19. júní - 19.06.1979, Side 31
I eftirfarandi grein mun ég
leitast við að draga fram þá mynd
af því umhverfi sem hin islenska
fjölskylda lifir í. Til afmörkunar
þessa hugtaks mun ég skorða efnið
við fjölskyldulif í borgarsamfélagi
og minnast á hina helstu áhrifa-
valda sem mótað hafa núverandi
ástand. Ég tek það fram að margt
hér er alhæfing og hlutlægt mat
mitt og ber ekki að líta á þetta sem
visindalegt innlegg í umræðu um
umhverfismál.
I gegnum aldirnar hefur mannlíf
hér á norðurhveli jarðar mótast af
Itarðindum, almennri fátækt og
landfræðilegri einangrun frá
hinum stóra umheimi. Stöðnunar
eða mjög hægfara þróunar
bændaþjóðfélagsins gætti allt fram
á þessa öld. Um og eftir aldamót
fór hjól atburðanna að snúast örar
og er nú, er hér er komið sögu farið
að snúast nokkuð ört. Allar þær
breytingar sem við höfum tekið
upp hafa fengið tiltölulega stuttan
aölögunartíma og hafa þær ómelt-
ar orðið að víkja fyrir öðrum
breytingum. Sumar hverjar hafa
ílengst og dagað uppi sem nátttröll
i breyttum aðstæðum. Hraðalög-
mál lífsins er nú annað en áður var.
Istöðuleysis almennings vegna
hraðans gætir og glundroði í
mörkun stefnu á okkar helstu
málum er afleiðing hans. Þegar
litið er á þessa þróun i ljósi sög-
unnar þá skyldi engan furða að við
getum ekki líkt okkur við ýmiss
nágrannalönd okkar, þar sem við
höfum stiklað yfir mörg þróunar-
stig sem aðrar þjóðir hafa stigið á
mörgum öldum. Þéttbýlismynd-
unar fór fyrst að gæta eftir síðustu
aldamót og hin fyrsta borgarakyn-
slóð er senn að kveðja. Borgar-
mennings, ef svo mætti að orði
komast, er að slíta sínum fyrstu
barnaskóm.
I taumlausu kapphlaupi um hin
veraldlegu gæði reynum við að
fsera okkur í nyt tækniþekkingu
annarra þjóða án þess þó að
grundvallaratriðin séu gjörkönn-
uð. Töluvert skortir á að við getum
beitt fullkomnum tækniútbúnaði
jDannig að um verulega vinnuhag-
ræðingu sé að ræða. Markviss
vinnubrögð eru því miður ekki þau
aðalsmerki sem við getum státað
af. Niðurstöðurnar láta heldur ekki
á sér standa og er hægt að lesa þær
út úr efnahagsmálum þjóðarinnar.
Hvert sem litið er inn í hina ýmsu
atvinnuvegi getur að lita á|3ekk
skipulagsvinnubrögð. Við virð-
umst eyða litlu til rannsóknar-
starfa í sambandi við vinnuhag-
ræðingu. Að hvaða framleiðslu við
eigum að vinna og síðast en ekki
síst að hvaða markmiði við erum
að stefna? Kaupmáttur almenn-
ings hefurekki aukist í hlutfalli við
fjölda vinnutíma og jiurfa allflest-
ar fjölskyldur að vinna töluverða
aukavinnu til að halda uppi jDeim
lífsstíl sem þær vilja hafa.
Skipulag borga og bæja hefur
auðkennst hér að undanförnu af
þeirri stefnu að skilja frábrugðnar
athafnir í sundur og ætla þeim
ákveðin svæði. Þessa skipulags-
stefnu tókum við eins og margt
annað ómelt að láni frá öðrum
Jojóðum og útfærðum í íslenskt
landslag. Áhersla var lögð á að at-
hafna- og iðnaðarsvæði væru sem
lengst frá íbúðarsvæðunum svo
óþægindi af umhverfismengun
hlytist þar ekki af. Verslunar- og
þjónustumiðstöðvar fengu sinn
stað af sömu ástæðum. Án þess að
almenningur hafi áttað sig á, hafa
verið reist einhæf byggðarsvæði
sem oftast eru líflaus og andlaus.
Við staðarval nýrra byggðar-
svæða hefur „hreppapólitík“ ráðið
mjög ferðinni og lítt verið hugað að
Jijóðhagslega hagkvæmari upp-
byggingu sem kæmi íbúunum til
góða. Þannig er til dæmis þétt-
býlissvæði suðurlandsins, um-
hverfis höfuðborgina ömurleg af-
leiðing hagræðingarleysis. Af-
leiðingin er stóraukið umferðar-
kerfi sem bæði er dýrt og tímafrekt.
Þetta dregur úr vinnuafköstum og
saxar á þann tíma sem annars
mætti verja til venjulegs fjöl-
skyldulífs. í stað þess að stytta
vegalengdir höfum við verið að
dreifa byggðinni og tekist að
mynda staka smákjarna sem
samanstanda oft af einhæfri
íbúðarbyggð.
I gerð híbýla, sem byggð hafa
verið á síðustu áratugum er varla
um neina stökkbreytingu að ræða,
nema hvað við leyfum okkur mun
stærra húsnæði með bættari kjör-
um.
íslendingar eyða mun meiri
tima innandyra en suðlægari
Jojóðir og leggja þess vegna meira
upp úr góðu húsnæði. Er þetta
rökrétt afleiðing þeirrar veðráttu
sem við búum við. Breiðholtin sem
byggð hafa verið upp í Reykjavík á
síðastliðnum tíu árum eru ekki
orsök fólksfjölgunar heldur mun
fremur orsök aukinna þarfa á hús-
rými. Við þurfum í dag næstum
|)ví helmingi fleiri fermetra hús-
næðis en fyrir tveim áratugum.
Oll þessi viðbótar aukning hefur
hins vegar ekki aukið hagræðingu
húsnæðisins verulega. í grund-
vallaratriðum ríkir sami hugs-
unarháttur og í skipulagsmálum
að við aðgreinum vel mismunandi
athafnir fjölskyldulífsins með sér-
stökum herbergjum. Að koma sér
upp eigin húsnæði er hér á landi
brýn nauðsyn þar sem réttur leigj-
enda er nánast enginn, en jafn-
framt mun erfiðara en hjá öðrum
þjóðum, J)ar sem lánafyrirgreiðslur
eru hér mun takmarkaðri. Margir
hella sér út í húsagerð án þess að
gruna út í hvaða ævintýri þeir eru
að fara. Með auknu vinnuálagi
fjölskyldufyrirvinnunnar, sem í
flestum tilfellum eru bæði foreldr-
in, tekst þetta þó að lokum en með
ærnum fórnum á kostnað fjöl-
skyldulífsins. Það skal tekið fram
að hér er ekki verið að hallmæla
öllu amstri og öllum athöfnum sem
menn leggja á sig, heldur er verið að
29