19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 11

19. júní - 19.06.1979, Page 11
sjá um börnin foreldrana um fjölskylduna En börn konunnar, seni hún átti nieð öðrum manni eða mönnum, attu samt skyldum að gegna við þennan lagalega föður. En rakti fólk ekki stundum ættir td mæðra sinna? Það var algengt að hafa meiri skyldum að gegna við aðra ættina, föðurætt eða móðurætt. Fólk hefur getið sér til um að móðurréttur hafi •'íkt, t.d. þar sem akuryrkja var stunduð, en föðurréttur t.d. í hjarðmannasamfélögum. En málið er ekki svo einfalt. Það virðist til- viljanakennt hvort ættir eru raktar til föður eða móður. Það hefur líka verið álitið að þegar ættir voru raktar til móður benti það til áhrifa og valda kvenna. En það mun ekki vera. Fjölskyldutengslin voru miklu víðfeðmari en nú, er það ekki? Fjölskyldan hafði mismunandi form. I öllum tilfellum voru skyld- ur mestar við nánustu ættingja. Tengsl milli hópa við hjúskap voru mikilvæg, þau tengdu hópa á ákveðnu svæði og við skulum hafa í huga að við erum að tala um fólk, sem lifði mjög dreift og umhverfis- ástæður geröu reglur nauðsyn- legar. Sú regla fékkst fyrst og fremst með tengslum við hina, sem bjuggu i kringum þá. Hópnum varð þess vegna nauðsynlegt að tengjast ættarböndum. Hvers vegna telurðu að fjöl- skyldan hafi dregizt saman í þessa svonefndu kjarnafjölskyldu? Regla hinna fornu íslenzku laga var sú að réttindi og skyldur náðu til allra j^eirra, sem fólk mátti ekki giftast. I Grágás var boðið að veita ættmennum hjálp allt í fimmta liö. Nú er grunnciningin hjón og börn. Skyldur ná aðeins til barna og for- eldra. Fjölskyldumyndin hefur breyzt með þéttbýlismyndun og flulningi fólks milli heimsálfa. Þegar fólk er rifið upp úr gömlum formum, sem héldu öllu i eðlilegu horfi, og flyzt í annað umhverfi innan um ókunna, hlýtur [:>aö að minnka fjölskylduna. Það er al- gengt bæði í Þýzkalandi og Amer- iku, verður vart á Norðurlöndum og jafnvel hér, að fólk í góðum efnum vill ekki eignast börn. Því veröur mikilvægara að geta ráð- stafað tima sínum og fé eins og [dví sjálfu sýnist. Mér finnst þetta hrollvekjandi [Dróun. Fólk lítur á sjálft sig sem lokastig framvindu lifsins og mannkynsins. En hvað viltu segja um þá þróun að einstaklingar kjósi frekar að búa með börnum sínum án hins foreldrisins? Orsökin er m.a. sú að hvorki félagsleg né efnaleg krafa um að ganga í hjónaband er fyrir hendi. Idvorki siðferðilegur né lagalegur [irýstingur. En þrátt fyrir þetta held ég að fólk hafi ákaflega ríka jaörf á að eiga fjölskyldu. Það hefur svo ríka þörf á að eiga athvarf, að vond fjölskylda er betri en ein- angrun. Fjölskyldan er enn sú stofnun, sem ákvarðar stöðu ein- staklingsins gagnvart hópi manna. Einstaklingurinn er ekki bara vera, sem lifir og deyr heldur hefur hann þörf fyrir ákveðna stöðu, og þá stöðu veitir fjölskyldan honum. Mcnn leita sjálfkrafa inn í einhvers konar samfélag, félög, |:>ar sem fæst eitthvað brot af fjölskyldu. Menn hafa ákaflega ríka jaörf á fjölskyldu og samkomur cins og fjölskyldu- fagnaður margskonar, sem menn eru að agnúast út í og j^ykjast vilja leggja niöur hafa i rauninni miklu hlutverki að gegna. Þar kemur fram tilfinningin fyrir ættinni, sem nær langt út fyrir þrengsta hring foreldra og barna, jafnvel þótt samskipti og kynni séu lítil. AEV. 9

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.