19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 30

19. júní - 19.06.1979, Page 30
Unglingurinn getur orðið mjög áhugasamur um að ávinna sér hylli, en honum hættir líka til að vera of hræðslugjarn og smá- munasamur, og sjálfsvirðing hans er komin undir annarra mati fremur en eigin mati hans á sér og sínum gerðum. Oft er ungling- urinn kvíðinn og finnst sjálfstæði í athöfnum of áhættusamt, því að mistök og villur eru hættulegar. Lýðræðislega formið Hér er markmið foreldris að hjálpa barninu að læra að verða sjálfstætt, að treysta eigin dóm- greind og nota hana til að leysa vandamál. Tjáskiptin á heimilinu eru gagnkvæm með því að bæði foreldri og barn gefa og fá upplýs- ingar, og hvor aðili hlustar á sjónarmið hins. Foreldrið hefur þá ábyrgð að setja ákveðin mörk í uppeldinu og framfylgja þeim af festu, en þó hlýju. Ennfremur að íhuga mismunandi gerðir og af- leiðingar þeirra með unglingnum og leyfa honum að taka ákvarðanir á grundvelli fenginna upplýsinga. A þennan hátt ætti barnið að læra af eigin reynslu, en ekki fyrir umb- un eða refsingu frá foreldrum. Það er ekki reynt að forðast að vera ósammála, en takmarkið er sam- komulag og gagnkvæm ánægja. Foreldrarnir spyrja um skoðun barnsins, hvað það vilji helst, og um hugmyndir þess um afleiðingar ákveðinna gerða. Langtima afleiðingar af svona uppeldi geta orðið þær, að barnið lærir að taka ákvarðanir með því að nota eigin dómgreind og upp- lýsingar frá öðrum til að komast að niðurstöðu um, hvað sé heppileg- ast að gera. Það þorir að taka þá áhættu að reyna eitthvað nýtt, án þess að hræðast mistök. Um leið og barnið treystir eigin dómgreind, lærir það að sjá rétt annarra og skilja tilfinningar og hugmyndir Þeirra- J.M.G. Umhverfi hinnar íslensku fjölskyldu Kristinn Ragnarsson, arkitekt: 28

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.