19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 4

19. júní - 19.06.1986, Page 4
7Æ Frá rttstjóra Wa Að þessu sinni höfum við í riínefnd 19.júnísnúið við blaðinu frá því sem tíðkast hefur og beinum sjónum okkar fyrst og fremst að karlmönnum. Fram að þessu hefur umræða um jafnréttismál og stöðu kvenna hér í blaðinu nœr eingöngu miðast við forsendur kvenna sjálfra. Nú er hins vegar tímabœrt að staldra við og reyna að komast að því hver viðhorf karlmanna eru tilþeirra breytinga sem orðið hafa á þjóðfélaginu síðustu 15 ár eða svo, breytinga sem beinlínis má rekja til frelsisvakn- ingar meðal kvenna. Ohœtt er að fullyrða að þœr hafa umturnað hinu daglega lífi sem lifað var hérá landifram undir lok 7. áratugarins. Heimilislíf er orðið gjörbreytt, hugmyndir umfyrirvinnu, um ábyrgðforeldra, umhlut- verk og samspil kynjanna, um möguleika kvenna og karla til náms og starfa, allt hefur þetta tekið ótrúlega stórstígum breytingum á skömmum tíma. Við konur höfum - að eigin frumkvæði og knúnar af innri þörf - verið uppteknar af að skilgreina sjálfar okkur að nýju og reyna að aðlagast breyttum kröfum. Verið uppteknar af því hvernig hœgt sé að sameina þrí- þætt hlutverk móður, eiginkonu og fyrirvinnu með öllu sem því fylgir. En við höfum eiginlega gleymt að spyrja karlmennina hvað þeim finnst um jafnréttið, hvernig þeim gengur að laga sig að nýjum tímum, já, nýju karl- hlutverki, sem hinar nýjuforsendur okkar kvenna í raun og veru útheimta. Við höfum gleymt að spyrjaþá og ein- beitt okkur að því sem okkur hefur sýnst réttmœtar kröfur ogsanngirnismál ogþví verður ekki neitað að við höfum náð langt á mörgum sviðum. En sannleikurinn er sá að þótt konur hafi breytt viðhorfum sínum og mark- miðum í lífinu, eru karlar oft eins og mörgum skrefum á eftir - með heiðarlegum undantekningum að sjálf- sögðu. Af þessum sökum kveður nú víða við nýjan tón í umrœðunni um jafnrétti kynjanna, bœði vestan hafs og austan. Á skömmum tíma hefur hún tekið stefnu á karlmenn, á tilfinningalíf þeirra og upplifun í sam- skiptum við konur, á viðhorf þeirra til kvenna í nýju hlutverki og áföðurhlutverkið, svo eitthvað sé nefnt. Eg held að það sé rétt sem nú er haldið fram að næsti áfangi jafnréttisbaráttunnar byggist á því að karlar endurmeti kynhlutverk sittfrá grunni og geri sér grein fyrir að þeir þurfi líka aðfrelsast. Peirþurfa að karlfrelsast. Um það fjallar 19.júní í ár. Jónína Margrét Guðnadóttir. cr SENSITIVE Sensitive kremlínan er sérstaklega ofnæmisprófuð fyrir viðkvæma húð. SENSITIVE wý&Ycr I SENSITIVE Jk&Ýct SENSITIVE Gt* i htstonic R Tagesc«em« . SkmToníc . Tanique SENSITIVE Naclitaeme rid«is etrnAnaUJxf H*ui 1 . bosond«*s.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.