19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 59

19. júní - 19.06.1979, Page 59
íKUR BÆKUR BÆKUR BÆKUR BÆKUR B/l hefur þ né ð svo það brenglist ekki í rneðförum Svía. Sagan hefst þegar Stefanía er 7 —8 vikur gengin með og lýkur skömmu eftir fæðingu barnsins í janúar. Stefanía er rúm- lega tvítug (varð ófrísk 19 ára), gift Helga sem er trésmiður, sonur þeirra Stefán er tveggja ára. Þau búa í blokk í Breiðholti og standa í húsbyggingu. Helgi vinnur langt fram á kvöld en dreymir peninga og útlönd um nætur. Stefanía er heimavinnandi húsmóðir. Þannig a lífsbarátta þeirra að vera dæmi- gerð fyrir fjöldann allan af ungu fólki. Brottflutningur fslendinga til útlanda setur mjög mark sitt á söguna og myndar ákveðna um- gjörð. í fyrsta kafla er greint frá gömlum manni sem kemur „heim til að deyja“ eftir 37 ára dvöl er- lendis. Á leið út á flugvöll í loka- kaflanum minnist Stefanía þessa nianns og hugsar að einnig hún geti komið heim til að deyja. Stefania lýsir ytra útliti sínu nákvæmlega: háralit sinum, klippingu, öxlum og brjóstum, jafnvel þyngd. Hún er norræn yfirlitum og grönn. Hún er við- kvæm og sjálfstæð í skoðunum. Stefanía er gagnrýnin á ýmislegt í þjóðfélaginu, t.a.m. vinnubrögð og framkomu sérfræðinga, en hún lsetur ekki uppi gagnrýni sína og er þannig óvirk. Vettvangur hennar er einkalífið, fjölskyldan, og þar oeitir hún sér. Hún tekur sjálf akvörðun um að taka Fríðu litlu í fóstur án þess að ráðfæra sig við eiginmanninn. Á sama hátt finnst henni að það sé Helga að ákveða hvar þau búi því að hann er fyrir- v>nnan. Svíþjóðarförin er hans akvörðun. Þannig er hlutverka- skiptingin glögg, þótt Stefanía sem Persóna sé sterkari aðilinn í hjóna- handinu. Helgi er ekki „karlmannlegur“ í sjón, renglulegur og bláeygur og hann tárfellir og roðnar. Hann er „varnarlaus og viðkvæmur“ í rúminu. Greint er frá hjónabandi Rúnu og Einars sem hafa verið gift í átta ár og eiga tvö börn og eru að ljúka við húsbyggingu. Ógæfa þeirra er skilningsleysi eiginmannsins sem aldrei tekur mark á konu sinni, en tortryggir hana og vantreystir henni og lokar hana að síðustu inni eins og fanga. Dramatískasta atriði sögunnar finnst mér vera þegar Stefanía finnur ungbarnið í vögg- unni með hunang á fingrunum eftir að móðirin hefur fyrirfarið sér. Þótt undarlegt megi virðast um- gengst Stefania mest þrjár mið- aldra konur, móður sjna, tengda- móður og móðursystur sem allar eru nafngreindar. Tvær þær fyrr- nefndu hafa gegnt hefðbundnu hlutverki sem mæður og eigin- konur og áhugamál þeirra einkum dönsku blöðin og framhalds- myndaflokkar í sjónvarpinu. Hólmfríður móðursystir er öðruvísi. Hún er fráskilin, sjálfstæð, sjoppu- eigandi og dregur m.a. í efa þekk- ingu karla á kveneðlinu. Stefanía lýsir nákvæmlega leg- skoðun og áliti sínu á henni. Hún greinir frá getnaðarvörnum og „öiyggi“ þeirra. Sjálf hafði hún tekið pilluna þegar hún varð ófrísk, en læknirinn þóttist vita betur. Á fæðingardeildinni liggur með henni kona sem hefur eignast „lykkjubarn“. Hún hugleiöir kost- ina: „Ég get valið. Ég get notað lykkjuna eða gorminn, eða hvað það nú kallast sem læknar tylla upp í legið. Þá blæðir óstöðvandi hjá sumurn og aðrar fá þráláta slímhúðarbólgu og ég myndi hata tilhugsunina um aðskotahlut inní mér. Ég get ekki valið, um það bil 7.200 getnaðarvarnartöflur bíða mín í framtíðinni“. Hér er einnig lýst fósturhreyf- ingum og fæðingu ítarlega. I bók- inni kemur fram hörð gagnrýni á skilningsleysi karlmanna gagnvart þunguðum konum, m.a. var Rúna rekin úr vinnu: „Það er skömm að öllum þessum köllum, hugsa ég, það ætti að hýða þá á Torginu“. I Einkamálum Stefaníu er fjallað um viðkvæmnismál af mikilli nærfærni. Bókin hefur vakið tölu- verða athygli, hlotið góða dóma og bókmenntaverðlaun Dagblaðsins. Gagnrýnendum ber ekki saman um hvort bjart sé yfir bókinni eða dökkt. Um það má deila. Dregin er upp dökk mynd af samfélaginu og engri uppreisn er hér fyrir að fara, en Stefanía er sterk og mun verða ofan á í lífsbaráttunni. í fari Stefaníu eru andstæður á milli sjálfstæðrar og gagnrýninnar hugsunar annars vegar og athafna hennar hins vegar sem flestar eru í hefðbundnum skorðum. Þess vegna aðlagast hún viðteknu mynstri kvenna. Hún hefur þó í huga sínum stigið fyrsta skrefið til sjálfstæðis. Gerður Steinþórsdóttir. 57

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.