19. júní


19. júní - 19.06.1979, Síða 26

19. júní - 19.06.1979, Síða 26
þá sem við ólumst upp við. — Að þær meti andleg verðmæti ofar hinum veraldlegu, en þau síðast- töldu eru nánast hin daglega reynsla barna í okkar þjóðfélagi, þar sem flestir foreldrar taka á einn eða annan hátt þátt í lífsgæða- kapphlaupinu, sem hefur óneitan- lega áhrif á uppeldi barnanna. I stuttu máli viljum við stuðla að sem mestri fjölbreytni og víðsýni, svo þær geti valið nám, starf og tómstundir, sem veitir þeim sem mesta og besta lífshamingju í framtíðinni. Jóhanna Þórðardóttir og Jón Reykdal myndlistarmenn, Hadda Fjóla 5 ára, Nanna Huld 7 ára. Að elska börnin sín Tja, þetta er hreint ekki auðveld spurning, svei mér þá ég hef bara ekki hugmynd um það. Það var nú það fyrsta sem mér datt í hug, en þó, ég skal reyna að svara. Ég elska börnin mín og mig langar að gera þau að góðum og heiðarlegum manneskjum. Ég kem fram við þau nákvæmlega eins og mínar tilfinn- ingar og skynsemi segja mér til um. Ég reyni að vera félagi þeirra og umfram allt vinur, því mig langar til að eiga þau alltaf að vinum lika þegar þau fara að lifa sínu eigin lífi. Ég reyni að kenna þeim mun á réttu og röngu um leið og ég reyni sjálf að skilja svo margt — já ein- mitt er maður ekki alltaf að ala sjálfan sig upp? A þessari öld fræðinga þorir maður varla að opna munninn um nokkurn þann lilut sem viðkemur uppeldismálum, ef maður er bara ósköp venjuleg mamma, nei manni skilst að nú horfi til stórvandræða með uppeldi íslenzkra ungmenna og barna vegna skorts á upp- lýsingum og leiðbeiningum fyrir hina ungu óupplýstu foreldra. En er það ekki einmitt þetta, að elska börnin sín og umfram allt að hjálpa þeim að finna sig og tjá sig. Eina bókin sem ég hefi sezt niður og lesið þegar ég hefi átt í vand- ræðum — þá fyrst og fremst með sjálfa mig, er „Bókin um veginn“, eftir Lao-Tse, og þar stendur einmitt þetta „þegar menn þekkja móður- ina vita þeir hvers vænta má af börnunum“. Og ég hef sagt við syni mína, „engin ógæfa þyngri en sú að vera óánægður með hlut- skipti sitt, enginn löstur verri en ágimdin. Sú fullnægja er tryggust, sem fólgin er í því að vera ánægð- ur! Helga Þ. Stephensen. Fordæmið vegur þyngst Það atriði, sem að mínu mati vegur hvað þyngst í uppeldi barna almennt er það, að foreldrar geri sér ljóst mikilvægi þess fordæmis, sem þeir eru börnum sinum. Þetta fordæmi tekur til allra þeirra mála, sem ég tel að börn eigi að fá fyrstu handleiðslu i og kynni af í heima- húsum, svo sem ástúðar og tján- ingar hennar, umgengnisreglna og tillitssemi við náungann og nátt- úruna, hlýhugs til landsins okkar og trúar á landsins gæði, (án venjulegrar neikvæðrar afstöðu til veðurfars) jafnræðismála kynj- anna og réttar fólks til þess að velja og hafna, svo nefnd séu dæmi. Oll þessi dæmi tel ég vera mikilvæg, vegna þess að þau lúta að uppbyggingu tilfinningalífs barnsins og ættu að stuðla að því að gera það hæfara til þess að njóta samskipta við það samfélag og umhverfi, sem það er fætt i. Ég tel að mikill misbrestur sé á því, að þetta frumskilyrði sé rækt sem skyldi í okkar samfélagi. Verðbólguæðið og stöðutákna- stríðið veldur því að okkur vantar sífellt tíma til þess að sinna fjöl- skyldumálum okkar nægilega. Þeir sem ekki eru að byggja i fyrsta sinn eru aö byggja í annað sinn og aörir vinna botnlausa yfirvinnu til þess að geta farið í sólarlandaferð til þess að geta hvílt sig eftir alla yfir- vinnuna. I þessu basli, sem oft er afsakað með |dví yfirskini að verið sé að búa í haginn fyrir börnin, vill það oft gleymast að það, sem börnunum er

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.