19. júní


19. júní - 19.06.1979, Síða 42

19. júní - 19.06.1979, Síða 42
EINKAMÁL Ég er ég Þegar ég var lítil var ég ákveðin í að giftast, jafnvel Jesú, bara ekki „pipra“, það var svo ömurlegt. Einhverja hugmynd um að þetta væri sjálfvalið ástand, en ekki ósjálfrátt, hafði ég strax. Ein vildi ég ekki verða. Eins og svo oft gerðist með stelpur, þá gekk mér vel i skóla fram að landsprófi, en þá datt námsárangur niður úr öllu. Ég vona að slikt sé ekki algengt lengur. Það var frekar fúlt að þurfa að velja nám. Hjúkrun, nei, blóðugt, skrifstofudama, nei, leiðinlegt. Blaðakona; framúrstefna, nei of erfitt þar sem ég féll á landspróf- inu. Á þeim tima hvarflaði ekki að mér annað en hefðbundin konu- störf, að minnsta kosti ekki upp- hátt. Eg tók hagnýta starfsmenntun, bjó á meðan hjá foreldrum mínum, fór svo að vinna fyrir mér. Að þvi kom að ég var að kæfa þau og sjálfa mig, þannig að ég flutti í ibúð i bænum með þeirra hjálp. Mér fannst ég hafa himin höndum tekið og vera frjáls, frjálsleg, óháð, sjálf- stæð. Áður en tveir mánuðir voru liðnir var ég oröin ófrísk. Eg varð reyndar himinlifandi glöð, enda þótt ég vissi að sambandið við manninn væri ekki til frambúðar. 40 Mér datt aldrei annað i hug en að eiga þetta barn. Var ég ekki á ís- landi eða hvað? Er ekki þriðja hvert barn eða svo lausaleiks barn hér? Ég vann fyrir mér og átti íbúð, hvað viltu meira? Punkturinn yfir i-ið og engin maður til að banna mér að lesa í rúminu á nóttunni. Þetta var ákaflega eigingjarnt sjónarmið. Maðurinn og barnið voru ekki spurð álits. Meðgöngu- timinn var spennandi, ég vann fram á siðustu viku og var stolt, ung og hraust. Barnið fæddist heilbrigt og fallegt. — Alsæl —. Mér fannst ég vera orðin félagi i leynifélagi upphafinna. Móðir! Nú gat ég líka tekið þátt í fæðingar- frásögnum kvenna, sem mér hafði verið lítið um áður. Nú skildi ég innihaldið, aha þetta var lifið sjálft. Síðan flutti ég heim til mömmu með barniö. Ég þorði ekki að vera ein með svona litið, sagði ég mér, enda þorði ég það ekki. Ég liföi vernduð i sæluvimu i nokkrar vik- ur, en þá fór mér að verða órótt. Hvað gera nú sjálfstæðar konur? Ég þáði alla þá hjálp sem mér bauðst hjá foreldrunum og fór aftur að vinna fulla vinnu. Eftir nokkurn tima vissi ég ekki i hvorn fótinn ég átti að stiga, komin heim með barn og engar undirtektir undir það að fara að búa ein með barnið. Enda hver átti að passa j^að? Dagheimili var næstum eins og argasta fjarstæða. Eg flutti þrátt fyrir allt og fór að flækjast um með barnið í pössun til mömmu og föð- urömmu, sem hefur verið eins og klettur í þessu máli. Mér fannst ég vera orðin eins og asni í jæssu, og hugleiddi alvarlega að láta barnið alveg i hendur ömmu (hvorrar sem væri þær hefðu báðar tekiö því). Sjálfsmyndin var gersamlega hrunin. Lausnin hlaut að vera að gifta sig. Það var eitthvað losara- legt við þetta sjálfstæði hjá mér. Þannig að ég gifti mig áður en árið var liöið. Ég reyndi að lifa mig inn i j^etta hlutverk. Hegða mér eins og gift kona, j^að er stimpill, það leysir vandamál. Það gekk illa. Forsend- urnar rangar. Aftur komin i klemmu, með að spyrja ekki hlut- aðeigandi aðila heldur ákveða jDetta sjálf útfrá einhverjum frös- um. Mér varð ljóst að hjónabandið yröi ekki langlíft, jaó fagnaði ég jtví að verða ófrísk aftur. Nú fær strákurinn systkini hugsaði ég, og Joað varð — lítill bróðir. Kringum- stæðurnar voru allt aðrar, fæðing- in erfið, barnið óhraust sem ung- barn, allt ómögulegt. Skilnaðurinn nokkru seinna varð óumræðilegur léttir, þá loks fannst mér fara að rofa til. Ég fékk góð dagheimilis- pláss rétt hjá vinnunni. Sá eldri var jjá tveggja ára og hinn fjögurra mánaða. Mér fannst ég byrja að sjá fram á raunverulega tilveru, svo undarlega sem það hljómar. Mín fjölskylda var mér auðvitað bakhjarl enn sem fyrr og fjöl- skyldur pabbanna hafa reynst mér og strákunum meir en vel. Sam- bandið við pabbana varð Ji>olan- legt, og ég fór að rétta úr kútnum, ekki síst andlega. Þetta þurfti til |:>ess að ég færi að sjá tilveruna raunsætt, en ekki eins og eitthvað, sem maður notar og hendir. Vissulega er skilnaöur eins konar ósigur, en ég sneri ósigri í sigur. Mér fannst ég alls ekki eiga erfitt JdóU ég væri ein með tvö lítil börn. Auðvitað veit ég að ég nýt forréttinda jjar sem jiessar frábæru fjölskyldur eiga í hlut og ber mín eigin auðvitað hæst. Þar sem j^au bera hitann og |tungann af sjálf- stæðisbaráttu minni. Mér finnst núna að ég sé frjáls, eins frjáls og ég get oröiö, Jdví ég held að frelsi sé aöallega hugarástand. Enn hef ég ekki öölast nægilegt fjármálavit, á eftir að upplifa jiað frelsi, sem joví fylgir. Ég trúi ekki öðru en að j)au mál fari að leysast, ég er að reyna.

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.