19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 45

19. júní - 19.06.1979, Page 45
Árið 1977 kom út í Bandaríkj- unum bókin Móðir mín/ég sjálf (My Mother/My Self) eftir rithöfund- 'nn Nancy Friday. Eins og nafnið bendir til fjallar bókin um sam- band móður og dóttur, sem bæði er viðkvæmt mál og flókið. Þar hreyfir Nancy Friday við ýrnsu því, sem vart hefur mátt nefna hingað úl, þrátt fyrir vitundarvakningu kvenna síðasta áratuginn. Bók hennar olli líka þegar í stað miklum úlfaþyt; hún kom af stað mikilli umræðu um málefnið, sem enn stendur yfir, og hratt af stað skriðu bókmennta, jafnt fræðilegra sent skáldaðra. Sameiginleg uppi- staða þessara verka er sú sálfræði- lega staðreynd, að stúlkur eiga mun erfiðara með að losa sig undan áhrifum móður sinnar en drengir, sem vita fljótt, að framtíð þeirra liggur um annan farveg en móðurinnar. Dóttirin tekur hins vegar í arf hina ósjálfstæðu afstöðu móður sinnar, skertu sjálfsvitund °g bældu tilfinningar. Ymsum bvenfrelsiskonum hefur þótt Nancy Friday beina spjótum sinum í öfuga átt; það bcri að leita orsakanna í karlaveldinu fremur en ásaka mæðurnar um, hvernig komið sé fyrir konum. Hver sem ufstaðan er til þessa atriðis, er oneitanlega margt athyglisvert að Móðir Nancy Friday með bók sína. finna í bókinni um uppeldi og sálarlíf kvenna, mæðra sem dætra. Höfundurinn byggir frásögn sina á eigin reynslu og athugunum, en fléttar inn í hana viðtöl, sem hún átti við urmul sérfræðinga af báðum kynjum. í upphafi bók- arinnar fjallar hún almennt um móðurhlutverkið og þann tví- skinnung, sem það skapar oft í sálarlífi kvenna. Eftirfarandi glefsur eru úr þeim hluta bók- arinnar: Við erum alin upp í því að telja móðurástina ólíka annarri ást. Hún er ekki undirorpin mistökum, vafa eða tvíræðni venjulegra til- finninga. Þetta er blekking. Mæður elska kannski börn sín, en stundum fcllur þeint ekki við þau. Sarna konan, sem er kannski reiðubúin að henda sér á milli barns síns og æðandi vörubils, er oft gröm vegna hinna daglegu fórna sem barnið óafvitandi krefst af tíma hennar, kynhlutverki og sjálfsþroska. Er við skynjum, að móðir okkar er ekki sönn — að hún er haldin kvíða og vantrú á þær upphöfnu hugmyndir um kven- eölið/móðureðlið, sem hún er að reyna að koma inn hjá okkur — vaknar með okkur kvíði varðandi hlutverk okkar sjálfra sent kynvera. Jónína M. Guðnadóttir. Það vaknar efi um, að okkur muni takast að verða manneskjur með eigin sjálfsvitund, sem sé sérstæð gagnvart henni, og verða fullmót- aðar konur, áður en við verðum mæður. Við reynurn að öðlast sjálfstæði, að verða kynverur, en hinar ómeðvituðu og djúpstæðu tilfinningar, sem við fengum frá henni, gefa engin grið; við munum þá fyrst öðlast frið, verða öruggar um okkur, þegar við höfum látið rætast hið dýrlega „eðli“, sem við höfum verið þjálfaðar til að endurtaka með líf hennar að fyrir- rnynd: kona er ekki fullkomin fyrr en hún verður móðir. Samkvæmt móðureðlinu erum við allar fæddar mæður, þ.e.a.s. um leið og við verðum mæður hljótum við sjálfkrafa og eðlilega að elska börn okkar og gera ævin- lega það sem þeim er fyrir bestu. Ef maður trúir á móðureðlið, en bregst í móðurkærleika, hefur maður brugðist sem kona. Það er hin ráðandi hugmynd, sem heldur okkur i járngreipum. Eg mun nota orðið „móðureðli“ i þeirri merkingu, sem flestar konur skynja það tilfinningalega. Það hefur ekki endilega sömu merk- ingu fyrir okkur og fyrir líffræð- inga, mannfræöinga eða fclags- 43 mín / ég sjálf

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.