19. júní


19. júní - 19.06.1979, Side 56

19. júní - 19.06.1979, Side 56
Gunna — Ingunn. Maður verður að lifa í þessu þjóðfélagi Bryndís Schram. Stundarfriður eftir Guðmund Steinsson Þjóðleikhúsinu 1979 Haraldur og Ingunn eru glæsi- leg hjón á miðjum aldri. Þau eiga fjögur börn milli tektar og tvítugs. Einn er farinn að heiman, en hin þrjú eru enn á skólaaldri. Heimili þeirra er fallegt á nútímavísu, glæstar stofur, fullkomið eldhús búið nýtízku þægindum. Þau eru í þann mund að flytja í einbýlishús, sem er væntanlega enn glæstara og fullkomnara. Seðlar virðast ó- þrjótandi. Það eru tveir bílar á heimilinu, og bæði foreldrar og börn elta uppi tízkuna í klæða- burði og öðru poppi. Ekki kemur fram, hvaða pen- ingauppspretta stendur undir þessu heimili, en Haraldur gæti hugsanlega verið í stjórn hags- munafélags, jafnvel verkalýðsfé- lags. Hann vinnur myrkranna á milli, er á sífelldum fundum og talar mikið í síma. Ingunn er líka önnum kafin. Hún hefur áhuga á félagsmálum og kvenréttindum, fer mikið í búðir, stundar jóga og er lítið heima við. Bæði hjónin eru framfarasinn- uð, hafa ríka ábyrgðartilfinningu og bera umhyggju fyrir velferð samborgara sinna. Þau eru vinsæl og vel látin. I augum umheimsins eru þau dæmigerð íslenzk milli- stéttarfjölskylda á tuttugustu öld. En þrátt fyrir þessa glæsilegu forhlið, grípur maður í tómt, þegar inn er komið. Þetta er bara hús, ekki heimili. Þetta er bara staður eða geymsla, þar sem fólk kemur til þess að sofa, skipta um föt, leita sér 54 að æti, gleypa pillur, ef ekkert betra er á boðstólum. Það segir hæ og bless, talar linnulaust í símann, glápir á sjónvarp, hækkar í plötu- spilaranum, heimtar bíllykla og peninga, rífst og hleypur út. Ein allsherjar strætisvagnastöð, þar sem allir hafa stuttan stanz og enginn vill dvelja lengur en þörf krefur. Fólkið í þessu húsi talast ekki við, það þekkir ekki hvert annað. I þessu húsi á enginn heima, það er bara tákn um eitt- hvað, sem ekki er. Jafnvel pabbi og mamma, sem sáu draum sinn ræt- ast í þessu húsi, foröast það. Gunna er yngsta barn Haraldar og Ingunnar. Hún er öðru vísi en hinir í fjölskyldunni og þrífst illa í þessari erilsömu gerviveröld. Hún þráir blíðu og umhyggju í stað peninga og poppkúltúrs. Hún þrá- ir snertingu við foreldra sína. Ein útrétt hönd gæti forðað henni frá þeim sálarháska, sem hún lifir í. En foreldrar hennar hvorki sjá né heyra, þau eru of önnum kafin við að „lifa“ og streða. Gunna beitir örþrifaráðum. Hún grýtir nýjum vasa móður sinnar í gólfið, og hann brotnar í þúsund mola. Móðirin verður viti sínu fjær af harmi. Þessi fánýtu glerbrot skipta hana meira máli en sundurkramið hjarta Gunnu. „Mamma, þú getur keypt nýjan vasa“, æpir Gunna í angist, „þetta er dauður hlutur“. En mamma skilur ekki samhengið. Engu að síður er hún framfara- sinnuð kona, sem veit fullvel, að „það er ckki nóg að koma börnun- um í heiminn“. Og pabbi hefur líka misst átt- irnar. Þegar Gunna sárbænir hann

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.