19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1979, Qupperneq 32

19. júní - 19.06.1979, Qupperneq 32
 A vordegi draga fram þær hugleiðingar að ef við viljum styrkja fjölskyldubönd- in verðum við að hagræða gjörðum okkar þannig að við höfum tíma til að sinna þeim skyldum sem fjöl- skyldan útheimtir. Ef við viljum aðhafast margt þjóðfélaginu til góða, verðum við að velja þær leiðir sem útiloka ekki eðlilegt fjöl- skyldulíf. Fjölskyldan er jú vaxtar- broddur samfélagsins og uppeldis- málum á ekki að sinna sem hverj- urh öðrum tómstundum. Ef við ætlum börnum okkar það hlut- skipti að leysa vandamál framtíð- arinnar þá verðum við að vanda vel til uppeldismála. Sú stefna uppeldisfræðinga að lýðræðislegt og jákvætt uppeldi leiði til betri árangurs en ofverndað og strangt þá ber að hafa það hugfast að meira umburðarlyndi og meiri tima verður að gefa sér í það. Það er ekki nóg að láta götuna og af- skiptaleysið ráða ferðinni. Það vandamál sem háþróaðar tækniþjóðir eiga við að glíma í dag eru tómstundir fólks almennt. Vinnutíminn er óðum að styttast og þarfir fólks til tómstundariðk- ana aukast sífellt. Þessi mál eru nú mikilvægur þáttur í skipulagi borga og bæja. Hér á íslandi er brýn þörf á að gefa þessum málum mun meiri gaum en áður og leggja megin- áherslu á þá þætti og athafnir þar sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Hver fjölskyldumeðlimur hefur þörf fyrir afþreyingu og leitar að útrás eftir því sem hugur stendur til. Fjölskyldumeðlimir sem eyða frí- tímum sínum ævinlega hver í sinu horni stuðla ekki að tryggari fjöl- skylduböndum. Okkur ber að stefna að því að koma upp meiri fjölbreytni í tómstundariðkunum fyrir alla fjölskylduna í íslensku landslagi og sem hentar í íslenskri veðráttu. Við þurfum að skapa okkur þá aðstöðu og það umhverfi sem gerir okkur kleift að lifa með fjölskyldum okkar og annast jafn- framt þjóðfélagslegar skyldur. í sumarbústaðnum Við lögðum af stað kl. 10 einn fallegan sunnudagsmorgunn. Við sóttum ömmu og afa síðan lögðum við af stað yfir heiðina við keyrðum framhjá Hveragerði beygðum inn hjá Ingólfsfjalli og keyrðum fram- hjá Þrastalundi og þegar við kom- um uppí sumarbústað fórum við að laga til í garðinum týna lauf og svoleiðis. Pabbi hjálpaði afa að byggja sólskýli og þegar við vorum búin lögðum við af stað heim og stoppuðum í Þrastalundi keyrðum í Hveragerði og keyptum tómata og agúrkur síðan yfir heiðina og við keyrðum afa og ömmu heim og síðan fórum við heim og horfðum á barnatímann. Hundurinn minn og kötturinn minn voru fegin að sjá okkur því þau höfðu verið ein allan daginn. Edda Ragna Davíðsdóttir 9 ára. 1. Einu sinni var ég uppi í rúminu mínu og var að velta því fyrir mér hvaða bíltegund færi framhjá, kom mamma og sagði við mig: farðu að klæða þig við ötlum að kaupa ís. 2. Eitt sinn fór ég á „Esjuberg“ og fékk mér bakka, hníf og gaffal. Svo pantaði ég minn vanalega skamt hamborgara og franskar. Ólafur Hrólfur Gestsson 9 ára. Ég hef lengi íhugað það hvernig ég er kominn hingað í þessa fjöl- skyldu og sérstaklega í seinni tíð. Ég velti því fyrir mér af hverju litla systir mín þurfti að fæðast því fyrir þann tíma hafði ég verið einka- barn. Síðan hún fæddist fyrir rúmum 4 árum, þá grætur hún og lætur man aldrei í friði. Á morgn- ana fer ég i skólan og líka oft eftir hádegi en þar sem sumarfrí er byrjað ætti ég að vikja að öðru. Ég get engan veginn skilið afhverju við megum ekki hafa hunda og ketti í húsinu. Það er algjörlega bannað af hálfu Pabba og Mömmu Afa og Ömmu. Fyrir þremur árum fluttum við til ís- lands frá Þýskalandi. Þar var ekki bannað að hafa húsdýr og lifðum við í hálfgerðum dýragarði. Ég mun bráðlega heimsækja þær slóðir aftur. Ólafur Kristinsson 11 ára. Pabbi seigðu skrítna sögu Pabbi var búinn að seia margar sögur þegar kom ein findin og pabbi hætti þá sagði litlasstir viltu lesa meir þá seir pabbi eina í viðbót 7 ára barn úr Ævingaskólanum. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.