19. júní


19. júní - 19.06.1979, Síða 57

19. júní - 19.06.1979, Síða 57
um ofurlitla ást, hrindir hann henni frá sér. Hann kann ekki lengur önnur viðbrögð en þau að bjóða fram beinharða peninga. En Gunna hrækir á peningana hans. Og svo koma afi og amma skyndilega inn í þetta tómarúm hamingjunnar. Þau geta ekki heldur skotið rótum. Þeirra hlut- skipti er að minna okkur á eitt- hvað, sem var, en kemur aldrei til baka. Hjá þeim finnur Gunna þá blíðu og umhyggju, sem hana hungrar eftir, og um stund hættir tilveran að hanga i lausu lofti. bessi þrjú verða eins konar ögrun við ómanneskjulegt umhverfi sitt. Þau eru æpandi mótsögn við það líf, sem hrærist í þessu húsi. En hvað er þá að? Höfundur Stundarfriðs leitar ekki skýringa, hann áfellist heldur engan, hann reynir ekki að prédika né heldur afmarka leikrit sitt við einhvern ákveðinn þjóðfélagshóp. f fáum en skýrum dráttum dregur hann upp ttapurlega, en raunsanna mynd af þeim lífsstil, sem þjóð okkar hefur tamið sér á undanförnum áratug- um og á eflaust meiri þátt í upp- lausn þjóðfélagsins en nokkurn ór- ar fyrir. Ósjálfrátt beinast augu okkar að foreldrunum, Haraldi og Ingunni. Þetta er þó þeirra fjölskylda og þeirra hús. Þau bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og þeim anda, sem ríkir í húsi sínu. Það kemur fram, að þau eru sér bæði meðvit- andi um vandamál samfélagsins, en „maður verður að lifa í þessu Þjóðfélagi“, segir Haraldur á ein- um stað. Maður verður að berast Uteð straumnum, taka þátt í kapp- hlaupinu, þar til allt um þrýtur og heilsan bregzt. Hans hefðbundna hlutverk er að ,,sjá fjölskyldunni farborða“, sjá um að hún hafi nóg að bíta og brenna og helzt meira en það. En Ingunn, hvert er hennar hlutverk? Konan hefur verið sá utöndull, sem lifið á heimilinu hefursnúizt um. En Ingunn hafnar Því hlutverki. „Konan verður að Haraldur — amma. njóta sín“, segir hún í símann. En hvernig? Getur konan fundið lífs- hamingjuna annars staðar, ef hún nýtur sín engan veginn, þar sem þörfin er mest, með börnum sín- um? A sínu eigin heimili er hún aðeins gestur. Börnin lúta ekki hennar stjórn. Hún vill ekki bera ábyrgð á þessu heimili. Samt fær hún móðursýkiskast, þegar hún finnur vanmátt sinn. En megum við skella allri skuldinni á Ingunni? Það er erfitt að vera kona á okkar tímum. Hún á í sífellu stríði við sjálfa sig og umhverfi sitt. Það togast á í henni fordómar genginna kynslóða og viljinn til að rífa sig lausa. Hún er í uppreisn gegn hinni eilífu kven- ímynd, og hún hvorki vill né getur gengið hina troðnu slóð. Ingunn er óhamingjusöm þrátt fyrir öll veraldargæði. Hún hefur týnt sjálfri sér í krókastigum vel- ferðarinnar og víkur sér undan því að horfast í augu við sjálfa sig. Kannski vildi hún aldrei ganga þessa leið, en „maður verður að lifa í þessu þjóðfélagi“. Henni líður illa innan þessara köldu veggja, sem heitir heimili. Hún vill gera allt frekar en loka sig þar inni dag- langt. Hún vill ekki standa við eldhúsgluggann og horfa á lífið streyma hjá. Hún vill vera þátt- takandi í lífinu sjálf. Hún hefur heyrt það sagt, að „konan verði að njóta sín“ og þessi innantómu slagorð hendir hún á lofti. Hún veit ekki sjálf, hvað hún vill, vissi jíað aldrei. En lífið, hvar er það? Bryndís Schram. 55

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.