19. júní


19. júní - 19.06.1979, Side 22

19. júní - 19.06.1979, Side 22
 Tvær sögur af Stef án i Þórunn Guðrún H. Sigurðardóttir. Sederholm. Tvær sögur af Stefáni nefnist lítil bók sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur gaf út í vor. Þar segir frá tveimur Stefánum, sem lífið fer ólíkum höndum um. Höfundur bókarinnar er Guðrún Helga Sederholm og er þetta hennar fyrsta bók. Við fengum leyfi til að birta niðurlagskaflana í frásögn- unum af Stefáni I og Stefáni II og ræddum stuttlega við höfundinn. Guðrún Helga er yfirkennari í Breiðholtsskóla en áður kenndi hún m.a. í skóla í Kaupmanna- höfn. „Báðir Stefánarnir mínir hafa oft orðið á vegi mínum. Þeir til- heyra fjölmennum hópum barna, sem flestir kennarar kannast við. Astæðan fyrir því að ég skrifaði þessa bók á fyrst og fremst rætur að rekja til reynslu minnar sem kenn- ara. Börnin sem ég kenndi í Kaup- mannahöfn bjuggu við mjög erfið- ar aðstæður og þótt ástandið sé hvergi svo slæmt í Breiðholtsskól- unum, kvíði ég þeirri þróun sem þar á sér stað. Kveikjan að bókinni er það réttindaleysi og þær hörmulegu aðstæður sem allt of mörg börn vaxa upp í.“ „Átt þú börn?“ „Nei, mér hefur ekki fundist ég hafa nægan tima til þess. Það er svo mikið til af börnum sem lítið er sinnt um. Mér finnst það gífurleg ábyrgð að eiga og ala upp börn, og mér finnst fólk ekki gera sér nægi- lega vel grein fyrir því. Ástæðurnar fyrir því að fólk eignast börn eru oft óljósar og jafnvel eigingjarnar. Og mikið af vandamálunum skap- ast vegna þess að fólk hugsar meira um að skapa börnunum efnahags- legt viðurværi, en tilfinningalegt.“ 20 „Hefðirðu skrifað þessa bók, ef ekki væri barnaár?“ ,Já, ég var byrjuð á henni löngu fyrr. Og ég vona líka að þetta verði ekki mín síðasta bók,“ sagði Guð- rún. Með þessu stutta spjalli birtum við, auk kaflanna úr bókinni, krossaprófið af baksíðu bók- arinnar. Líklega rekur einhvern í rogastanz yfir þessu skrýtna prófi. Hvaða svar skyldu allir hinir ný- bökuðu foreldrar gefa? Því nýbak- aðir foreldrar eru óvanalega margir á Islandi um þessar mundir. Eftir margra ára kyrr- stöðu og jafnvel afturför í fólks- fjölgunarmálum Islendinga, virð- ist barnaárið ætla að snúa þróun- inni við, þvi þótt 1979 sé hvergi á enda runnið, leynir sér ekki á tölum, að nú er þjóöinni farið að fjölga aftur. Einhver sagði að það væri vegna þess að nú er barnaár, annar sagði að það væri vegna batnandi hags og sá þriðji að fólk

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.