19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 7
Kona Þórarins, Unnur Ólafsdóttir, vinnur vaktavinnu og skiptast þau á að passa börnin þessa tvo eða þrjá eftir- ntiðdaga í viku. Unnur er veðurfræð- ingur og þeir sem þurfa að ná í Þórar- inn verða að minnsta að kosti að vita hvers dóttir hún er, því Þórarinn er ekki í símaskránni. Kvenrithöfundar hafa kvártað mikið yfir því að geta ekki sinnt skriftum fyrr en börnin eru uppkomin, enda eflaust fæstar átt jafn skilningsríkan maka og Þórarinn, en hvaða reynslu hefur hann af þessu, sem rithöfundur og uppalandi? Hann segist hafa komið sér upp ákveðnu næði, loki sig af og ef einhver kemur eða hringir lætur hann sem eng- inn sé heima. Þegar hann þurfi að gefa sig allan í ritstörfin, sé að leggja enda- punktinn á eitthvert verk, segist hann fara burt af heimilinu um tíma, í sam- ráði við fjölskylduna, t.d. í sumar- bústað út á land og vinna þar nótt sem dag „eins og brjálaður maður“. Aður en við snúum okkur að við- fangsefninu, hverju kvenréttindabar- áttan hafi komið til leiðar á s.l. 10-15 árum, berst talið að rithöfundum, og Þórarinn er spurður hvort hann kunni einhverja skýringu á því hvers vegna kvenrithöfundar eru jafn fáir og raun ber vitni oig hvort honum finnist ein- hver munur á viðfangsefnum rithöf- unda eftir kynjum. „Ég vil alls ekki flokka rithöfunda niður eftir því hvort þeir eru konur eða karlar, helst vil ég ekki vita hvort það eru konur eða karlar sem skrifa. Það er verið að tala um að karlar „dómin- eri“ bókmenntirnar hér á landi, konur eru alltaf að biðja um einhverja kvóta- skiptingu, en ef litið er á félagatal Rit- höfundasambandsins sést að mjög fáar konur starfa sem rithöfundar. Ég kann enga skýringu á því hvers vegna konur eru mun færri meðal rithöfunda en karlar, en ég held að það sé slæmt fyrir konur að mæta alltaf til leiks með þennan barlóm um að þær séu mis- skildar og illa farið með þær. f fyrsta lagi er þetta leiðinlegt röfl og svo finnst manni að margar konur séu farnar að heimta viðurkenningu og athygli út á eitthvað sem ekkert er í varið. Hver einasti listamaður verður bara með IEg mundi aldrei segja um kon- una mína „þetta er maburinn minn“ þó hún sé auðvitað mað- urinn minn! einhverjum ráðum að sanna gildi sitt, og það getur vel verið erfiðara að gera það ef maður er kona. En sá sem ætlar að verða rithöfundur eða skáld, hann verður að brjótast áfram, koma sér á framfæri, heimta sinn tíma og sinn frið. Og svo verður bara að koma í Ijós hve fólki er mikil alvara með þessu." - Það liefur mikið verið talað um hreytingu á stuðu kvenna á undan- förnum árum. Hvað með karlmenn? Hafa þeir fengið eitthvað út úr þessu? „Ég held það sé að mörgu leyti ntikill ávinningur fyrir þá, ef málin eru tekin alvarlega. Þeir kynnast ntörgum hlutum sent þeir hefðu ekki átt kost á annars. En margir karlmenn hafa lent í voðalega mikilli klemmu, margir vilja taka þátt í þessu, en eiga þess ekki kost eins og þjóðfélagið er uppbyggt, og þeir neyðast því til að fara alveg út á vinnumarkaðinn, sumir vilja reyndar ekkert annað. En ég Iteld, að jafnréttisbarátta kynjanna, ef hún cr rétt rekin, eigi að leiða af sér bæði karl- og kvenfrelsi. Ég legg ákaf- lega mikla áherslu á að orðiö maður tákpar í íslensku bæði karl og kona, og finnst leiðinlegt þegar þingmenn Kvennalistans kalla sig þingkonur. Samkvæmt íslenskri málvenju táknar orðið maður bara manneskja og svo notum við oröin karl og kona til aögreiningar. Aukamerkingin karl- maður er þó reyndar til í orðinu maður eins og t.d. í bókartitlinum „Maður og kona“ og eíns getur kona sagt „þetta er maðurinn minn“, en ég mundi aldrei segja um konuna mína „þetta er mað- urinn minn“, þó hún sé auðvitað ntað- urinn nrinn!“ - Hvaiða breytingar á lilutverkuni kynjanna finnst þér uöullcga hafa átt sér stað á undanförnuni áratugum? „Þetta hefur gjörbreyst á síðustu 15-20 árum. Hérna um daginn rakst ég t.d. fyrir tilviljun á eintak af Vik- unni frá '63, þar voru bréf frá konum í Póstinum þar sent þær voru að kvarta yfir mönnum sínum. í bréfunum kont m.a. fram sem sjálfsagður hlutur að um leið og kona gifti sig, fór hún heim, hætti að vinna og settist í helgan stein. Giftingin táknaði það að íbúö var keypt eða tekin á leigu, konan fór I Slœmt Jyrir konurað mœta alltaf I til leiks með þennan barlóm um I að þœr séu misskildar og illa I Jarið með þcer. þangað og beið eftir því að eiga börn eða eitthvað þess háttar. Þetta er nátt- úrlega ekki svona núna. Þessi breyting gerist með okkar kynslóð, þetta er ein afleiðing af mannréttinda- og jafnrétt- isbaráttu sem rekja má til ýmissa afla sem kennd eru við 1968. Sjálfur er ég ekki alinn upp við jafnrétti, ekkert frekar en flestir aðrir á þeim tíma. Þá var það bara hið eðlilega fyrirkomulag að konan sæi alveg um húsmóðurstörf- in, þetta átti bara að vera svona. Ef ég hugsa hvernig þetta var með mig sjálfan, þá þótti það alvegsjálfsagt mál þegar við konan mín hófum sam- búð og giftum okkur að verkaskipting ætti að vera jöfn og enginn munur ætti að vera á karli og konu eftir verkefn- um. Ég nrinnist þess ekki að það hafi nokkru sinni verið nefnt sem vanda- mál að ágreiningur væri um verka- skiptingu innan heimilisins. En ef ég fer aftar í tímann, þegar ég var um 15 ára gamall, þá hefði þetta litið öðruvísi viö. Ef einhver hefði sagt við ntig að ég Viðtal: Valgerður Jónsdóttir yrði farinn að þvo bleyjur og elda mat eftir 8 ár hefði mér þótt það fáránlegt og allískyggilegar framtíöarhorfur. Við stóðum alveg jafnfætis ég og konan mín þegar við hófum sambúð, við vorunt bæði í námi, kunnunt bæði lítið í eldamennsku, ég kunni að spæla egg og búa til poppkorn, hún kunni að sjóða fisk og kartöflur. Við keyptum okkur kokkabók ogbyrjuðum að elda. Þetta er nefnilega enginn vandi, nraður þarf bara að vera læs.“ IVinnuframlag kvenna hefur ein- hvem veginn gufað upp, það sem einn vann fyrir áður vinna tveir fyrir í dag. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.