19. júní


19. júní - 19.06.1979, Side 8

19. júní - 19.06.1979, Side 8
spaugi, ég fer nú bara með ykkur til útlanda og telpan fór að gráta og sagði örvæntingarfull, þú mátt það ekki, einhver verður að líta eftir henni langömmu. En nokkrum dögum seinna hljóp ég nú í skarðið vegna veikinda og gætti 9 mánaða langömmubarns míns í smátíma. Mín fjölskylda hefur alltaf staðið saman Fjölskyldan verður alltaf horn- steinninn og þar eiga allar hendur að vera á lofti, ef á bjátar og þar á fólk að deila gleði sinni. Mín fjöl- skylda hefur alltaf staðið saman sem einn maður og það hefur gert hana sterka. En fjölskyldur ættu að búa nær hvor annarri og hjálpast betur að en nú gerist og fólk að hafa meiri tíma saman. Ég óttast að ungt fólk gefist upp. Það er svo erfitt að sameina fjöl- skylduna og starfið. Það verður að rífa sig og börnin upp fyrir allar aldir og fara í ýmsar áttir. Ég lasta ekki ungu konurnar, þær hafa verri aðstæður en t. d. ég og mínir líkar, vinna allan daginn og langar vegalengdir að fara. Hvers vegna er ekki hægt að skipuleggja fólkið í hverfunum? Þeir, sem eru á starfs- aldri, sinna störfunum og hitt fólk- ið, sem hefur tíma, sameinist um að gæta barnanna á meðan. Það er erfitt og ekki erfitt að hafa börnin, það er líka gott að þau séu eitthvað með fóstrunum, sem eru starfi sínu vaxnar og kenna þeim margt nytsamlegt. En börnin verða að fá kjarngóðan mat og þau mega ekki hafa svo mikla peninga að þau kaupi gagnslausa næringu og hafi ekki lyst á máltíðum. Nú fylgjast börn of lítið með því, sem er að gerast, þau eru í dálitlu tómarúmi. Það verður að setja dæmið upp fyrir þau eins og raun- veruleikinn er og lofa þeim að leggja hönd á plóginn. Við hefðum aldrei komist áfram af sjálfsdáð- um, ef við hefðum ekki lofað börn- unum okkar að vera með í því. 6 Alltaf verið í baráttufélögum Ég hef alltaf verið verkalýðssinni og verið í baráttufélögum og ég gekk strax í Verkakvennafélagið Framsókn, þegar ég kom suður, en ég þurfti að vera á vinnumarkað- inum og varð sjálfstæð við það. Við bárum saman launataxta milli fé- laga, því ekki veitir af að vera vak- andi í sínum málum. Konur eru alltof hikandi við kaupkröfur og virðast hræddar að ástæðulausu, láta bjóða sér léleg kjör og fylgja málum ekki eftir á vinnumarkaðinum. Það er liðin tíð að það fólk fái ekki vinnu, sem stendur í kjarabaráttu — áður fyrr voru uppsagnir algengar hefndar- ráðstafanir. Sumar konur líta á sig sem í- gripafólk, sætta sig við lág laun og eyðileggja þannig fyrir þeim kon- um sem verða að stóla á vinnuna og það eru oftast konur, sem eru einar með börn. Fólk gleymir því að aðstaða barnanna er líka í húfi, þegar um launamálin er að ræða. Konur verða að fá þá menntun, að þær standi jafnt að vígi og karl- ar og þær verða að þekkja rétt sinn. Þær eiga að sækja fundi í sínum félögum, sérstaklega aðalfundina, til að fylgjast með atburðum og vera virkar. Karlmenn taka nú orðið meiri þátt í verkum heima fyrir og þær að heiman og fólk er farið að skipuleggja, svo bæði hjónin geti sinnt sínu. Ekki má gleyma Bríeti Ég gekk fijótlega í Kvenrétt- indafélagið, þær unnu að réttind- um okkar og menningarmálum. Bríet á það skilið, að henni sé ekki gleymt, hún barðist fyrir öllum réttlætismálum kvenna. Hún var stofnandi félagsins og formaður lengi eða þar til Laufey dóttir hennar tók við. Laufey var tíguleg, skýr, kom áhugamálum sínum fram og hún var mannvinur. Sigríður J. Magnússon, sem lengi var formaður, var þægileg, skemmtileg, málefnaleg og gat sett sig inn í mál frá rnörgum hliðum. Ungar stúlkur, sem eru í skólum, eiga að selja merki Menningar- og minningarsjóðs kvenna, það eru þær sem njóta hans. Ég óska Kvenréttindafélaginu alls góðs og að það starfi áfram í anda okkar kvenna, alltaf eru nóg málefni til að vinna að. Mér finnst samfélagið betra en áður, það er ekki farið illa með fólk og líf aldraðra er gott, ef heilsan er góð, því hjálp er mikil. En ég vil ekki að fólk geri bara kröfur til samfélagsins, það á fyrst að gera kröfur til sjálfs sín. Nú geta allir komist áfram, sem vilja það sjálfir. Tengdadóttir mín og systir hennar hafa t. d. eitt starf saman við símaþjónustu, það er snjöll tilhögun. Farið var að rökkva í stofunni hennar Guðbjargar og samtalinu að ljúka í þann mund, er sonur hennar kallaði ofan af lofti að kaffið væri tilbúið. Við skoðuðum fjölskyldualbúmið og sannfærð- umst um að dagar stórfjölskyld- unnar eru ekki taldir á fslandi og jafnframt að „baráttufélög“ eiga hauka í horni, þar sem eru konur á borð við þennan viðmælanda 19. JÚNf. Stórrík.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.