19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 6

19. júní - 19.06.1986, Page 6
Rett REKIN JAFNRETTISBARATTA A AÐ LEIÐA AF SER BÆÐI KARL- OG KVENFRELSI segir Þórarinn Eldjám rithöfundur Þórarinn Eldjárn cr einn fárra karl- manna sem hei'ur lítið sem ekkert tekið þátt í hinu hefðbundna atvinnu- lífi, þess í stað er hann eigin vinnuveit- andi eins og tíðkast meðal rithöfunda. Vinnustaður hans er nú sem stendur heima í kjallara hússins á Asvallagöt- unni þar sem hann býr ásamt konu sinni og þremur sonum. Fjórði sonur- inn, sá næstelsti, er þroskaheftur og dvelst á Kópavogshæli. Þórarinn er til- tölulega nýbúinn að koma sér fyrir þarna, en áður var hann með vinnu- herbergi út í bæ, og gekk til vinnu sinnar eins og aðrir, en vinnutíminn að vísu mun sveigjanlegri. Auk ritstarfa hefur Þórarinn jöfnum höndum tekið þátt í uppeldi sona sinna, segist alltaf vera tilbúinn með mat handa þeim í hádeginu, þegar móðir þeirra er að vinna, og það sé ákveðið öryggi fyrir syni hans að vita af því að hann sé svo til alltaf heima. Strákarnir eru í skóla fyrir hádegið, sá yngsti í leikskóla, en Þórarinn segir þau hjón hafa samstarf við aðra fjölskyldu um barnapössun eftir hádegið og passa börnin til skipt- is tvo til þrjá eftirmiödaga í viku. (Ljósm. Anna Fjóla Gísladóttir) IEf einhver hefði sagt við mig þegar ég var 15 ára að eftir H ár yrði ég farinn að þvo bleyjur og elda mat hefði mér fundist það fáránlegt og allískyggilegar framtíðarhorfur. 6

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.