19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 4

19. júní - 19.06.1979, Page 4
Fjölskyldur í nútíma Á barnaári er eðlilegt að rædd séu málefni fjölskyld- unnar, þeirrar þjóðfélagseiningar, sem myndar rammann um líf einstaklinganna, mótar þá að verulegu leyti og getur skipt sköpum um ævi þeirra og framtíð. Hvað er fjölskylda og hvert er hlutverk hennar? Hvaða vandamál hefur hún leyst á liðnum árum? Hverjar eru þarfir fólks í þessu efni í dag og hvernig er þeim best svarað? Við undirbúning 19. júní að þessu sinni, var skotið á fundi með aðstandendum blaðsins, þar sem þessum spurningum var varpað fram og tilraun gerð til þess að svara þeim. Rædd var þróun atvinnulífsins og þær stórfelldu breytingar á fjölskyldumyndinni, sem hún hefur haft í för með sér, — allt frá þeim tíma er öll framleiðsla fór fram á heimilinu, kennsla barna, umönnun sjúkra, tómstunda- og menningariðkanir fólksins, — og til okkar daga, er þessi verkefni hafa flust á annarra hendur. Það var álit manna, að þó að form fjölskyldunnar og hlutverk væri breytt ætti hún ekki síður mikilvægu hlut- verki að gegna nú, jafnvel enn meiru en nokkru sinni, — sem tilfinningalegt athvarf fyrir einstaklinginn, þar sem náin persónuleg tengsl fá að skapast, og til að rækja ætt- artengsl og uppeldishlutverk. Fjölskyldurnar mynda auk þess þær grunneiningar, scm skapa festi samfélagsins. Þegar umræðan beinist að breyttu hlutverki nútima- fjölskyldna ber margs að gæta. íslenskt þjóðfélag er enn í örri breytingu og hefur ekki náð að þróa atvinnuvegi sína til stöðugrar afkomu; þjónusta, félagsleg aðstoð og menningarstarfsemi hvers konar er i mótun og sama máli gegnir um hefðir í þéttbýli, sem skapa festu í daglegu lífi manna. Það er grundvallarmarkmið og í anda vestrænnar menningar, að hver einstaklingur beri ábyrgð á sjálfum sér og skuli nýta hæfileika sína og aðstöðu svo vel sem hann má, en ábyrgðin og hæfileikar þurfa einnig að beinast að samfélaginu. Þegar málefni fjölskyldna eru tekin til umfjöllunar, er ljóst að verkefnin eru fjölþætt og mörg þeirra leysum við aðeins sameiginlega. Félagslegar rannsóknir sýna, að Islendingar vinna að jafnaði um 20—30% lengri vinnudag en títt er hjá öðrum þjóðum. Enn fremur hefir komið í ljós, að fjölskyldufólk nýtur hér mjög fárra samverustunda, sé tekið mið af grannþjé>ðum okkar. Vinna, tómstundir, nám og aðrar athafnir fjölskyldumeðlimanna krefjast mikils hluta tíma þeirra og krafta. Sálfræðingum virðist almennt bera saman um, að gæði sambands barna og foreldra skipti meiru en lengd þess tíma, sem samveran stendur yfir. Engu að síður er aug- ljóst, að báðir foreldrar þurfa verulega aukinn tíma og tækifæri til frjálsra athafna með börnum sínum strax frá fæðingu, eigi fjölskyldan að fá gegnt því veigamikla hlut- verki, sem krafist er af henni. Á þessu ári hcfur átt sér stað mikil umræða um leiðir til þess að snúa við þessarri ugg- vænlegu þré>un og munu hér tiundaðar nokkrar þeirra. Þegar uppeldisfræðingar og vísindamenn beina í auknum mæli athygli sinni að fyrstu mánuðum ævinnar, m.a. hvað varðar tengsl barna við foreldra sína, eykst gildi launaðs