19. júní - 19.06.1979, Síða 61
Fréttir frá
Jafnréttisráði
Rætt við Bergþóru
Sigmundsdóttur
Blaðamaður 19. JÚNÍ leit inn á
skrifstofu Jafnréttisráðs að Skóla-
vörðustíg 12 í Reykjavík og leitaði
fregna af starfinu þar. Bergþóra
Sigmundsdóttir, þjóðfélagsfræð-
ingur, framkvæmdastjóri ráðsins,
hefur með höndum daglegan
rekstur skrifstofunnar, sem er opin
á venjulegum skrifstofutíma.
Símaviðtalstími framkvæmda-
stjórans er kl. 10— 12 í síma 27420.
Bormaður Jafnréttisráðs er Guð-
nán Erlendsdóttir, lektor við laga-
deild Háskóla Islands.
Bergþóra sagði, að daglega bær-
ust margvísleg erindi og málaleit-
anir til ráðsins og margir kæmu til
viðtals. Ljóst væri, aö fólki þætti
eftirsóknarvert að hafa slíkan stað
að leita til, en flest málefni snertu
vinnumarkaðinn að einhverju
leyti.
Algengt er, að eyðublöð ýmiss
konar og skilríki eru send til skrif-
stofunnar með þeim athugasemd-
um, hvort ráðið ætli ekki að hlutast
til um breytingu. Hér er einkum
um að ræða form, sem gefur til
kynna, að aðeins annað kynið eigi
hlut að máli s. s. eins og útfylling-
arblað fyrir eitt stéttartalið, þar
scm einungis var spurt um afana
en ekki hirt um ömmurnar. Fólk er
greinilega farið að vakna lil vit-
undar um að ekki má mismuna
fólki eftir kynferði þess. Einnig er
tnjög áberandi hversu fólk gengur
eftir því að starfsheiti, sem samið er
um i kjarasamningum, séu virt.
Siðan gat Bergþóra um nokkur
mál, sem eru á döfinni hjá ráðinu
og má þar helst nefna:
Fundur var haldinn um skóla-
mál og jafnrétti þ. 11. mai 1978.
Til fundarins var boðið m. a.
námsstjórum grunnskólans og þeir
skýrðu í stuttu máli frá hverri
námsgrein fyrir sig með tilliti til
jafnrar stöðu karla og kvenna.
Erani kom, að námsefni er i endur-
skoðun, m. a. með hliðsjón af j^essu
atriði og var upplýst, að t. d. hefði
nokkurs misréttis gætt í greinum á
borð við stærðfræði. Lokið er end-
urskoðun á því námsefni fyrir
1. — 7. bekk og verið að endurskoða
fyrir efstu bekkina.
Ráðið hefur fengið handrit af
námsefni til yfirlestrar, gert
ábendingar og þær verið teknar til
grcina. Upplýst var, að i tónmennt
er ekki gert upp á milli kynjanna,
enda gefur námsefnið ekki tilefni
til þess. í mynd- og handmennt
endurspeglar námsefnið víða mis-
munandi og hefðbundna hlut-
verkaskiptingu karla og kvenna.
Endurskoðun á því efni hófst laust
eftir 1970 og hafa verið gerðar til-
lögur til breytinga og er talið að
2—4 ár taki að koma þeim breyt-
ingum á. Kennarar telja sig mjög
afskipta með tima i þessu fagi.
Kennaraháskólinn hefur ekki
sérstaka endurmenntun, þar sem
jafnréttismál eru tekin til umfjöll-
unar, en i sögu og þjóðfélagsfræði
cru jsessi mál höfð til hliðsjónar.
Þess skal getiö, að i Svíþjóð er sér-
stakur kennarastóll við tvo háskóla
um jafnrétti kynjanna og er hægt
að taka alls 40 einingar í þessum
fræðum [:>ar.
Þann 13. febrúar s. 1. efndi Jafn-
réttisráð til fundar með áhuga-
mannasamtökum um stöðu jafn-
réttismála og störf ráðsins. Þann
fund sóttu 25 manns, j). á. m.
fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Þar
kom fram, að frá stofun ráðsins i
júlí 1976 og til þess tíma hafa 28
mál verið afgreidd frá ráðinu, ým-
ist með sáttum, kærum eða vísað
frá, ef athugun leiddi í ljós að þau
brjóta ekki i bága við lög nr. 78/
1976 um jafnrétti kvenna og karla.
Ráðið starfar eftir þessum lögum
og á að sjá um að þeim sé fram-
fylgt. Mál til umfjöllunar hjá
Jafnréttisráði nú eru milli 15 og 20.
Jafnréttisráð hélt ráðstefnu með
aðilum vinnumarkaðarins þ. 18.
maí s. 1. og sóttu hana um 100
manns. Þar voru flutt 9 framsögu-
erindi og starfshópar fjölluðu siðan
um efni þeirra. Niðurstöður ráð-
stefnunnar hafa verið kynntar í
fjölmiðlum.
Dagana 5.—16. júní var uppi
sýning í Norræna húsinu. Sýningin
kallaðist „Framtíðarumhverfi“ og
var um skipulag byggðasvæða með
tilliti til jafnrar stöðu karla og
kvenna. Hún var byggð á hug-
myndum er komu fram í sam-
keppni, sem sænska arkitektafélag-
ið SAR gekkst fyrir, ásamt 90 þús.
manna sveitarfélagi í des. 1977.
Jafnréttisráð efndi til kynningar-
og umræðufundar um sýninguna
11. júní s. 1.
Það mál, scm flestir munu kann-
ast við frá Jafnréttisráði, er svo-
kallað Sóknarmál, en það er fyrsta
og eina málið, sem ráðið hefur hafiö
málssókn út af. Samkvæmt 11. gr.
laga nr. 78/1976 er Jafnréttisráði
heimilt í samráði við hlutaðeig-
andi aðila aö höfða mál í umboði
hans til viöurkenningar á rétti
hans. Ráðiö hefur farið þessa leið í
máli, er skotið var til þess frá
59