19. júní - 19.06.1986, Síða 16
vitað langbesta hrukkukremið fyrir
konu sem komin er um fimmtugt að
finna það helst daglega að hún er
ennþá kynvera í augum karlmanna.
Og nú vil ég taka það skýrt fram að
alveg það sama gildir um karlmenn.
Þarna er engin kyngreining. Ef full-
orðið fólk ætlar að halda sér unglegu,
þá er stórt atriði að það finni að það
veki athygli hins kynsins sem kynver-
ur. Fólk ætti að leggja áherslu á mun-
inn og njóta hans.
í kennslu minni legg ég áherslu á að
sjálfsvitund fólks hverfi ekki fyrir ver-
aldlegum hlutum og veraldarvafstri.
Fólk þarf að finna sjálft sig, vera sjálfu
sér trútt og koma fram eins og það er í
raun og veru. Tísku og snyrtingu má
nota til þess að létta sér lífið á erfið-
leikatímum. Við eigum ekki að snyrta
okkur og klæða fyrir aðra, heldur fyrst
og fremst fyrir okkur sjálf. Ég veit að
starf mitt er stundum álitið hégómi, en
ég get ekki undirstrikað það nógu
mikið hvað það getur samt verið stór
liður í hreinni og beinni sáluhjálp og
mér finnst það jákvæðara en tísku-
bundna fegurðarímyndin sem við töl-
uðum um áðan. Við erum öll falleg.
Við erum jafn falleg og við gerum
okkur og okkur finnst við vera. Ég
gæti vel hugsað mér að vinna á geð-
deildum og skyldum stofnunum við að
byggja upp sjálfstraust fólks, sem á í
andlegum erfiðleikum. Margir hafa
þurft að vera á slíkum stofnunum af
því að sjálfsmatið var of lágt.“
Aukin karlréttindi
- Telur þú að jafnréttisumrœða síð-
ustu ára hafi haft áhrif á sjálfsímynd
karlmanna?
„Mikið hefur verið skrifað um það
að amerískum karlmönnum, til
dæmis, finnist sér ógnað sem kynver-
um. Getuleysi eykst og áhugi á eðli-
legu kynlífi minnkar, af því að karl-
maðurinn fær ekki að vera sterki aðil-
inn gagnvart konunni lengur. Ég tel að
ástandið sé nú ekki eins slæmt hér á
landi en samt held ég að votti fyrir
þessu. Ég er hlynntur kvennabaráttu
og allri jafnréttisbaráttu, en það þarf
að fara varlega. Við eigum okkur visst
kynmynstur. Karlmaðurinn er líkam-
lega sterkari, hann verndar þá konu
sem hann elskar og það er hluti af kyn-
lífi. Karlmenn líta á kynlíf og kynmök
sem framkvæmd, það að standa sig og
standa sig í stykkinu. Hjá konum teng-
16
ist kynlífið tilfinningum miklu meira.
Við skulum hugsa okkur ungan mann
sem les grein um kynlíf í erlendu blaði.
Greinin fjallar um kröfur kvenna til
kynlífs, sem er eitthvað nýtt fyrir
ungum íslenskum pilti. Hann er ekki
alinn upp við slíkar hugmyndir þvi
mamma hans og amma hafa aldrei
talað um kröfur sínar til kynlífs. Því er
ekki ólíklegt að pilturinn láti sig síga
niður í stólinn og hugsi: Guð minn
góður, þetta þori ég ekki. Enn í dag
hafa margar eldri konur þá skoðun að
kynlíf sé fyrst og fremst skylda hjóna-
bandsins. En þessi sterka kynvakning
kvenna á undanförnum árum hefur
valdið svo miklum breytingum að
inargir karlmenn eru hræddir og mikil
efatilfinning hefur vaknað hjá þeim.
A heimilissýningu í Laugardalshöii.
I stólnum situr fíjarkey Magnúsdóttir,
kona Heiðars.
Hið aldagamla lífsmynstur hefur
breyst karlmönnum nokkuð í óhag
andlega. En á hinn bóginn hafa karl-
réttindi einnig aukist, t.d. í sambandi
við fæðingarorlof. Það finnst mér vera
forréttindi, því ég þurfti að standa í
harðri baráttu til þess að fá viku frí frá
störfum til að gæta bús og barna þegar
þriðja barnið mitt fæddist. Föðurrétt-
urinn er einnig orðinn sterkari en hann
var, og ekki er lengur hægt að ættleiða
óskilgetið barn án leyfis föðurins. Við
erum þannig lagalega betur settir
gagnvart börnum okkar en áður og
þarna hefur áreiðanlega orðið viss
vakning vegna kvennabaráttunnar."
Ég hefverið sjálfum
mér samkvæmur
- Heiðar, mér finnst það stórkostlegt
hvernig þér hefur tekist að skapa þér
atvinnu á þínu áhugasviði.
„Já, ég hef verið andskoti fylginn
mér, ekki get ég neitað því, og ég er
líka í rauninni svolítið stoltur af
sjálfum mér vegna þess að ég hef verið
sjálfum mér samkvæmur í öllu því
mótlæti sem ég hef lifað við á því sviði
sem ég hef verið að vinna. En það
hefur hjálpað mér mikið að vera vel
giftur og hamingjusamur í einkalífi.
Ég væri náttúrlega ekki það sem ég er
í dag hefði ég ekki eignast þann lífs-
förunaut sem ég á. Hún Bjarkey,
konan mín, á stærsta þáttinn í því
hvernig ég hef getað haldið mínu striki
þrátt fyrir allt. Heima hjá mér er miklu
sterkara batterf heldur en þau sem
auglýst eru í sjónvarpinu og ég get
alltaf sótt minn styrk til hennar. Hún
er fullkomlega óstressuð og hún furðar
sig á þegar ég á það til að stressa mig út
af alls kyns uppákomum. Henni finnst
það allt jafn fyndið. Þegar eitthvað
óþægilegt gerist, þá tapa ég alltaf and-
litinu og reyni að forða mér eða segja
eitthvað til að bjarga málunum, en
hún sér alltaf spaugilegu hliðarnar."
- Hvernig mótlœti hefurðu orðið
fyrir?
„Ég hef orðið fyrir talsverðri gagn-
rýni og furðulegustu kjaftasögur hafa
verið í gangi. Til dæmis get ég ekki
haft nafnið mitt í símaskránni, því ég
hef orðið fyrir svo miklu ónæði og
fengið upphringingar á öllum tímum
sólarhrings frá drukknu fólki. Ég veit
ekki hvers vegna fólk lætur svona.
Kannske er ég svona sætur! En að öllu
gamni slepptu þá viðurkenni ég, að ég
er áberandi og hef sjálfsagt gefið
tilefni til þessara ofsókna með því að
haga mér og klæða mig oft öðruvísi en
flestir karlmenn. Það hefur vakið
heiftarleg viðbrögð hjá vissu fólki.
Margir virðast halda að ég sé hommi
og erlendis hef ég oft orðið lyrir því að
karlmenn leituðu á mig, en miklu
minna hér á landi. Mér hefur aldrei
þótt það óþægilegt og ég held að ég
hafi í flestum tilfellum tekið það sem
gullhamra.“
Lífsfylling
Að lokum spyr ég Heiðar um vœnt-
ingar hans í sambandi við börnin og
fjölskylduna.
„Draumur okkar hjónanna er ekki
í fermetrum og bílum eða í neinum
veraldlegum hlutum. Minn draumur
er fólginn í lífshamingju fjölskyldu
minnar. Konan mín var heima í 11 ár