig: „Við erum ákærðar og fangelsaðar einungis vegna þess, að við sem Ukranínumenn herj- umst fyrir varðveizlu og framgangi þjóðlegrar menn- ingar og tungu Úkrainu.“ Fyrir handtöku sína var frú Shahatura í Lvov í hópi rithöfunda og listamanna, sem 1970 sóttu um leyfi til emhættis saksóknara Úkraínu til að vera við- staddir réttarhöldin yfir Valentyn Moroz, úkrainsk- um sagnfræðingi, sem einnig var ákærður fyrir „and- sovézkan áróður“. Og 1973 skrifaði hún opið bréf ásamt sex öðrum konum í vinnubúðum til forseta Alþjóðasambands visindamanna til vamar Andrei Sakarov. Slefania Shabatura er listamaður, sérfræðingur í vefnaði og teppahönnun. Verk hennar hafa verið sýnd á fjölda sýninga í Sovétríkjunum og hlotið lof- samleg ummæli í úkraínskum blöðum. Ana IKosa Kuciiiski Silva. Ilrasiliu Ana Rosa Kucinski Silva fæddist 1942. Hún nam efnafræði við Háskólann í Sao Paulo, þar sem hún stundaði kennslu- og rannsókarstörf frá árinu 1967. 22. apríl 1974 hvarf hún og maður hennar. Fyrst var handtöku þeirra neitað, en að lokinni eftir- grennslan af hálfu fjölskyldu hennar, vina, nefndar- manna Réttlætis og friðarnefndarinnar og áfrýjunar Arns erkibiskups i Sao Paulo í máli tuttugu og eins pólitísks fanga var tilkynnt, að hjónin Silva væru 1 umsjá leyniþjónustu Annars hers Sao Paulo. Ana Rosa Kucinski Silva hefur aldrei tekið þátt í neinni stjónmálastarfsemi, en handtaka hennar fellur inn í stækkandi mynd af ólöglegum liandtök- um og mannshvörfum í Brasilíu. Óttast er, að margir þeirra, sem handteknir hafa verið, séu látnir. Innan Brasilíu er litið á þennan hóp „hinna horfnu“ sem táknrænan fyrir kúgunina, fyrir dular- fuil mannshvörf og fyrir grunaðar aftökur og pynt- ingar, sem einkennt hafa Brasilíu, síðan herinn komst til valda 1964. Allt virtist benda til, að stjómarand- stöðuflokkurinn Movimento Democratico Brasileiro (MDB) myndi krefjast þingrannsóknar í málinu. En nýverið hafa verið gerðar tilraunir til að tengja MDB alþjóðakommúnisma, og nýkjömum þing- mönnum MDB hefur verið ógnað óopinberlega með því, að þeir muni glata stjórnmálaréttindum sínum, krefjist þeir rannsóknar. ■iiiiearnacion Fornn‘iiti Amier. Spáni Encarnacion (,,Cani“) Formenti Arener var liand- tekin í janúar 1968 og geymd í „varnar“ haldi í tvö ár, gmnuð um ólöglegt samband við og ólöglegan áróður fyrir hinn bannaða Marxista—Lenínistaflokk á Spáni. Réttarhöldin yfir henni fóm fram í janúar 1970. Var hún dæmd í 16 ára fangelsi og auk þess í tíu þúsund peseta fjársekt. Cani hafði gengið í flokkinn, árið 1966, þegar hún var 28 ára gömul. Varð hún fljótlega einhver ötulasti félagi flokksins, og sem dæmi má nefna, að hún fór fimm ferðir til Frakklands árið 1967 til að ræða við leiðtoga í útlegð um þróun samtakanna á Spáni. Síðar átti hún sæti í miðstjórn flokksins og starfaði í Madrid og umhverfi hennar. Hún var ákveðin í að vekja stjórnmálavitund kvenna á Spáni og stofn- aði neðanjarðarkvennadeild innan flokksdeildarinnar í útborgum Madrid. Jafnvel í dómsúrskurðinum viðurkenndi rétturinn sérstaka ástundun og áhuga Caniar. Og þetta sann- ast - jafnvel eftir margra ára fengelsisvist — á þeim mörgu bréfum, sem hún hefur sent hópnum, sem tekið hefur mál hennar að sér innan Amnesty Inter- national í Sviþjóð. Og eitt sinn sagði hún í bréfi: „Nii er sjötta ár mitt í fangelsi liðið, og enn sem kom- ið er, hef ég ekki lifað eitt andartak leiðinda. Cani glataði ef til vill tækifæri til sakaruppgjafar vegna þátttöku sinnar í lmngurverkfalli í janúar 1973, og var hungui*verkfallið mótmæli gegn lélegu fæði, 19. JÚNÍ 43

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.