fæðingarorlofs sem miðist við, að báðir foreldrar eigi kost á að vera með börnum sínum á þessu tímabili. Sveigjanlegur vinnutími þarf að vera valkostur fyrir mun fleiri en njóta hans nú, ekki hvað síst, ef foreldrar ungra barna eiga í hlut. Einnig skortir meiri fjölbreytni í vinnutilhögun en nú tíðkast, svo sem möguleika á 1/2 og 3/4 dags starfi. Að eignast þak yfir höfuðið er yfirleitt hvað erfiðastur fjárhagslegur baggi ungu fólki á íslandi og mikið nauð- synjamál að takast megi að létta þar undir. Sýnt hefur verið fram á, að skipulag þéttbýlis getur haft afgerandi áhrif á möguleika fólks til þess að vera með fjölskyldum sínum, m. a. varðandi fjarlægðir milli vinnu- staða og heimilis. Taka þarf mun meira tillit til aldraðs fédks í skipulagi og byggingamálum til þess m.a. að auð- velda tengsl kynslóðanna. Mikil nauðsyn er á að fjölga og bæta aðstöðu þeirra staða þar sem fjölskyldur geta varið tómstundum sínum með það í huga, að fólk á öllum aldri geti sem eðlilegast blandað geði. Þáttur fjölmiðla í því að skapa jákvætt viðhorf til fjöl- skyldunnar er mjög mikilvægur. Slíkt má gera með upp- byggilegri umræðu um ýmsa þætti, sem þau mál varða og geta stuðlað að ræktun góðs mannlífs. Á sama tíma og fyrri verkefni hcimilanna hafa flust á hendur stofnana svo sem skóla, vinnustaða, elliheimila, sjúkrahúsa, dagvistarstofnana, hefur hlutverkaskipting þeirra og heimilanna oft orðið óljós og tengsl lítil sem engin. Uggvænlegt hlýtur að teljast það næstum algera sam- bandsleysi, sem ríkt hefur milli heimilanna annars vegar og ské)la og dagvistarstofnana hins vegar, þeirra, sem í sameiningu taka að sér uppeldi og menntun barnanna. Hugarfarsbreytingar virðist nú gæta hjá foreldrum og skólafólki en stórátaks er þörf, ef árangur á að nást við þetta mikilvæga verkefni. Svo virðist, að skilningur sé einnig að aukast á nauðsyn traustara sambands heimilanna og sjúkrahúsa, einkum þar sem börn eiga í hlut og er ástæða til að fagna því og hvetja til aðgerða. Daginn, sem íslenskar konur tóku sér frí, 24. okt. 1975, kom fjöldi barna í fyrsta sinn á vinnustað foreldris, sem hafði fram að þeim tíma verið fjarlægur hcimur. Auka þarf skilning fólks á nauðsyn traustra og góðra tengsla milli hcimila starfsfédks og vinnustaða. Undanfarin ár hefur umræða um félagsleg efni beinst mjög að einstökum afmörkuðum þáttum stærri mála, oft úr samhengi. Slíkt getur átt rétt á sér um stund, en orðið til skaða, ef unnið er meira af kappi en forsjá. Tímabært er að málefni fjölskyldunnar séu rædd í heild og af þeirri viðsýni sem samrýmist nútíma hugsunarhætti. I þessu sambandi er mikilvægt að gera sér ljóst, að fjölskyldur eru eins konar þjé)ðfélag í hnotskurn. Þar á við ekki síður en á alþjé)ðavettvangi, að velgengni manna og hamingja er að verulegu leyti undir því komin, að menn fái sjálfir að leita eigin markmiða. Einstaklingarnir mætist síðan sem jafningjar og setji sér sameiginleg markmið sem þjóðfclag eða fjölskylda. Aðeins á þeirri forsendu er unnt að vinna að bættum úrlausnum varðandi mál fjölskyldna í nútímaþjóðfélagi. Ritstjóri. 2

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.