19. júní - 19.06.1979, Page 50
Viðtal:
Svala
Sigurleifsdóttir
Sigríður Björnsdóttir
myndlistarmaður
Sigríður Björnsdóttir.
Hvers konar myndgerð fæst þú
við?
Núna mála ég landslagsmyndir.
Eg var búin að mála abstrakt í
tuttugu ár og lít á þannig myndir
sem rétt eins merkilegar og hlut-
lægar myndir. Það, hvort myndir
eru góðar, fer ekki eftir því hvort
þær eru hlutlægar eða óhlutlægar
heldur hvort þær spegla þann per-
sónuleika sem málar þær og hvort
hann hefur eitthvað myndrænt að
leggja til málanna. Þegar ég mál-
aði abstrakt myndir var oft sagt við
mig ,,það er landslag í myndunum
þínum“ og það er hreint ekki svo
undarlegt því maður býr aldrei
neitt til sem ekki er þegar til. Ég
ólst upp í sveit og hef ætíð verið
mikið náttúrubarn. Form og línur í
landslagi hafa alltaf haft sterk
áhrif á mig og það endurspeglast í
myndunum mínum. Því lít ég á
það að ég er farin að mála landslag
sem eðlilega þróun frá abstraktinu
en ekki sem kúvendingu frá því.
Hvar og hvenær lagðir þú stund
á myndlistarnám?
Ég útskrifaðist árið 1952 sem
myndlistakennari frá Myndlista-
og Handíðaskóla íslands og fannst
mjög gaman í skólanum. Þá voru
þar uppi gagnrýnar raddir um
kennsluna og skólann, eins og svo
oft. Ég lét kennsluna mér í léttu
rúmi liggja en mat það mest sem ég
vann úr sjálfri mér. Það var stór-
kostlegt að fá tækifæri til að vinna
við myndgerð allan daginn og ég
vann af kappi. Síðar fór ég til
London og var þar einn vetur í
myndlistarnámi og líkaði vel.
I gagnrýni sem skrifuð var um
sýninguna þína í mars síðast liðn-
um hjó ég eftir því að þú varst