19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 37

19. júní - 19.06.1979, Page 37
Nám í heimilisfræði stefnir að því að dýpka skilning nemenda á hinu fjölþætta hlutverki heimilis- >ns og samstarfi fjölskyldunnar, það á að efla þekkingu þeirra á al- mennum hollustuháttum og veita þeim innsýn í hin margvíslegu störf heimilisins, jafnframt því sem grunnur er lagður að verkmenntun fyrir ýmis störf. Aður fyrr önnuðust heimilin sjálf að mestu fræðslu í heimilis- störfum og sú fræðsla byrjaði strax á uppvaxtarárum. Einnig hefur mörgum gefist kostur á að stunda nám i húsmæðraskólum, sem starf- ræktir hafa verið hér á landi í um það bil eina öld. Um námsgreinina heimilisfræði, sem til skamms tíma var nefnd matreiðsla, er það að segja að hún hefur verið kennd hér á landi í um 70 ár, fyrst í barnaskólum og síðan í gagnfræðaskólum. Þessi fræðsla fór þó aðeins fram á örfáum stöð- um í fyrstu og enn þann dag í dag eru það ekki nema 40 skólar, sem gefa kost á síku námi, þar af um helmingur í Reykjavík og ná- grenni. Námið var nær eingöngu ætlað stúlkum, en piltar fengu með sér- stöku samkomulagi við skólastjóra og kennara að komast að, ef hús- næði leyfði, og það eru ekki nema nokkur ár síðan piltum gafst kostur a að stunda nám í heimilisfræði til jafns við stúlkur. En í grunnskóla- lögunum frá 1974 er heimilisfræð- m nú í fyrsta sinn skyldunámsgrein og því ber að fagna. Með breyttum þjóðfélagshátt- um og þar af leiðandi nýjum við- horfum hefur námið hin síðari ár færst yfir á breiðara svið fjöl- skyldulífsins og er stefnumörkun skilgreind með nýrri námskrá frá arinu 1977. í námskránni eru meginmarkmiðin í heimilisfræði og heimilisrækt að — efla skilning nemenda á hlut- verki heimilisins, — auka þekkingu þeirra og leikni í heimilisstörfum, — auka skilning og áhuga nem- enda á hollustu og heilbrigði, — vekja skilning og áhuga á góðri nýtingu og umhirðu verð- mæta, hagsýni í heimilisrekstri og hagsmunamálum neyt- enda, — glæða áhuga nemenda á gildi góðrar vinnutækni, — veita nemendum innsýn í vist- fræðileg lögmál og glæða áhuga þeirra á umhverfis- vernd, — glæða sjálfstæði, samstarfsvilja og samábyrgð nemenda. Þegar litið er á markmiðin sést að heimilisfræðin er samþætting margra skyldra námsgreina, sem snerta daglega tilveru okkar að meira eða minna leyti. Þættirnir næring og hollusta, neytendahag- fræði, matreiðsla, framreiðsla og hreinlætisfræði hafa verið og eru stærsti þáttur námsgreinarinnar, einkum verklega þjálfunin, sem öllum er nauðsynleg. En með nýrri námskrá er.gert ráð fyrir víðtækari neytendafræðslu, ennfremur fræðslu um búnað heimilis og vinnuskipulag, híbýlafræði og um barnið i fjölskyldu og samfélagi. I náminu nýta nemendur einnig þekkingu sína í öðrum námsgrein- um, sem tengjast einstökum náms- þáttum heimilisfræðinnar. Má þar nefna líffræði, samfélagsfræði, efna- og eðlisfræði og stærðfræði. Búnaður kennsluhúsnæðis, tækjabúnaður og efni til verklegra æfinga, stuðlar að fjölþættu námi í heimilisfræði. Nemendur fá tæki- færi til að vinna að eigin verk- efnum eða í samvinnu við aðra og geta, er heim kemur, endurtekið verkefnin við svipaðar aðstæður, en það gefur náminu sérstakt yfir- færslugildi. Breyttir lieimilishættir gera auknar kröfur til heimilisfræðslu í skólum. Verkaskipting fjölskyld- unnar er önnur en áður var, þegar ábyrgðin hvíldi á herðum eins aðila. Nú er aukinn skilningur á samstarfi og samábyrgð allra í fjölskyldunni, jafnt eldri sem yngri, vinnuálagið verður með því móti jafnara og frístundir fleiri. Það er því augljóst, að í nútíma þjóðfélagi verða allir að hafa þekkingu að leiðarljósi í næringar- og neyt- endafræðum, í algengri matreiðslu og heimilisstörfum og ekki síst í að skipuleggja vinnu sína. Vannæring og ofneysla eru ekki óþekkt fyrirbæri í okkar velferðar- þjóðfélagi og stafar oftast af þekk- ingarleysi. Tæknileg þróun, fjölbreytni í framleiðslu og áhrif auglýsinga og umbúða gera sívaxandi kröfur til þekkingar neytandans og van- þekking getur iðulega orðið honum dýr. Jákvætt viðhorf til heimilis- fræðináms og jafnframt góðar ábendingar er besti stuðningur, sem heimilin geta veitt. Nemendur, sem í upphafi hafa vanist hollu mataræði og að taka þátt í heimilisstörfum, eiga auð- veldara með að tileinka sér heim- ilisfræðinám. Nú orðið er það í flestum tilfell- um grunnskólinn, sem veitir nem- endum sínum einu fræðsluna í heimilisfræði og heimilisrækt og getur þá um leið vakið áhuga á frekara námi á því sviði. Því ætti vel skipulögð heimilis- fræðikennsla í öllum grunnskólum landsins eða í tengslum við þá að auka ánægju í skólastarfi og verða þegnum og þjóðarbúinu til heilla. 35

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.